Kennaralaust skólakerfi? Sigurjón Már Ólason skrifar 9. nóvember 2016 00:00 Að útskrifast með stúdentspróf er skemmtileg upplifun en þeir dagar sem koma á undan og eftir þá lífsreynslu geta verið erfiðir. Val á háskólanámi getur verið ansi strembið og erfitt ferli fyrir flesta. Það eru margir þættir sem stúdentar hugsa um við val sitt. Ég hef verið svo lánsamur að hafa öðlast gríðarlega reynslu sem sumarstarfsmaður á leikskóla og fengið að kynnast þeirri starfsemi sem þar fer fram. Eftir þessi kynni mín þá get ég ekki annað en borið gríðarlega djúpa virðingu fyrir leikskólastarfsmönnum. Þrátt fyrir að vinir mínir hafi oft átt erfitt með því að trúa mér þegar ég sagðist vera gjörsamlega búinn á því eftir vinnudaginn. Ég meina hvernig er hægt að verða þreyttur á því að lesa, púsla, lita og perla með litlum börnum. Sannleikurinn er einfaldlega svo fjarri lagi. Það er líka erfitt að útskýra fyrir þeim áreitið, hávaðann og álagið sem maður finnur fyrir á meðan á vinnutímanum stendur. En það er líka erfitt að útskýra þá hamingju sem maður finnur fyrir eftir að hafa talið sig hafa gert eitthvað sem skiptir miklu máli. Það er einstaklega gefandi starf. Ég hef líklega tekið þátt í að móta einstaklinga sem gætu orðið læknar, forsetar, stjórnmálamenn eða jafnvel kennarar. Við munum líklega þurfa fleiri af þeim. Því staðreyndin er sú að hvatning fyrir nýliðun er ekki mikil í formi launa í kennarastéttinni. Ástandið er t.d. gríðarlega alvarlegt í grunnskólum landsins, leikskólum landsins og í rauninni öllu menntakerfinu. Þótt mér finnist gaman að starfa á leikskóla hef ég mestar áhyggjur af laununum. Mér finnst fullt af öðrum hlutum skemmtilegir og áhugaverðir sem ég get starfað við og fengið hagstæðari laun. Ég veit að maður á ekki að hugsa mikið um peninga. En sem ungur einstaklingur er ég hræddur. Ég er hræddur um að geta ekki haldið uppi framtíðarfjölskyldu minni. Ég er hræddur um að ég geti ekki ferðast og gert skemmtilega hluti því ég er enn að borga af lánum. Ég er hræddur um að eiga ekkert í húsinu mínu eða íbúð. Svo þegar ég stóð frammi fyrir því að taka ákvörðun um nám þá fannst mér ekki spennandi að skuldbinda mig í fimm ára nám með öllu því sem gæti fylgt í formi námslána og öðrum kostnaði þegar launin eru svona lág. Þetta má einnig heimfæra yfir á grunnskóla- og framhaldsskólakennslu. Ekki fá þeir mikið betur borgað heldur. Ég tók því ákvörðun sem ég taldi henta mér best út frá áhugasviði og framtíðarhorfum mínum. Sú ákvörðun tengdist ekki kennaranámi. Þetta er það vandamál sem blasir við öllum kennarastéttum, meðalaldur kennara fer hækkandi og nýliðun í stéttinni er langt frá því að vera ásættanleg. Það eru alltaf einstaklingar sem ákveða að verða kennarar og þegar þeir mótmæla lágum launum er því alltaf skellt framan í þá að þeir hafi vitað út í hvað þeir væru að fara. Það er mjög stórt vandamál hvað það eru margir kennarar óánægðir með starf sitt vegna lágra launa. En það er grafalvarlegt hversu lítil nýliðun er í kennarastéttinni. Hversu margir menntaðir kennarar verða starfandi í menntastofnunum eftir 10 ár? Núverandi kennarar eru að flýja stéttina og það er lítil nýliðun. Því hvatinn fyrir að velja kennaranám er ekki mikill launalega séð. Lífshamingja fólks utan vinnutíma á svo gríðarlega stóran þátt í ánægju þess innan vinnutíma að það dugar ekki lengur að selja kennarastarfið upp á skemmtanagildi starfsins. Það þarf meira til, það þarf betri kjör. Auðvitað er fullt af öðrum störfum með laun sem eru ekki nægilega há miðað við það nám og vinnu sem liggur að baki. Það er efni í aðra pistla en er ekki hluti af þessum. Ég hef ekki reynslu af þeim störfum. Ég hef reynslu af þessu og get deilt henni. Ég vona að þetta veki fólk með vald til að breyta þessu til umhugsunar. Hver veit, það gæti verið að ég reyni að komast í stöðu til að breyta þessu, það borgar allavega betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að útskrifast með stúdentspróf er skemmtileg upplifun en þeir dagar sem koma á undan og eftir þá lífsreynslu geta verið erfiðir. Val á háskólanámi getur verið ansi strembið og erfitt ferli fyrir flesta. Það eru margir þættir sem stúdentar hugsa um við val sitt. Ég hef verið svo lánsamur að hafa öðlast gríðarlega reynslu sem sumarstarfsmaður á leikskóla og fengið að kynnast þeirri starfsemi sem þar fer fram. Eftir þessi kynni mín þá get ég ekki annað en borið gríðarlega djúpa virðingu fyrir leikskólastarfsmönnum. Þrátt fyrir að vinir mínir hafi oft átt erfitt með því að trúa mér þegar ég sagðist vera gjörsamlega búinn á því eftir vinnudaginn. Ég meina hvernig er hægt að verða þreyttur á því að lesa, púsla, lita og perla með litlum börnum. Sannleikurinn er einfaldlega svo fjarri lagi. Það er líka erfitt að útskýra fyrir þeim áreitið, hávaðann og álagið sem maður finnur fyrir á meðan á vinnutímanum stendur. En það er líka erfitt að útskýra þá hamingju sem maður finnur fyrir eftir að hafa talið sig hafa gert eitthvað sem skiptir miklu máli. Það er einstaklega gefandi starf. Ég hef líklega tekið þátt í að móta einstaklinga sem gætu orðið læknar, forsetar, stjórnmálamenn eða jafnvel kennarar. Við munum líklega þurfa fleiri af þeim. Því staðreyndin er sú að hvatning fyrir nýliðun er ekki mikil í formi launa í kennarastéttinni. Ástandið er t.d. gríðarlega alvarlegt í grunnskólum landsins, leikskólum landsins og í rauninni öllu menntakerfinu. Þótt mér finnist gaman að starfa á leikskóla hef ég mestar áhyggjur af laununum. Mér finnst fullt af öðrum hlutum skemmtilegir og áhugaverðir sem ég get starfað við og fengið hagstæðari laun. Ég veit að maður á ekki að hugsa mikið um peninga. En sem ungur einstaklingur er ég hræddur. Ég er hræddur um að geta ekki haldið uppi framtíðarfjölskyldu minni. Ég er hræddur um að ég geti ekki ferðast og gert skemmtilega hluti því ég er enn að borga af lánum. Ég er hræddur um að eiga ekkert í húsinu mínu eða íbúð. Svo þegar ég stóð frammi fyrir því að taka ákvörðun um nám þá fannst mér ekki spennandi að skuldbinda mig í fimm ára nám með öllu því sem gæti fylgt í formi námslána og öðrum kostnaði þegar launin eru svona lág. Þetta má einnig heimfæra yfir á grunnskóla- og framhaldsskólakennslu. Ekki fá þeir mikið betur borgað heldur. Ég tók því ákvörðun sem ég taldi henta mér best út frá áhugasviði og framtíðarhorfum mínum. Sú ákvörðun tengdist ekki kennaranámi. Þetta er það vandamál sem blasir við öllum kennarastéttum, meðalaldur kennara fer hækkandi og nýliðun í stéttinni er langt frá því að vera ásættanleg. Það eru alltaf einstaklingar sem ákveða að verða kennarar og þegar þeir mótmæla lágum launum er því alltaf skellt framan í þá að þeir hafi vitað út í hvað þeir væru að fara. Það er mjög stórt vandamál hvað það eru margir kennarar óánægðir með starf sitt vegna lágra launa. En það er grafalvarlegt hversu lítil nýliðun er í kennarastéttinni. Hversu margir menntaðir kennarar verða starfandi í menntastofnunum eftir 10 ár? Núverandi kennarar eru að flýja stéttina og það er lítil nýliðun. Því hvatinn fyrir að velja kennaranám er ekki mikill launalega séð. Lífshamingja fólks utan vinnutíma á svo gríðarlega stóran þátt í ánægju þess innan vinnutíma að það dugar ekki lengur að selja kennarastarfið upp á skemmtanagildi starfsins. Það þarf meira til, það þarf betri kjör. Auðvitað er fullt af öðrum störfum með laun sem eru ekki nægilega há miðað við það nám og vinnu sem liggur að baki. Það er efni í aðra pistla en er ekki hluti af þessum. Ég hef ekki reynslu af þeim störfum. Ég hef reynslu af þessu og get deilt henni. Ég vona að þetta veki fólk með vald til að breyta þessu til umhugsunar. Hver veit, það gæti verið að ég reyni að komast í stöðu til að breyta þessu, það borgar allavega betur.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar