Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2016 12:30 Karítas hefur búið í sex löndum og hefur áhuga á ferðalögum. Vísir/GVA „Ég hef mjög mikla trú á þessu fyrirtæki sem er búið að byggja upp mjög sterkan grunn. Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri. Ég hefði aldrei getað trúað því þegar ég útskrifaðist árið 2007 að ég gæti komið heim og unnið við tísku á Íslandi,“ þetta segir Karítas Diðriksdóttir. Hún var á dögunum ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi.Nýflutt heimKarítas er nýflutt heim eftir átta ára dvöl í New York, London og Þýskalandi. Hún starfaði síðast sem Director of Brand Partnerships hjá hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York þar sem hún vann meðal annars með tískumerkjunum Marc Jackobs, Kenzo og Valentino. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað á fyrirtækjasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka á Íslandi og í London, hjá fjármálafyrirtækinu SNL Financial í London og hjá Icelandair í Frankfurt. „Þegar við vorum að flytja aftur heim ákváðum við að hafa samband við þau fyrirtæki sem við höfðum mestan áhuga á sem og ráðningarstofur, og það var spennandi að sjá hvað voru mörg tækifæri í boði. Efst hjá mér hafði allan tímann verið iglo af því að mig langaði að vera áfram í tísku. Iglo er eitt flottasta tískufyrirtæki sem við eigum. Það er spennandi að þetta er rekið eins og tískufyrirtæki, það koma út tvær stórar línur á ári og smærri línur inn á milli og oft skemmtilegt samstarf,“ segir Karítas.Í yfir hundrað verslunumVörur iglo+indi eru nú komnar í yfir 100 verslanir í 18 löndum. „Við erum orðin rótgróið fyrirtæki á Íslandi sem er æðislegt, fókusinn hjá mér í markaðsstarfinu verður því meira á erlendum mörkuðum,“ segir Karítas. „Hér er mjög öflugt sköpunarteymi og við erum að vinna með flottustu aðilunum í barnafataheiminum. Það er því gaman að koma inn þegar er búið að byggja svona sterkan grunn og fókusa þá á að auka söluna erlendis. Við erum að fá pantanir frá fleiri en þessum 18 löndum sem við erum í.“ Maður Karítasar er Ólafur Hrafn Höskuldsson, en hann er yfir fjárfestingum hjá Títan fjárfestingafélagi og eiga þau einn son.Hefur áhuga á fólkiKarítas segist hafa sérstaklega gaman af ferðalögum en hún hefur búið í sex löndum. „Svo hef ég mikinn áhuga á fólki, mér finnst gaman að kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum.“ Fjölskyldulífið er í forgangi hjá Karítas og segir hún mjög dýrmætt að geta tvinnað vel saman fjölskyldulíf og feril á Íslandi. „Ég vann að minnsta kosti tólf tíma á dag erlendis, en hérna get ég sótt strákinn í leikskólann, þó maður vinni oft á kvöldin og um helgar.“ Karítas sér einnig um Facebook-síðuna I Love Iceland, gæluverkefni sem hún hóf fyrir nokkrum árum. Síðan er með yfir 100 þúsund fylgjendur og þar birtir hún fréttir og myndir um Ísland. Myndband af víkingaklappi strákanna okkar í sumar sló þar heldur betur í gegn og fékk yfir 7 milljón áhorf. Fréttir af flugi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
„Ég hef mjög mikla trú á þessu fyrirtæki sem er búið að byggja upp mjög sterkan grunn. Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri. Ég hefði aldrei getað trúað því þegar ég útskrifaðist árið 2007 að ég gæti komið heim og unnið við tísku á Íslandi,“ þetta segir Karítas Diðriksdóttir. Hún var á dögunum ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi.Nýflutt heimKarítas er nýflutt heim eftir átta ára dvöl í New York, London og Þýskalandi. Hún starfaði síðast sem Director of Brand Partnerships hjá hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York þar sem hún vann meðal annars með tískumerkjunum Marc Jackobs, Kenzo og Valentino. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað á fyrirtækjasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka á Íslandi og í London, hjá fjármálafyrirtækinu SNL Financial í London og hjá Icelandair í Frankfurt. „Þegar við vorum að flytja aftur heim ákváðum við að hafa samband við þau fyrirtæki sem við höfðum mestan áhuga á sem og ráðningarstofur, og það var spennandi að sjá hvað voru mörg tækifæri í boði. Efst hjá mér hafði allan tímann verið iglo af því að mig langaði að vera áfram í tísku. Iglo er eitt flottasta tískufyrirtæki sem við eigum. Það er spennandi að þetta er rekið eins og tískufyrirtæki, það koma út tvær stórar línur á ári og smærri línur inn á milli og oft skemmtilegt samstarf,“ segir Karítas.Í yfir hundrað verslunumVörur iglo+indi eru nú komnar í yfir 100 verslanir í 18 löndum. „Við erum orðin rótgróið fyrirtæki á Íslandi sem er æðislegt, fókusinn hjá mér í markaðsstarfinu verður því meira á erlendum mörkuðum,“ segir Karítas. „Hér er mjög öflugt sköpunarteymi og við erum að vinna með flottustu aðilunum í barnafataheiminum. Það er því gaman að koma inn þegar er búið að byggja svona sterkan grunn og fókusa þá á að auka söluna erlendis. Við erum að fá pantanir frá fleiri en þessum 18 löndum sem við erum í.“ Maður Karítasar er Ólafur Hrafn Höskuldsson, en hann er yfir fjárfestingum hjá Títan fjárfestingafélagi og eiga þau einn son.Hefur áhuga á fólkiKarítas segist hafa sérstaklega gaman af ferðalögum en hún hefur búið í sex löndum. „Svo hef ég mikinn áhuga á fólki, mér finnst gaman að kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum.“ Fjölskyldulífið er í forgangi hjá Karítas og segir hún mjög dýrmætt að geta tvinnað vel saman fjölskyldulíf og feril á Íslandi. „Ég vann að minnsta kosti tólf tíma á dag erlendis, en hérna get ég sótt strákinn í leikskólann, þó maður vinni oft á kvöldin og um helgar.“ Karítas sér einnig um Facebook-síðuna I Love Iceland, gæluverkefni sem hún hóf fyrir nokkrum árum. Síðan er með yfir 100 þúsund fylgjendur og þar birtir hún fréttir og myndir um Ísland. Myndband af víkingaklappi strákanna okkar í sumar sló þar heldur betur í gegn og fékk yfir 7 milljón áhorf.
Fréttir af flugi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira