Neytendasamtökin með þér úti í búð Teitur Atlason skrifar 20. október 2016 07:00 Um helgina verða kosningar í Neytendasamtökunum. Eftir þær mun kveða við nýjan tón því Jóhannes Gunnarsson hverfur úr eldlínu neytendamálanna og annar tekur við. Ég er í framboði til formanns og í þessari grein langar mig til að fara yfir áherslur mínar nái ég kjöri. Neytendasamtökin eiga að vera félagsskapur sem fer með þér út í búð. Þau eiga að vera með þér að raða í körfuna, standa við hliðina á þér í röðinni og fara með þér yfir merkingar og verðlag. Neytendasamtökin eiga að vera með þér í liði þegar þú ert í þínum daglegu verkum, að kaupa mjólk og brauð, bensín og keyra krakkana í tómstundir. Og þegar verðlag á nauðsynjavörum er allt of hátt eða merkingar á matnum í ruglinu (ekki sagt frá sykurinnihaldi eða eitthvað drullumall selt sem nautakjöt) þá eiga Neytendasamtökin að láta í sér heyra. Tala hátt og skýrt, og taka slaginn fyrir þig. Til þess að þetta sé svona þurfa Neytendasamtökin að halda fókus. Þau þurfa að einbeita sér að daglegum málefnum neytenda, að daglegum útgjöldum fjölskyldunnar. Og þau þurfa að gera eitt í einu en ekki dreifa kröftunum í allar áttir. Vissulega má segja að fjölmörg málefni varði neytendur og öll samfélagsmál séu neytendamál, því öll erum við neytendur. Þannig mætti færa rök fyrir því að umhverfismálin og heilbrigðismálin séu neytendamál, íslenska krónan og framtíð áliðnaðarins og staðsetning nýs spítala séu beint og óbeint neytendamál, og þess vegna eigi Neytendasamtökin að beina sjónum sínum að þeim. Ég er ekki sammála þessu. Vissulega eru hin almennu þjóðfélagsmál mikilvæg fyrir okkur öll. En til þess að Neytendasamtökin geti skipt máli og gegnt mikilvægu hlutverki fyrir okkur, þá þurfa þau að halda fókus. Það er ákveðin verkaskipting í samfélaginu okkar. Neytendasamtökin eru ekki stjórnmálaflokkur og þau eiga ekki að eyða öllum kröftum sínum í málefni sem varða almenna hagstjórn, kjarasamninga eða umhverfisstefnu. Við getum og eigum að hafa skoðun á þessum og öllum öðrum samfélagsmálum, en við verðum líka að passa okkur á því að allir séu að grufla í öllu, eins og afi minn sagði stundum.Trú upphaflegum tilgangi Mín skoðun er sú að Neytendasamtökin eigi að vera trú hinum upphaflega tilgangi sínum, þ.e. að passa upp á verðlag í landinu, berjast fyrir bættum rétti neytenda og stuðla að betri vörumerkingum og ryðja fram rás fyrir samkeppni þar sem fákeppni ríkir. Í gegnum þetta grundvallarstarf getum við haft jákvæð áhrif á líf venjulegs fólks og fjölskyldna í landinu. Það er sannarlega af nógu að taka. Upplýstur neytandi er upplýstur borgari og þessir tveir eru byggingarefni allra almennilegra samfélaga. Við eigum að sjálfsögðu að álykta um dýravernd, hagstjórn, heilbrigðismál, eða staðsetningu nýs spítala, en þetta ættu ekki að vera kjarnamál Neytendasamtakanna. Tæknibylting snjallsímanna opnar fyrir okkur ótrúleg tækifæri. Upplýsingar um vöru er hægt að kalla fram með strikamerkjaskanna sem eru í öllum snjallsímum. Styrkur Neytendasamtakanna mun samt aldrei liggja í appi eða í gagnvirkri vefsíðu. Hann liggur í samstöðu hinna mörgu og einbeittum vilja til að knýja fram hið rétta. Vettvangur Neytendasamtakanna er ekki fyrir framan skjáinn heldur fyrir framan afgreiðsluborðið. Ég tel það eðlilegan þátt í vinnuskyldu formanns Neytendasamtakanna að vera sýnilegur á vettvangi okkar daglegu viðskipta. Hann ætti að kíkja við í Bónus. Rölta um í Krónunni. Hann á að mæta í tryggingafélagið og krefjast útskýringa á undarlegri hækkun milli mánaða. Hann á að skoða, kanna, spyrja, sýna sig, vera til staðar, láta í sér heyra, spjalla við fólk og spyrna við fæti þegar þurfa þykir. Neytendasamtökin þurfa að finna til máttar síns og vera tilbúin að taka slagina þegar þeir koma. Í þeirri viðleitni eigum við að vera reiðubúin að ganga eins langt og þurfa þykir. Gerum eitt í einu. Fókuserum á aðalatriðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um helgina verða kosningar í Neytendasamtökunum. Eftir þær mun kveða við nýjan tón því Jóhannes Gunnarsson hverfur úr eldlínu neytendamálanna og annar tekur við. Ég er í framboði til formanns og í þessari grein langar mig til að fara yfir áherslur mínar nái ég kjöri. Neytendasamtökin eiga að vera félagsskapur sem fer með þér út í búð. Þau eiga að vera með þér að raða í körfuna, standa við hliðina á þér í röðinni og fara með þér yfir merkingar og verðlag. Neytendasamtökin eiga að vera með þér í liði þegar þú ert í þínum daglegu verkum, að kaupa mjólk og brauð, bensín og keyra krakkana í tómstundir. Og þegar verðlag á nauðsynjavörum er allt of hátt eða merkingar á matnum í ruglinu (ekki sagt frá sykurinnihaldi eða eitthvað drullumall selt sem nautakjöt) þá eiga Neytendasamtökin að láta í sér heyra. Tala hátt og skýrt, og taka slaginn fyrir þig. Til þess að þetta sé svona þurfa Neytendasamtökin að halda fókus. Þau þurfa að einbeita sér að daglegum málefnum neytenda, að daglegum útgjöldum fjölskyldunnar. Og þau þurfa að gera eitt í einu en ekki dreifa kröftunum í allar áttir. Vissulega má segja að fjölmörg málefni varði neytendur og öll samfélagsmál séu neytendamál, því öll erum við neytendur. Þannig mætti færa rök fyrir því að umhverfismálin og heilbrigðismálin séu neytendamál, íslenska krónan og framtíð áliðnaðarins og staðsetning nýs spítala séu beint og óbeint neytendamál, og þess vegna eigi Neytendasamtökin að beina sjónum sínum að þeim. Ég er ekki sammála þessu. Vissulega eru hin almennu þjóðfélagsmál mikilvæg fyrir okkur öll. En til þess að Neytendasamtökin geti skipt máli og gegnt mikilvægu hlutverki fyrir okkur, þá þurfa þau að halda fókus. Það er ákveðin verkaskipting í samfélaginu okkar. Neytendasamtökin eru ekki stjórnmálaflokkur og þau eiga ekki að eyða öllum kröftum sínum í málefni sem varða almenna hagstjórn, kjarasamninga eða umhverfisstefnu. Við getum og eigum að hafa skoðun á þessum og öllum öðrum samfélagsmálum, en við verðum líka að passa okkur á því að allir séu að grufla í öllu, eins og afi minn sagði stundum.Trú upphaflegum tilgangi Mín skoðun er sú að Neytendasamtökin eigi að vera trú hinum upphaflega tilgangi sínum, þ.e. að passa upp á verðlag í landinu, berjast fyrir bættum rétti neytenda og stuðla að betri vörumerkingum og ryðja fram rás fyrir samkeppni þar sem fákeppni ríkir. Í gegnum þetta grundvallarstarf getum við haft jákvæð áhrif á líf venjulegs fólks og fjölskyldna í landinu. Það er sannarlega af nógu að taka. Upplýstur neytandi er upplýstur borgari og þessir tveir eru byggingarefni allra almennilegra samfélaga. Við eigum að sjálfsögðu að álykta um dýravernd, hagstjórn, heilbrigðismál, eða staðsetningu nýs spítala, en þetta ættu ekki að vera kjarnamál Neytendasamtakanna. Tæknibylting snjallsímanna opnar fyrir okkur ótrúleg tækifæri. Upplýsingar um vöru er hægt að kalla fram með strikamerkjaskanna sem eru í öllum snjallsímum. Styrkur Neytendasamtakanna mun samt aldrei liggja í appi eða í gagnvirkri vefsíðu. Hann liggur í samstöðu hinna mörgu og einbeittum vilja til að knýja fram hið rétta. Vettvangur Neytendasamtakanna er ekki fyrir framan skjáinn heldur fyrir framan afgreiðsluborðið. Ég tel það eðlilegan þátt í vinnuskyldu formanns Neytendasamtakanna að vera sýnilegur á vettvangi okkar daglegu viðskipta. Hann ætti að kíkja við í Bónus. Rölta um í Krónunni. Hann á að mæta í tryggingafélagið og krefjast útskýringa á undarlegri hækkun milli mánaða. Hann á að skoða, kanna, spyrja, sýna sig, vera til staðar, láta í sér heyra, spjalla við fólk og spyrna við fæti þegar þurfa þykir. Neytendasamtökin þurfa að finna til máttar síns og vera tilbúin að taka slagina þegar þeir koma. Í þeirri viðleitni eigum við að vera reiðubúin að ganga eins langt og þurfa þykir. Gerum eitt í einu. Fókuserum á aðalatriðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar