Hvar verða tækniundur framtíðarinnar til? Stefanía G. Halldórsdóttir skrifar 21. október 2016 00:00 Fyrir nokkrum árum hóf CCP að prófa sig áfram með nýja tækni frá litlu, hópfjármögnuðu nýsköpunarfyrirtæki í Kaliforníu sem kallaði sig Oculus. Í dag er sú frumþróun orðin að fullvaxta tölvuleik, EVE: Valkyrie, sem auk þess að koma út fyrir Oculus Rift, kom núna nýlega út fyrir PlayStation 4 leikjatölvur SONY. Á leikjaráðstefnunni Slush PLAY sem haldin var á dögunum í Reykjavík var magnað að sjá hversu mörg ný fyrirtæki hér á Íslandi eru að koma fram með tölvuleiki og upplifanir á sviði sýndarveruleika. Það er greinilegt að hér á landi ríkir mikill sköpunarkraftur og gróska, og verður gaman að sjá hvað kemur út úr þeim frumgerðum og leikjum sem voru sýnd. Til þess að styrkja slík nýsköpunar- og tæknifyrirtæki þarf að búa þeim hagstætt umhverfi. Það var því áfangasigur þegar yfirvöld hækkuðu þakið á endurgreiðslu skatta til fyrirtækja vegna þróunarkostnaðar. Ekkert þak er á slíkum endurgreiðslum í Bretlandi, Frakklandi og í Kanada og ljóst að við myndum auka enn á samkeppnishæfni Íslands til að búa til nýjar vörur og þjónustu ef við færum sömu leið og afnæmum þakið að fullu. Fjórða stoðin, eins og hugverkaiðnaður hefur verið kallaður, er nauðsynleg viðbót við íslenskt hagkerfi til þess að tryggja örugga afkomu okkar hér á landi. Þessi fjórða stoð er sérstaklega mikilvæg í bland við auðlindahagkerfið og ferðamannaiðnaðinn. Þegar Samtök Leikjaframleiðenda tók saman tölur um leikjaiðnaðinn á dögunum, þá kom í ljós að langstærstur hluti af tekjum leikjaiðnaðarins kemur til vegna CCP sem nú hefur starfað á Íslandi í tæp 20 ár.Styðja þarf betur við nýsköpun Í dag eru um 18 leikjafyrirtæki á Íslandi, tvöfalt fleiri en þegar Samtök Leikjaframleiðenda voru stofnuð árið 2009, en einungis tvö þessara stofnfyrirtækja eru enn starfandi í dag. Við þurfum að styðja betur við íslenska nýsköpun og ný leikjafyrirtæki en einnig þarf að auka við möguleika þeirra að ráða inn fólk erlendis frá með nauðsynlega reynslu og þekkingu. Þessi fyrirtæki þurfa að búa við umhverfi sem gerir þeim kleift að sækja inn á alþjóðamarkaði til þess að tryggja afkomu þeirra og vaxtamöguleika. Þetta er allt saman hægt og það er eftir miklu að sækjast. Leikjaiðnaðurinn hefur vaxið ótrúlega hratt og er enn í örum vexti. Með tilkomu sýndarveruleika er vöxtur greinarinnar að taka kipp og er gert ráð fyrir að árið 2020 verði tekjur af sýndarveruleika einum og sér komnar yfir 100 milljarða bandaríkjadala. Það eru því mikil tækifæri til sóknar á þessu sviði fyrir íslensk fyrirtæki. Ísland getur verið í fararbroddi við að búa til leiki og upplifanir fyrir sýndarveruleika. Við þurfum samstillt átak til þess að vinna þann undirbúning sem þarf til þess að ná árangri. Tækni- og hugverkaiðnaðinn samanlagður er með meiri verðmætasköpun en álbræðsla og byggingaiðnaðurinn til samans. Upplýsingatækni er líka stærri hluti af verðmætasköpun en ferðaþjónustan. Með auknum stuðningi við nýsköpun gæti árangurinn orðið enn betri. Til þess að auka samkeppnishæfni Íslands þarf að búa nýsköpunarfyrirtækjum betra rekstarumhverfi, efla menntakerfið og svo styðja við alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja með því að auka þekkingu innanlands á alþjóðamörkuðum og búa til tengsl við stærri fyrirtæki eins og Google, Facebook og Sony. Hreyfiaflið XHugvit hefur lagt til framtíðarsýn sem miðar að því að Ísland verði land tækifæranna. Að hér fæðist tækniundur sem auka verðmætasköpun. Á vefsíðunni www.xhugvit.is eru fjölmörg málefni fyrir næstu alþingiskosningar á Íslandi í formi verkefna sem hægt er að taka til framkvæmda. Ég hvet alla til þess að kynna sér tillögurnar og kjósa XHugvit fyrir Ísland framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum hóf CCP að prófa sig áfram með nýja tækni frá litlu, hópfjármögnuðu nýsköpunarfyrirtæki í Kaliforníu sem kallaði sig Oculus. Í dag er sú frumþróun orðin að fullvaxta tölvuleik, EVE: Valkyrie, sem auk þess að koma út fyrir Oculus Rift, kom núna nýlega út fyrir PlayStation 4 leikjatölvur SONY. Á leikjaráðstefnunni Slush PLAY sem haldin var á dögunum í Reykjavík var magnað að sjá hversu mörg ný fyrirtæki hér á Íslandi eru að koma fram með tölvuleiki og upplifanir á sviði sýndarveruleika. Það er greinilegt að hér á landi ríkir mikill sköpunarkraftur og gróska, og verður gaman að sjá hvað kemur út úr þeim frumgerðum og leikjum sem voru sýnd. Til þess að styrkja slík nýsköpunar- og tæknifyrirtæki þarf að búa þeim hagstætt umhverfi. Það var því áfangasigur þegar yfirvöld hækkuðu þakið á endurgreiðslu skatta til fyrirtækja vegna þróunarkostnaðar. Ekkert þak er á slíkum endurgreiðslum í Bretlandi, Frakklandi og í Kanada og ljóst að við myndum auka enn á samkeppnishæfni Íslands til að búa til nýjar vörur og þjónustu ef við færum sömu leið og afnæmum þakið að fullu. Fjórða stoðin, eins og hugverkaiðnaður hefur verið kallaður, er nauðsynleg viðbót við íslenskt hagkerfi til þess að tryggja örugga afkomu okkar hér á landi. Þessi fjórða stoð er sérstaklega mikilvæg í bland við auðlindahagkerfið og ferðamannaiðnaðinn. Þegar Samtök Leikjaframleiðenda tók saman tölur um leikjaiðnaðinn á dögunum, þá kom í ljós að langstærstur hluti af tekjum leikjaiðnaðarins kemur til vegna CCP sem nú hefur starfað á Íslandi í tæp 20 ár.Styðja þarf betur við nýsköpun Í dag eru um 18 leikjafyrirtæki á Íslandi, tvöfalt fleiri en þegar Samtök Leikjaframleiðenda voru stofnuð árið 2009, en einungis tvö þessara stofnfyrirtækja eru enn starfandi í dag. Við þurfum að styðja betur við íslenska nýsköpun og ný leikjafyrirtæki en einnig þarf að auka við möguleika þeirra að ráða inn fólk erlendis frá með nauðsynlega reynslu og þekkingu. Þessi fyrirtæki þurfa að búa við umhverfi sem gerir þeim kleift að sækja inn á alþjóðamarkaði til þess að tryggja afkomu þeirra og vaxtamöguleika. Þetta er allt saman hægt og það er eftir miklu að sækjast. Leikjaiðnaðurinn hefur vaxið ótrúlega hratt og er enn í örum vexti. Með tilkomu sýndarveruleika er vöxtur greinarinnar að taka kipp og er gert ráð fyrir að árið 2020 verði tekjur af sýndarveruleika einum og sér komnar yfir 100 milljarða bandaríkjadala. Það eru því mikil tækifæri til sóknar á þessu sviði fyrir íslensk fyrirtæki. Ísland getur verið í fararbroddi við að búa til leiki og upplifanir fyrir sýndarveruleika. Við þurfum samstillt átak til þess að vinna þann undirbúning sem þarf til þess að ná árangri. Tækni- og hugverkaiðnaðinn samanlagður er með meiri verðmætasköpun en álbræðsla og byggingaiðnaðurinn til samans. Upplýsingatækni er líka stærri hluti af verðmætasköpun en ferðaþjónustan. Með auknum stuðningi við nýsköpun gæti árangurinn orðið enn betri. Til þess að auka samkeppnishæfni Íslands þarf að búa nýsköpunarfyrirtækjum betra rekstarumhverfi, efla menntakerfið og svo styðja við alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja með því að auka þekkingu innanlands á alþjóðamörkuðum og búa til tengsl við stærri fyrirtæki eins og Google, Facebook og Sony. Hreyfiaflið XHugvit hefur lagt til framtíðarsýn sem miðar að því að Ísland verði land tækifæranna. Að hér fæðist tækniundur sem auka verðmætasköpun. Á vefsíðunni www.xhugvit.is eru fjölmörg málefni fyrir næstu alþingiskosningar á Íslandi í formi verkefna sem hægt er að taka til framkvæmda. Ég hvet alla til þess að kynna sér tillögurnar og kjósa XHugvit fyrir Ísland framtíðarinnar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar