Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 20. október 2016 18:30 Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. Spá Alþýðusambandsins, sem nær til næstu tveggja ára, var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag. Spáin er frekar bjartsýn varðandi efnahagsþróun en gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði 4,7 prósent í ár, 5,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2018. Þá er því einnig spáð að verðbólgan verði lág, atvinnuleysi lítið og að krónan haldi áfram að styrkjast. Aðstæður á húsnæðismarkaði valdi þó áhyggjum og þá sé nauðsynlegt að tryggja efnahags- og félagslegan stöðugleika. „Staðan er býsna góð og horfurnar góðar til næstu ára samkvæmt þessari spá okkar. Við horfum fram á ágætis hagvöxt næstu árin sem byggir á áframhaldandi velgengni í ferðaþjónustunni og aukinni innlendri eftirspurn,“ segir Henný Hinz hagfræðingur ASÍ. Hagfræðingar ASÍ telja þó margt benda til þess að ójöfnuður hér á landi sé að aukast. Ójöfnuður fór vaxandi á árunum fyrir hrun og var mestur árið 2008. Síðan þá fór hann minnkandi en hefur aukist á ný á undanförnum þremur árum. Í dag fá ríkustu 20 prósentin nærri helming allra ráðstöfunartekna og efnamestu 10 prósentin eiga um tvo þriðju af öllum eignum landsins. Þá bendi margt til þess að skattbyrði millitekjuhópa sé að aukast en fari hins vegar minnkandi hjá tekjuhæsta hópnum. Skattkerfisbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili hafi einkum miðað að því að lækka skatta á tekjuhærri heimili og eignafólki og er vísað í afnám auðlegðarskatts og lækkun veiðigjaldi í því samhengi í spá ASÍ. Þá segir ennfremur að skuldaleiðréttingin svokallaða hafi fallið tekjuhærri heimilum i skaut í mun meira mæli en þeim tekjulægri. Henný segir þetta minna á þá þróun sem átti sér stað á árunum fyrir hrun. „Því miður sjáum við vísbendingar um það í nýlegum gögnum að okkur hafi ekki gengið nógu vel að dreifa velsældinni til allra. Það eru teikn um að ójöfnuðu hér fari vaxandi á ný og að hagur þeirra tekjuhæstu hafi batnað umfram aðra hópa,“ segir Henný. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. Spá Alþýðusambandsins, sem nær til næstu tveggja ára, var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag. Spáin er frekar bjartsýn varðandi efnahagsþróun en gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði 4,7 prósent í ár, 5,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2018. Þá er því einnig spáð að verðbólgan verði lág, atvinnuleysi lítið og að krónan haldi áfram að styrkjast. Aðstæður á húsnæðismarkaði valdi þó áhyggjum og þá sé nauðsynlegt að tryggja efnahags- og félagslegan stöðugleika. „Staðan er býsna góð og horfurnar góðar til næstu ára samkvæmt þessari spá okkar. Við horfum fram á ágætis hagvöxt næstu árin sem byggir á áframhaldandi velgengni í ferðaþjónustunni og aukinni innlendri eftirspurn,“ segir Henný Hinz hagfræðingur ASÍ. Hagfræðingar ASÍ telja þó margt benda til þess að ójöfnuður hér á landi sé að aukast. Ójöfnuður fór vaxandi á árunum fyrir hrun og var mestur árið 2008. Síðan þá fór hann minnkandi en hefur aukist á ný á undanförnum þremur árum. Í dag fá ríkustu 20 prósentin nærri helming allra ráðstöfunartekna og efnamestu 10 prósentin eiga um tvo þriðju af öllum eignum landsins. Þá bendi margt til þess að skattbyrði millitekjuhópa sé að aukast en fari hins vegar minnkandi hjá tekjuhæsta hópnum. Skattkerfisbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili hafi einkum miðað að því að lækka skatta á tekjuhærri heimili og eignafólki og er vísað í afnám auðlegðarskatts og lækkun veiðigjaldi í því samhengi í spá ASÍ. Þá segir ennfremur að skuldaleiðréttingin svokallaða hafi fallið tekjuhærri heimilum i skaut í mun meira mæli en þeim tekjulægri. Henný segir þetta minna á þá þróun sem átti sér stað á árunum fyrir hrun. „Því miður sjáum við vísbendingar um það í nýlegum gögnum að okkur hafi ekki gengið nógu vel að dreifa velsældinni til allra. Það eru teikn um að ójöfnuðu hér fari vaxandi á ný og að hagur þeirra tekjuhæstu hafi batnað umfram aðra hópa,“ segir Henný.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent