Hættum að vinna launalaust Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 21. október 2016 07:00 Enn á ný er boðað til aðgerða 24. október – á kvennafrídeginum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það eru kosningar eftir nokkra daga og því kjörið að koma skýrum skilaboðum til stjórnmálaflokkanna. Vart þarf að minna á að það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru í fyrsta sinn hvattar til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Sú mikla aðgerð varð pólskum konum nýlega hvatning til að rísa upp gegn gerræði feðraveldisins í Póllandi og fóru þær með sigur af hólmi, í það minnsta um sinn.Vandinn á vinnumarkaði Mikið vatn er til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snérust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum, valda- og áhrifaleysi og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú 41 ári síðar er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er fyrst og fremst barátta kvennahreyfinga. Hún hefur meðal annars skilað stórauknum hlut kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikilli menntun og jöfnu aðgengi kvenna og karla að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Þrátt fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum er enn mikið verk að vinna.Verkefnin eru mörg Það þarf að útrýma kynbundnum launamun ekki síðar en STRAX og leiðrétta valdamisvægið í atvinnulífinu. Laun kvenna eru að meðaltali 70,3% af launum karla. Það segir okkur mikið um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þegar búið er að greina þennan mun sýna kannanir VR að konur eru launalausar 36 daga á ári. Störf kvenna, ekki síst þeirra sem vinna við hin mikilvægu umönnunar- og uppeldisstörf, eru stórlega vanmetin. Konur sem vinna í þjónustustörfum verða iðulega fyrir grófri kynferðislegri áreitni. Misréttið blasir alls staðar við. Það þarf að fá fyrirtæki og stofnanir til að taka á launamálum, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og kynferðislegri áreitni innan sinna veggja. Skilningur og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi sem og sveitarfélögin.Látum í okkur heyra Og verkefnin eru fleiri. Endurreisa þarf fæðingarorlofið, jafna skiptingu heimilisstarfa og meta ólaunaða vinnu, vinna gegn kynskiptu náms- og starfsvali og breyta heftandi staðalmyndum kynjanna. Átaks er þörf gegn kynbundnu ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Aðgerðir gegn hatursorðræðu og hefndarklámi þurfa að koma til. Setja þarf kynjakvóta í Hæstarétt og breyta meðferð ofbeldismála. Síðast en ekki síst verðum við að koma á friði. Styrjaldir og átök sem og flótti undan versnandi lífskjörum af völdum loftslagsbreytinga spilla fyrir allri mannréttinda- og réttlætisbaráttu. Sótt er að réttindum kvenna víða um heim, nú síðast í Póllandi og kvenfyrirlitning í pólitískum umræðum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum vekur hneykslun. Um leið og ég hvet konur og karla um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum, skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna meira lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag, framtíðina, bætt lífsgæði og frelsi einstaklinganna til að velja sér lífsfarveg.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er boðað til aðgerða 24. október – á kvennafrídeginum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það eru kosningar eftir nokkra daga og því kjörið að koma skýrum skilaboðum til stjórnmálaflokkanna. Vart þarf að minna á að það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru í fyrsta sinn hvattar til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Sú mikla aðgerð varð pólskum konum nýlega hvatning til að rísa upp gegn gerræði feðraveldisins í Póllandi og fóru þær með sigur af hólmi, í það minnsta um sinn.Vandinn á vinnumarkaði Mikið vatn er til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snérust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum, valda- og áhrifaleysi og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú 41 ári síðar er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er fyrst og fremst barátta kvennahreyfinga. Hún hefur meðal annars skilað stórauknum hlut kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikilli menntun og jöfnu aðgengi kvenna og karla að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Þrátt fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum er enn mikið verk að vinna.Verkefnin eru mörg Það þarf að útrýma kynbundnum launamun ekki síðar en STRAX og leiðrétta valdamisvægið í atvinnulífinu. Laun kvenna eru að meðaltali 70,3% af launum karla. Það segir okkur mikið um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þegar búið er að greina þennan mun sýna kannanir VR að konur eru launalausar 36 daga á ári. Störf kvenna, ekki síst þeirra sem vinna við hin mikilvægu umönnunar- og uppeldisstörf, eru stórlega vanmetin. Konur sem vinna í þjónustustörfum verða iðulega fyrir grófri kynferðislegri áreitni. Misréttið blasir alls staðar við. Það þarf að fá fyrirtæki og stofnanir til að taka á launamálum, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og kynferðislegri áreitni innan sinna veggja. Skilningur og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi sem og sveitarfélögin.Látum í okkur heyra Og verkefnin eru fleiri. Endurreisa þarf fæðingarorlofið, jafna skiptingu heimilisstarfa og meta ólaunaða vinnu, vinna gegn kynskiptu náms- og starfsvali og breyta heftandi staðalmyndum kynjanna. Átaks er þörf gegn kynbundnu ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Aðgerðir gegn hatursorðræðu og hefndarklámi þurfa að koma til. Setja þarf kynjakvóta í Hæstarétt og breyta meðferð ofbeldismála. Síðast en ekki síst verðum við að koma á friði. Styrjaldir og átök sem og flótti undan versnandi lífskjörum af völdum loftslagsbreytinga spilla fyrir allri mannréttinda- og réttlætisbaráttu. Sótt er að réttindum kvenna víða um heim, nú síðast í Póllandi og kvenfyrirlitning í pólitískum umræðum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum vekur hneykslun. Um leið og ég hvet konur og karla um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum, skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna meira lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag, framtíðina, bætt lífsgæði og frelsi einstaklinganna til að velja sér lífsfarveg.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar