Hættum að vinna launalaust Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 21. október 2016 07:00 Enn á ný er boðað til aðgerða 24. október – á kvennafrídeginum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það eru kosningar eftir nokkra daga og því kjörið að koma skýrum skilaboðum til stjórnmálaflokkanna. Vart þarf að minna á að það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru í fyrsta sinn hvattar til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Sú mikla aðgerð varð pólskum konum nýlega hvatning til að rísa upp gegn gerræði feðraveldisins í Póllandi og fóru þær með sigur af hólmi, í það minnsta um sinn.Vandinn á vinnumarkaði Mikið vatn er til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snérust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum, valda- og áhrifaleysi og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú 41 ári síðar er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er fyrst og fremst barátta kvennahreyfinga. Hún hefur meðal annars skilað stórauknum hlut kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikilli menntun og jöfnu aðgengi kvenna og karla að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Þrátt fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum er enn mikið verk að vinna.Verkefnin eru mörg Það þarf að útrýma kynbundnum launamun ekki síðar en STRAX og leiðrétta valdamisvægið í atvinnulífinu. Laun kvenna eru að meðaltali 70,3% af launum karla. Það segir okkur mikið um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þegar búið er að greina þennan mun sýna kannanir VR að konur eru launalausar 36 daga á ári. Störf kvenna, ekki síst þeirra sem vinna við hin mikilvægu umönnunar- og uppeldisstörf, eru stórlega vanmetin. Konur sem vinna í þjónustustörfum verða iðulega fyrir grófri kynferðislegri áreitni. Misréttið blasir alls staðar við. Það þarf að fá fyrirtæki og stofnanir til að taka á launamálum, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og kynferðislegri áreitni innan sinna veggja. Skilningur og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi sem og sveitarfélögin.Látum í okkur heyra Og verkefnin eru fleiri. Endurreisa þarf fæðingarorlofið, jafna skiptingu heimilisstarfa og meta ólaunaða vinnu, vinna gegn kynskiptu náms- og starfsvali og breyta heftandi staðalmyndum kynjanna. Átaks er þörf gegn kynbundnu ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Aðgerðir gegn hatursorðræðu og hefndarklámi þurfa að koma til. Setja þarf kynjakvóta í Hæstarétt og breyta meðferð ofbeldismála. Síðast en ekki síst verðum við að koma á friði. Styrjaldir og átök sem og flótti undan versnandi lífskjörum af völdum loftslagsbreytinga spilla fyrir allri mannréttinda- og réttlætisbaráttu. Sótt er að réttindum kvenna víða um heim, nú síðast í Póllandi og kvenfyrirlitning í pólitískum umræðum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum vekur hneykslun. Um leið og ég hvet konur og karla um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum, skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna meira lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag, framtíðina, bætt lífsgæði og frelsi einstaklinganna til að velja sér lífsfarveg.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er boðað til aðgerða 24. október – á kvennafrídeginum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það eru kosningar eftir nokkra daga og því kjörið að koma skýrum skilaboðum til stjórnmálaflokkanna. Vart þarf að minna á að það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru í fyrsta sinn hvattar til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Sú mikla aðgerð varð pólskum konum nýlega hvatning til að rísa upp gegn gerræði feðraveldisins í Póllandi og fóru þær með sigur af hólmi, í það minnsta um sinn.Vandinn á vinnumarkaði Mikið vatn er til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snérust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum, valda- og áhrifaleysi og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú 41 ári síðar er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er fyrst og fremst barátta kvennahreyfinga. Hún hefur meðal annars skilað stórauknum hlut kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikilli menntun og jöfnu aðgengi kvenna og karla að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Þrátt fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum er enn mikið verk að vinna.Verkefnin eru mörg Það þarf að útrýma kynbundnum launamun ekki síðar en STRAX og leiðrétta valdamisvægið í atvinnulífinu. Laun kvenna eru að meðaltali 70,3% af launum karla. Það segir okkur mikið um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þegar búið er að greina þennan mun sýna kannanir VR að konur eru launalausar 36 daga á ári. Störf kvenna, ekki síst þeirra sem vinna við hin mikilvægu umönnunar- og uppeldisstörf, eru stórlega vanmetin. Konur sem vinna í þjónustustörfum verða iðulega fyrir grófri kynferðislegri áreitni. Misréttið blasir alls staðar við. Það þarf að fá fyrirtæki og stofnanir til að taka á launamálum, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og kynferðislegri áreitni innan sinna veggja. Skilningur og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi sem og sveitarfélögin.Látum í okkur heyra Og verkefnin eru fleiri. Endurreisa þarf fæðingarorlofið, jafna skiptingu heimilisstarfa og meta ólaunaða vinnu, vinna gegn kynskiptu náms- og starfsvali og breyta heftandi staðalmyndum kynjanna. Átaks er þörf gegn kynbundnu ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Aðgerðir gegn hatursorðræðu og hefndarklámi þurfa að koma til. Setja þarf kynjakvóta í Hæstarétt og breyta meðferð ofbeldismála. Síðast en ekki síst verðum við að koma á friði. Styrjaldir og átök sem og flótti undan versnandi lífskjörum af völdum loftslagsbreytinga spilla fyrir allri mannréttinda- og réttlætisbaráttu. Sótt er að réttindum kvenna víða um heim, nú síðast í Póllandi og kvenfyrirlitning í pólitískum umræðum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum vekur hneykslun. Um leið og ég hvet konur og karla um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum, skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna meira lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag, framtíðina, bætt lífsgæði og frelsi einstaklinganna til að velja sér lífsfarveg.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun