Ráðuneyti lista og menningar Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 22. október 2016 07:00 Í aðdraganda þingkosninga hefur Bandalag íslenskra listamanna boðið frambjóðendum stjórnmálaflokkanna til samtals um málefni lista og menningar, með það að markmiði að byggja brýr milli sjónarmiða þeirra sem eiga stærstan þátt í eflingu skapandi atvinnugreina og þeirra sem bjóða sig fram til að stýra sameiginlegum málefnum þjóðarinnar næstu fjögur árin. Ég leyfi mér að fullyrða að samtalið hafi verið gagnlegt og gefandi fyrir báða aðila. Flókið starfsumhverfi Þær áherslur sem BÍL talar fyrir hafa mótast af reynslu listamanna og hönnuða af starfsumhverfinu sem bíður þeirra að loknu þriggja til fimm ára háskólanámi, ef frá eru taldir þeir sem afla sér doktorsgráðu, en þeim fer fjölgandi. Það umhverfi er nokkuð flókið fyrir margra hluta sakir. Skapandi störf eru í eðli sínu frábrugðin störfum sem hægt er að mæla í viðveru starfsmanns á tilteknum vinnustað, eða í magni framleiðslu sem skilað er að loknum starfsdegi. Oft starfa listamenn og hönnuðir sem launþegar, t.d. hjá samfélagslega reknum menningarstofnunum eða á almennum vinnumarkaði. Oft eru þeir sjálfstætt starfandi, einir sér eða sem hluti af hóp, t.d. leikhóp eða hljómsveit. Stundum reka þeir starfsemi undir eigin fyrirtæki og hafa þá fleiri starfsmenn á launum við sín listrænu störf. Raunar er ekki óalgengt að listamenn séu allt í senn; launþegar, atvinnurekendur, verktakar og einyrkjar. Það er af ásetningi sem hér eru ekki nefndir „sjálfboðaliðar“ en það er efni í aðra grein hvernig oft er ætlast til þess að listamenn leggi fram krafta sína án þess að greiðslur komi fyrir. Tvístruð stjórnsýsla Eins og aðrar atvinnugreinar þurfa listirnar stjórnsýslulegt umhverfi til að styðja sig við, enda um að ræða þann geira atvinnulífsins sem vex hvað hraðast í samfélagi á borð við okkar. Stjórnsýsla lista og skapandi greina hefur því miður ekki fylgt eðlilegri þróun í átt til nútímalegri stjórnarhátta. Til marks um það eru stjórnvaldsákvarðanir síðustu ára sem hafa tvístrað málaflokknum á fimm ráðuneyti. Flestar menningarstofnanir, launasjóðir listamanna og flestir verkefnatengdir sjóðir heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti, skapandi atvinnugreinar heyra undir iðnaðar- viðskiptaráðuneyti, kynning á listum og menningu erlendis heyrir undir utanríkisráðuneyti, menningararfurinn heyrir undir forsætisráðuneyti og menningarsamningar við landshlutasamtök sveitarfélaga heyra undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn Hugmyndin sem BÍL leggur mesta áherslu á nú er að stofnað verði sjálfstætt menningarmálaráðuneyti og málaflokknum verði safnað saman undir forystu ráðherra, sem sé frjáls undan málamiðlunum við annan krefjandi málaflokk. Hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndunum eru listir og menning oftar en ekki í sjálfstæðu ráðuneyti, oft í sambýli við lýðræðismál, mannréttindamál, æskulýðsmál og málefni trúfélaga. Það er samdóma álit fagfélaga listamanna að sjálfstæður menningarmálaráðherra hafi meira svigrúm til að berjast fyrir auknu vægi lista og menningar, í nánu samstarfi við ráðherra atvinnumála, sem eðli málsins samkvæmt fer með tiltekin málefni skapandi greina. Við teljum að sjálfstætt menningarmálaráðuneyti gæti jafnvel blásið lífi í staðnaða stjórnsýslu og lagt lið þverfaglegri nálgun í málefnum stjórnarráðsins almennt. Við teljum að sjálfstæður talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn verði bandamaður í baráttunni fyrir eflingu menningarstofnana og akademíu lista og hönnunar, fyrir þróun sjóðakerfis listanna og fyrir auknum skilningi á rannsóknarstarfi og nýsköpun innan geirans. Auk þess sem ráðherra lista og menningar myndi hafa svigrúm til að gera átak í skráningu menningartölfræði, útfærslu aðgerðaáætlunar á grundvelli menningarstefnu Alþingis, þróun miðstöðva lista og hönnunar auk stórátaks í fjölgun starfa í skapandi atvinnugreinum um land allt. Þessar hugmyndir eru nú ræddar af fullri alvöru innan stjórnmálaflokkanna og BÍL treystir því að niðurstaðan verði listum og skapandi atvinnugreinum í hag. PS. Rétt er að taka það fram að hugmyndin kallar ekki á fjölgun ráðherra þar sem um þessar mundir starfa tveir ráðherrar í atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður var stýrt af einum ráðherra atvinnumála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þingkosninga hefur Bandalag íslenskra listamanna boðið frambjóðendum stjórnmálaflokkanna til samtals um málefni lista og menningar, með það að markmiði að byggja brýr milli sjónarmiða þeirra sem eiga stærstan þátt í eflingu skapandi atvinnugreina og þeirra sem bjóða sig fram til að stýra sameiginlegum málefnum þjóðarinnar næstu fjögur árin. Ég leyfi mér að fullyrða að samtalið hafi verið gagnlegt og gefandi fyrir báða aðila. Flókið starfsumhverfi Þær áherslur sem BÍL talar fyrir hafa mótast af reynslu listamanna og hönnuða af starfsumhverfinu sem bíður þeirra að loknu þriggja til fimm ára háskólanámi, ef frá eru taldir þeir sem afla sér doktorsgráðu, en þeim fer fjölgandi. Það umhverfi er nokkuð flókið fyrir margra hluta sakir. Skapandi störf eru í eðli sínu frábrugðin störfum sem hægt er að mæla í viðveru starfsmanns á tilteknum vinnustað, eða í magni framleiðslu sem skilað er að loknum starfsdegi. Oft starfa listamenn og hönnuðir sem launþegar, t.d. hjá samfélagslega reknum menningarstofnunum eða á almennum vinnumarkaði. Oft eru þeir sjálfstætt starfandi, einir sér eða sem hluti af hóp, t.d. leikhóp eða hljómsveit. Stundum reka þeir starfsemi undir eigin fyrirtæki og hafa þá fleiri starfsmenn á launum við sín listrænu störf. Raunar er ekki óalgengt að listamenn séu allt í senn; launþegar, atvinnurekendur, verktakar og einyrkjar. Það er af ásetningi sem hér eru ekki nefndir „sjálfboðaliðar“ en það er efni í aðra grein hvernig oft er ætlast til þess að listamenn leggi fram krafta sína án þess að greiðslur komi fyrir. Tvístruð stjórnsýsla Eins og aðrar atvinnugreinar þurfa listirnar stjórnsýslulegt umhverfi til að styðja sig við, enda um að ræða þann geira atvinnulífsins sem vex hvað hraðast í samfélagi á borð við okkar. Stjórnsýsla lista og skapandi greina hefur því miður ekki fylgt eðlilegri þróun í átt til nútímalegri stjórnarhátta. Til marks um það eru stjórnvaldsákvarðanir síðustu ára sem hafa tvístrað málaflokknum á fimm ráðuneyti. Flestar menningarstofnanir, launasjóðir listamanna og flestir verkefnatengdir sjóðir heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti, skapandi atvinnugreinar heyra undir iðnaðar- viðskiptaráðuneyti, kynning á listum og menningu erlendis heyrir undir utanríkisráðuneyti, menningararfurinn heyrir undir forsætisráðuneyti og menningarsamningar við landshlutasamtök sveitarfélaga heyra undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn Hugmyndin sem BÍL leggur mesta áherslu á nú er að stofnað verði sjálfstætt menningarmálaráðuneyti og málaflokknum verði safnað saman undir forystu ráðherra, sem sé frjáls undan málamiðlunum við annan krefjandi málaflokk. Hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndunum eru listir og menning oftar en ekki í sjálfstæðu ráðuneyti, oft í sambýli við lýðræðismál, mannréttindamál, æskulýðsmál og málefni trúfélaga. Það er samdóma álit fagfélaga listamanna að sjálfstæður menningarmálaráðherra hafi meira svigrúm til að berjast fyrir auknu vægi lista og menningar, í nánu samstarfi við ráðherra atvinnumála, sem eðli málsins samkvæmt fer með tiltekin málefni skapandi greina. Við teljum að sjálfstætt menningarmálaráðuneyti gæti jafnvel blásið lífi í staðnaða stjórnsýslu og lagt lið þverfaglegri nálgun í málefnum stjórnarráðsins almennt. Við teljum að sjálfstæður talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn verði bandamaður í baráttunni fyrir eflingu menningarstofnana og akademíu lista og hönnunar, fyrir þróun sjóðakerfis listanna og fyrir auknum skilningi á rannsóknarstarfi og nýsköpun innan geirans. Auk þess sem ráðherra lista og menningar myndi hafa svigrúm til að gera átak í skráningu menningartölfræði, útfærslu aðgerðaáætlunar á grundvelli menningarstefnu Alþingis, þróun miðstöðva lista og hönnunar auk stórátaks í fjölgun starfa í skapandi atvinnugreinum um land allt. Þessar hugmyndir eru nú ræddar af fullri alvöru innan stjórnmálaflokkanna og BÍL treystir því að niðurstaðan verði listum og skapandi atvinnugreinum í hag. PS. Rétt er að taka það fram að hugmyndin kallar ekki á fjölgun ráðherra þar sem um þessar mundir starfa tveir ráðherrar í atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður var stýrt af einum ráðherra atvinnumála.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun