Konur af erlendum uppruna á Íslandi: Menntun, atvinnumöguleikar og félagsleg þátttaka Anna Katarzyna Wozniczka skrifar 20. október 2016 12:27 Konur sem eru erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru nú tæplega 12 þúsund samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þetta þýðir 12 þúsund einstaklingar 12 þúsund einstakar sögur. En hverjar eru þessar konur? Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland) sem vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins hafa kynnt fyrstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sínar á Jafnréttisdögum Háskóla Íslands nú á dögunum. Markmið rannsóknarinnar sem hófst snemma í vor á þessu ári var að kortleggja stöðu kvenna sem eru skráðar í facebook grúppu eða/og á póstlista Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Samtökin vildu vita meira um hverjar þessar konur eru, af hverju verða þær félagar í W.O.M.E.N. og hverjar eru þarfir og væntingar þeirra. Ennfremur var markmiðið að finna út hverjar þessa kvenna taka síst þátt í verkefnum eða leita sér þjónustu Samtakanna. Fyrstu niðurstöður eru mjög athyglisverðar og benda meðal annars til þess að konur af erlendum uppruna hafa mikinn áhuga á að taka þátt í umræðum um samfélag og stjórnmál og ýmsum viðburðum, sem er ólíkt því sem margir halda. Það þarf hins vegar að hafa í huga að ýmislegt gæti staðið í vegi fyrir því að erlendar konur séu virkar, en tungumálið virðist ekki vera helsta hindrun fyrir margar þeirra, heldur tímaskortur, fjarlægð viðburða eða upplýsingaleysi. Einnig hefur skortur á tengslaneti áhrif. Yfir 60% svarenda eru með barn á heimilinu og um 10% þeirra eru einstæðar mæður, en ólíkt við margar íslenskar konur, geta þær ekki fengið barnapössun hjá ömmu eða afa eins auðveldlega. Sú þjónusta sem svarendur telja vera mjög mikilvæga og sem mætti betrumbæta, ekki einungis í Samtökum heldur almennt, er fagleg ráðgjöf í sambandi við heilbrigðiskerfið og lögfræðiaðstoð. Annað sem hefur verið í umræðu um árabil og sem þessi könnun staðfestir er að 20% svarenda geta ekki nýtt menntun sína og hæfni í núverandi starfi og 35% þeirra geta gert það einungis að hluta til. Ber skal hafa í huga að yfir 75% svarenda eru með háskólagráðu. Það er því áhyggjuefni sem þarf að bregðast við samstarfi við erlendar konur og fulltrúa stéttarfélaga, ríkisstjórnarinnar, ráðningafyrirtækja, atvinnurekenda, menntastofnana og annara. Meðal svarenda var einungis ein kona yfir sextug, þó að við vitum af fleiri eldri konum sem voru eða eru þáttakendur í starfsemi Samtakana. Samt sem áður, á þessi aldurshópur til að gleymast í umræðunni. Við þurfum að gera betur og tryggja að eldri konur af erlendum uppruna hafi aðgang að upplýsingum um þjónustu sem stendur þeim til boða og að hægt sé að koma til móts við þarfir þeirra. Lokaniðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í skýrslu sem aðgengileg verður á vefsíðu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (www.womeniniceland.is) í vetur 2016/2017. En þangað til, hugsum aðeins.um þessar 12 þúsund sögur. Lítum í kringum okkur. Við þekkjum örugglega að minsta kosti eina þeirra. Hvað getum við lært af þeim öllum? Hvað getum við gert betur?Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Konur sem eru erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru nú tæplega 12 þúsund samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þetta þýðir 12 þúsund einstaklingar 12 þúsund einstakar sögur. En hverjar eru þessar konur? Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland) sem vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins hafa kynnt fyrstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sínar á Jafnréttisdögum Háskóla Íslands nú á dögunum. Markmið rannsóknarinnar sem hófst snemma í vor á þessu ári var að kortleggja stöðu kvenna sem eru skráðar í facebook grúppu eða/og á póstlista Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Samtökin vildu vita meira um hverjar þessar konur eru, af hverju verða þær félagar í W.O.M.E.N. og hverjar eru þarfir og væntingar þeirra. Ennfremur var markmiðið að finna út hverjar þessa kvenna taka síst þátt í verkefnum eða leita sér þjónustu Samtakanna. Fyrstu niðurstöður eru mjög athyglisverðar og benda meðal annars til þess að konur af erlendum uppruna hafa mikinn áhuga á að taka þátt í umræðum um samfélag og stjórnmál og ýmsum viðburðum, sem er ólíkt því sem margir halda. Það þarf hins vegar að hafa í huga að ýmislegt gæti staðið í vegi fyrir því að erlendar konur séu virkar, en tungumálið virðist ekki vera helsta hindrun fyrir margar þeirra, heldur tímaskortur, fjarlægð viðburða eða upplýsingaleysi. Einnig hefur skortur á tengslaneti áhrif. Yfir 60% svarenda eru með barn á heimilinu og um 10% þeirra eru einstæðar mæður, en ólíkt við margar íslenskar konur, geta þær ekki fengið barnapössun hjá ömmu eða afa eins auðveldlega. Sú þjónusta sem svarendur telja vera mjög mikilvæga og sem mætti betrumbæta, ekki einungis í Samtökum heldur almennt, er fagleg ráðgjöf í sambandi við heilbrigðiskerfið og lögfræðiaðstoð. Annað sem hefur verið í umræðu um árabil og sem þessi könnun staðfestir er að 20% svarenda geta ekki nýtt menntun sína og hæfni í núverandi starfi og 35% þeirra geta gert það einungis að hluta til. Ber skal hafa í huga að yfir 75% svarenda eru með háskólagráðu. Það er því áhyggjuefni sem þarf að bregðast við samstarfi við erlendar konur og fulltrúa stéttarfélaga, ríkisstjórnarinnar, ráðningafyrirtækja, atvinnurekenda, menntastofnana og annara. Meðal svarenda var einungis ein kona yfir sextug, þó að við vitum af fleiri eldri konum sem voru eða eru þáttakendur í starfsemi Samtakana. Samt sem áður, á þessi aldurshópur til að gleymast í umræðunni. Við þurfum að gera betur og tryggja að eldri konur af erlendum uppruna hafi aðgang að upplýsingum um þjónustu sem stendur þeim til boða og að hægt sé að koma til móts við þarfir þeirra. Lokaniðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í skýrslu sem aðgengileg verður á vefsíðu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (www.womeniniceland.is) í vetur 2016/2017. En þangað til, hugsum aðeins.um þessar 12 þúsund sögur. Lítum í kringum okkur. Við þekkjum örugglega að minsta kosti eina þeirra. Hvað getum við lært af þeim öllum? Hvað getum við gert betur?Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar