Fjölbreyttur iðnaður í sátt við umhverfið Bryndís Skúladóttir skrifar 20. október 2016 00:00 Loftslagið hlýnar og betri umgengni við umhverfið eru verkefni sem við verðum að takast á hendur. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki, tilbúinn með lausnir og hugmyndir. Fyrirtækin í landinu eru í lykilstöðu til að bæta nýtingu auðlinda og minnka sóun með því að leggja metnað í að starfa í sem mestri sátt við umhverfi og samfélag. Atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar sem hjálpa til við að ná markmiðum okkar. Ísland hefur fullgilt Parísarsamninginn og áætlar í samstarfi við ESB og Noreg að ná fram 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Hringrásarhagkerfið miðar að því að minnka sóun auðlinda og sett eru markmið um að færa efni í hringrás endurvinnslu í auknum mæli. Umhverfis- og loftslagsmál eru þverfagleg verkefni sem krefjast samvinnu fjölda aðila úr ólíkum áttum, jafnvel aðila sem ekki vinna annars saman. Með því að styrkja uppbyggingu fyrirtækja á þessu sviði er hægt að leggja stoðir undir sterka atvinnugrein sem fylgir grænni tækni. Breytingum fylgja ávallt ný tækifæri. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og Ísland getur gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Okkar forskot liggur í fjölbreyttum iðnaði sem byggst hefur upp vegna góðs aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það er mikilvægt að atvinnulífið verði virkjað enn frekar til að Ísland nái markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum. Stjórnvöld þurfa að vinna náið með atvinnulífinu að því að ná settum markmiðum. Orku- og umhverfismál skipta iðnaðinn í landinu miklu máli. Við viljum að þau stjórnvöld sem taka við að loknum þingkosningum virki hugvit og þekkingu fyrirtækja og einstaklinga til að að auka endurvinnslu úrgangsefna og vinna að nýtingu endurnýjanlegrar orku í samgöngum og skipum. Það er hagur okkar allra að umhverfismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Loftslagið hlýnar og betri umgengni við umhverfið eru verkefni sem við verðum að takast á hendur. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki, tilbúinn með lausnir og hugmyndir. Fyrirtækin í landinu eru í lykilstöðu til að bæta nýtingu auðlinda og minnka sóun með því að leggja metnað í að starfa í sem mestri sátt við umhverfi og samfélag. Atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar sem hjálpa til við að ná markmiðum okkar. Ísland hefur fullgilt Parísarsamninginn og áætlar í samstarfi við ESB og Noreg að ná fram 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Hringrásarhagkerfið miðar að því að minnka sóun auðlinda og sett eru markmið um að færa efni í hringrás endurvinnslu í auknum mæli. Umhverfis- og loftslagsmál eru þverfagleg verkefni sem krefjast samvinnu fjölda aðila úr ólíkum áttum, jafnvel aðila sem ekki vinna annars saman. Með því að styrkja uppbyggingu fyrirtækja á þessu sviði er hægt að leggja stoðir undir sterka atvinnugrein sem fylgir grænni tækni. Breytingum fylgja ávallt ný tækifæri. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og Ísland getur gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Okkar forskot liggur í fjölbreyttum iðnaði sem byggst hefur upp vegna góðs aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það er mikilvægt að atvinnulífið verði virkjað enn frekar til að Ísland nái markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum. Stjórnvöld þurfa að vinna náið með atvinnulífinu að því að ná settum markmiðum. Orku- og umhverfismál skipta iðnaðinn í landinu miklu máli. Við viljum að þau stjórnvöld sem taka við að loknum þingkosningum virki hugvit og þekkingu fyrirtækja og einstaklinga til að að auka endurvinnslu úrgangsefna og vinna að nýtingu endurnýjanlegrar orku í samgöngum og skipum. Það er hagur okkar allra að umhverfismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar