Óþolinmæði kynslóðanna Sólveig Jónasdóttir skrifar 24. október 2016 00:00 Það er kvennafrí. Í dag leggja konur niður vinnu kl. 14:38 og ganga út. Kvennafríið er táknræn aðgerð sem konur beittu fyrst 1975 til að mótmæla launamun kynjanna. Þá voru mæður okkar í aðalhlutverki. Í dag leiðum við mæður okkur og dætur á baráttufund í sömu erindagjörðum. Kynslóðir kvenna leggja niður störf og ganga út til að mótmæla. Fyrir tuttugu árum sat ég fyrirlestur um launamál kynjanna. Á fundinum spunnust heitar umræður, enda umræðuefnið eldfimt og stærsti hluti fundarfólks konur. Skyndilega stóð upp maður sem bað fundarfólk um að vera rólegt. Á launamuninum væru „eðlilegar“, sögulegar skýringar en samkvæmt útreikningum myndi launamunurinn hverfa á næstu tuttugu árum. Við skyldum vera þolinmóðar. Svo vildi til að ég þekkti manninn enda var hann á svipuðum aldri og ég. Ég gat þó ekki frekar en aðrar fundarkonur verið sammála honum. Ég gat ekki sætt mig við að hafa lægri laun en hann meira en helming starfsævi minnar til viðbótar. Þetta var árið 1996. Þá reiknaðist talnaspekingum Hagstofunnar til að konur hefðu 63% af launum karla á almennum vinnumarkaði. Í dag hafa konur samkvæmt sömu mælingum um 80% af launum karla. Launamunur karla og kvenna í opinberum störfum er engu skárri. Í nýlegri launakönnun SFR stéttarfélags mældist 20% munur á heildarlaunum karla og kvenna. Ég hef verið 30 ár á vinnumarkaði. Launin mín hafa alla tíð verið um og yfir 20% lægri en karla í sambærilegum störfum. Árstekjur mínar hafa verið frá milljón til einni og hálfri milljón lægri en þeirra ALLAN minn starfsaldur. Munurinn hleypur á milljónum yfir starfsævina. Gleymum heldur ekki að lífeyrisgreiðslur taka mið af launatekjum svo við erum ekki lausar við ójafnréttið þrátt fyrir að vinnuævinni ljúki. Ég geng út í dag kl. 14:38. Ég verð. Annars get ég ekki horft í augu dóttur minnar sem enn á eftir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Hvernig get ég að útskýrt þetta fyrir henni? Skyldi einhver þarna úti enn vilja biðja mig um að vera þolinmóða?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það er kvennafrí. Í dag leggja konur niður vinnu kl. 14:38 og ganga út. Kvennafríið er táknræn aðgerð sem konur beittu fyrst 1975 til að mótmæla launamun kynjanna. Þá voru mæður okkar í aðalhlutverki. Í dag leiðum við mæður okkur og dætur á baráttufund í sömu erindagjörðum. Kynslóðir kvenna leggja niður störf og ganga út til að mótmæla. Fyrir tuttugu árum sat ég fyrirlestur um launamál kynjanna. Á fundinum spunnust heitar umræður, enda umræðuefnið eldfimt og stærsti hluti fundarfólks konur. Skyndilega stóð upp maður sem bað fundarfólk um að vera rólegt. Á launamuninum væru „eðlilegar“, sögulegar skýringar en samkvæmt útreikningum myndi launamunurinn hverfa á næstu tuttugu árum. Við skyldum vera þolinmóðar. Svo vildi til að ég þekkti manninn enda var hann á svipuðum aldri og ég. Ég gat þó ekki frekar en aðrar fundarkonur verið sammála honum. Ég gat ekki sætt mig við að hafa lægri laun en hann meira en helming starfsævi minnar til viðbótar. Þetta var árið 1996. Þá reiknaðist talnaspekingum Hagstofunnar til að konur hefðu 63% af launum karla á almennum vinnumarkaði. Í dag hafa konur samkvæmt sömu mælingum um 80% af launum karla. Launamunur karla og kvenna í opinberum störfum er engu skárri. Í nýlegri launakönnun SFR stéttarfélags mældist 20% munur á heildarlaunum karla og kvenna. Ég hef verið 30 ár á vinnumarkaði. Launin mín hafa alla tíð verið um og yfir 20% lægri en karla í sambærilegum störfum. Árstekjur mínar hafa verið frá milljón til einni og hálfri milljón lægri en þeirra ALLAN minn starfsaldur. Munurinn hleypur á milljónum yfir starfsævina. Gleymum heldur ekki að lífeyrisgreiðslur taka mið af launatekjum svo við erum ekki lausar við ójafnréttið þrátt fyrir að vinnuævinni ljúki. Ég geng út í dag kl. 14:38. Ég verð. Annars get ég ekki horft í augu dóttur minnar sem enn á eftir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Hvernig get ég að útskýrt þetta fyrir henni? Skyldi einhver þarna úti enn vilja biðja mig um að vera þolinmóða?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun