Konur af erlendum uppruna á Íslandi: Menntun, atvinnumöguleikar og félagsleg þátttaka Anna Katarzyna Wozniczka skrifar 20. október 2016 12:27 Konur sem eru erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru nú tæplega 12 þúsund samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þetta þýðir 12 þúsund einstaklingar 12 þúsund einstakar sögur. En hverjar eru þessar konur? Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland) sem vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins hafa kynnt fyrstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sínar á Jafnréttisdögum Háskóla Íslands nú á dögunum. Markmið rannsóknarinnar sem hófst snemma í vor á þessu ári var að kortleggja stöðu kvenna sem eru skráðar í facebook grúppu eða/og á póstlista Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Samtökin vildu vita meira um hverjar þessar konur eru, af hverju verða þær félagar í W.O.M.E.N. og hverjar eru þarfir og væntingar þeirra. Ennfremur var markmiðið að finna út hverjar þessa kvenna taka síst þátt í verkefnum eða leita sér þjónustu Samtakanna. Fyrstu niðurstöður eru mjög athyglisverðar og benda meðal annars til þess að konur af erlendum uppruna hafa mikinn áhuga á að taka þátt í umræðum um samfélag og stjórnmál og ýmsum viðburðum, sem er ólíkt því sem margir halda. Það þarf hins vegar að hafa í huga að ýmislegt gæti staðið í vegi fyrir því að erlendar konur séu virkar, en tungumálið virðist ekki vera helsta hindrun fyrir margar þeirra, heldur tímaskortur, fjarlægð viðburða eða upplýsingaleysi. Einnig hefur skortur á tengslaneti áhrif. Yfir 60% svarenda eru með barn á heimilinu og um 10% þeirra eru einstæðar mæður, en ólíkt við margar íslenskar konur, geta þær ekki fengið barnapössun hjá ömmu eða afa eins auðveldlega. Sú þjónusta sem svarendur telja vera mjög mikilvæga og sem mætti betrumbæta, ekki einungis í Samtökum heldur almennt, er fagleg ráðgjöf í sambandi við heilbrigðiskerfið og lögfræðiaðstoð. Annað sem hefur verið í umræðu um árabil og sem þessi könnun staðfestir er að 20% svarenda geta ekki nýtt menntun sína og hæfni í núverandi starfi og 35% þeirra geta gert það einungis að hluta til. Ber skal hafa í huga að yfir 75% svarenda eru með háskólagráðu. Það er því áhyggjuefni sem þarf að bregðast við samstarfi við erlendar konur og fulltrúa stéttarfélaga, ríkisstjórnarinnar, ráðningafyrirtækja, atvinnurekenda, menntastofnana og annara. Meðal svarenda var einungis ein kona yfir sextug, þó að við vitum af fleiri eldri konum sem voru eða eru þáttakendur í starfsemi Samtakana. Samt sem áður, á þessi aldurshópur til að gleymast í umræðunni. Við þurfum að gera betur og tryggja að eldri konur af erlendum uppruna hafi aðgang að upplýsingum um þjónustu sem stendur þeim til boða og að hægt sé að koma til móts við þarfir þeirra. Lokaniðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í skýrslu sem aðgengileg verður á vefsíðu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (www.womeniniceland.is) í vetur 2016/2017. En þangað til, hugsum aðeins.um þessar 12 þúsund sögur. Lítum í kringum okkur. Við þekkjum örugglega að minsta kosti eina þeirra. Hvað getum við lært af þeim öllum? Hvað getum við gert betur?Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Konur sem eru erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru nú tæplega 12 þúsund samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þetta þýðir 12 þúsund einstaklingar 12 þúsund einstakar sögur. En hverjar eru þessar konur? Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland) sem vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins hafa kynnt fyrstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sínar á Jafnréttisdögum Háskóla Íslands nú á dögunum. Markmið rannsóknarinnar sem hófst snemma í vor á þessu ári var að kortleggja stöðu kvenna sem eru skráðar í facebook grúppu eða/og á póstlista Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Samtökin vildu vita meira um hverjar þessar konur eru, af hverju verða þær félagar í W.O.M.E.N. og hverjar eru þarfir og væntingar þeirra. Ennfremur var markmiðið að finna út hverjar þessa kvenna taka síst þátt í verkefnum eða leita sér þjónustu Samtakanna. Fyrstu niðurstöður eru mjög athyglisverðar og benda meðal annars til þess að konur af erlendum uppruna hafa mikinn áhuga á að taka þátt í umræðum um samfélag og stjórnmál og ýmsum viðburðum, sem er ólíkt því sem margir halda. Það þarf hins vegar að hafa í huga að ýmislegt gæti staðið í vegi fyrir því að erlendar konur séu virkar, en tungumálið virðist ekki vera helsta hindrun fyrir margar þeirra, heldur tímaskortur, fjarlægð viðburða eða upplýsingaleysi. Einnig hefur skortur á tengslaneti áhrif. Yfir 60% svarenda eru með barn á heimilinu og um 10% þeirra eru einstæðar mæður, en ólíkt við margar íslenskar konur, geta þær ekki fengið barnapössun hjá ömmu eða afa eins auðveldlega. Sú þjónusta sem svarendur telja vera mjög mikilvæga og sem mætti betrumbæta, ekki einungis í Samtökum heldur almennt, er fagleg ráðgjöf í sambandi við heilbrigðiskerfið og lögfræðiaðstoð. Annað sem hefur verið í umræðu um árabil og sem þessi könnun staðfestir er að 20% svarenda geta ekki nýtt menntun sína og hæfni í núverandi starfi og 35% þeirra geta gert það einungis að hluta til. Ber skal hafa í huga að yfir 75% svarenda eru með háskólagráðu. Það er því áhyggjuefni sem þarf að bregðast við samstarfi við erlendar konur og fulltrúa stéttarfélaga, ríkisstjórnarinnar, ráðningafyrirtækja, atvinnurekenda, menntastofnana og annara. Meðal svarenda var einungis ein kona yfir sextug, þó að við vitum af fleiri eldri konum sem voru eða eru þáttakendur í starfsemi Samtakana. Samt sem áður, á þessi aldurshópur til að gleymast í umræðunni. Við þurfum að gera betur og tryggja að eldri konur af erlendum uppruna hafi aðgang að upplýsingum um þjónustu sem stendur þeim til boða og að hægt sé að koma til móts við þarfir þeirra. Lokaniðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í skýrslu sem aðgengileg verður á vefsíðu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (www.womeniniceland.is) í vetur 2016/2017. En þangað til, hugsum aðeins.um þessar 12 þúsund sögur. Lítum í kringum okkur. Við þekkjum örugglega að minsta kosti eina þeirra. Hvað getum við lært af þeim öllum? Hvað getum við gert betur?Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar