Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 20. október 2016 18:30 Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. Spá Alþýðusambandsins, sem nær til næstu tveggja ára, var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag. Spáin er frekar bjartsýn varðandi efnahagsþróun en gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði 4,7 prósent í ár, 5,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2018. Þá er því einnig spáð að verðbólgan verði lág, atvinnuleysi lítið og að krónan haldi áfram að styrkjast. Aðstæður á húsnæðismarkaði valdi þó áhyggjum og þá sé nauðsynlegt að tryggja efnahags- og félagslegan stöðugleika. „Staðan er býsna góð og horfurnar góðar til næstu ára samkvæmt þessari spá okkar. Við horfum fram á ágætis hagvöxt næstu árin sem byggir á áframhaldandi velgengni í ferðaþjónustunni og aukinni innlendri eftirspurn,“ segir Henný Hinz hagfræðingur ASÍ. Hagfræðingar ASÍ telja þó margt benda til þess að ójöfnuður hér á landi sé að aukast. Ójöfnuður fór vaxandi á árunum fyrir hrun og var mestur árið 2008. Síðan þá fór hann minnkandi en hefur aukist á ný á undanförnum þremur árum. Í dag fá ríkustu 20 prósentin nærri helming allra ráðstöfunartekna og efnamestu 10 prósentin eiga um tvo þriðju af öllum eignum landsins. Þá bendi margt til þess að skattbyrði millitekjuhópa sé að aukast en fari hins vegar minnkandi hjá tekjuhæsta hópnum. Skattkerfisbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili hafi einkum miðað að því að lækka skatta á tekjuhærri heimili og eignafólki og er vísað í afnám auðlegðarskatts og lækkun veiðigjaldi í því samhengi í spá ASÍ. Þá segir ennfremur að skuldaleiðréttingin svokallaða hafi fallið tekjuhærri heimilum i skaut í mun meira mæli en þeim tekjulægri. Henný segir þetta minna á þá þróun sem átti sér stað á árunum fyrir hrun. „Því miður sjáum við vísbendingar um það í nýlegum gögnum að okkur hafi ekki gengið nógu vel að dreifa velsældinni til allra. Það eru teikn um að ójöfnuðu hér fari vaxandi á ný og að hagur þeirra tekjuhæstu hafi batnað umfram aðra hópa,“ segir Henný. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Sjá meira
Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. Spá Alþýðusambandsins, sem nær til næstu tveggja ára, var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag. Spáin er frekar bjartsýn varðandi efnahagsþróun en gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði 4,7 prósent í ár, 5,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2018. Þá er því einnig spáð að verðbólgan verði lág, atvinnuleysi lítið og að krónan haldi áfram að styrkjast. Aðstæður á húsnæðismarkaði valdi þó áhyggjum og þá sé nauðsynlegt að tryggja efnahags- og félagslegan stöðugleika. „Staðan er býsna góð og horfurnar góðar til næstu ára samkvæmt þessari spá okkar. Við horfum fram á ágætis hagvöxt næstu árin sem byggir á áframhaldandi velgengni í ferðaþjónustunni og aukinni innlendri eftirspurn,“ segir Henný Hinz hagfræðingur ASÍ. Hagfræðingar ASÍ telja þó margt benda til þess að ójöfnuður hér á landi sé að aukast. Ójöfnuður fór vaxandi á árunum fyrir hrun og var mestur árið 2008. Síðan þá fór hann minnkandi en hefur aukist á ný á undanförnum þremur árum. Í dag fá ríkustu 20 prósentin nærri helming allra ráðstöfunartekna og efnamestu 10 prósentin eiga um tvo þriðju af öllum eignum landsins. Þá bendi margt til þess að skattbyrði millitekjuhópa sé að aukast en fari hins vegar minnkandi hjá tekjuhæsta hópnum. Skattkerfisbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili hafi einkum miðað að því að lækka skatta á tekjuhærri heimili og eignafólki og er vísað í afnám auðlegðarskatts og lækkun veiðigjaldi í því samhengi í spá ASÍ. Þá segir ennfremur að skuldaleiðréttingin svokallaða hafi fallið tekjuhærri heimilum i skaut í mun meira mæli en þeim tekjulægri. Henný segir þetta minna á þá þróun sem átti sér stað á árunum fyrir hrun. „Því miður sjáum við vísbendingar um það í nýlegum gögnum að okkur hafi ekki gengið nógu vel að dreifa velsældinni til allra. Það eru teikn um að ójöfnuðu hér fari vaxandi á ný og að hagur þeirra tekjuhæstu hafi batnað umfram aðra hópa,“ segir Henný.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Sjá meira