Óþolinmæði kynslóðanna Sólveig Jónasdóttir skrifar 24. október 2016 00:00 Það er kvennafrí. Í dag leggja konur niður vinnu kl. 14:38 og ganga út. Kvennafríið er táknræn aðgerð sem konur beittu fyrst 1975 til að mótmæla launamun kynjanna. Þá voru mæður okkar í aðalhlutverki. Í dag leiðum við mæður okkur og dætur á baráttufund í sömu erindagjörðum. Kynslóðir kvenna leggja niður störf og ganga út til að mótmæla. Fyrir tuttugu árum sat ég fyrirlestur um launamál kynjanna. Á fundinum spunnust heitar umræður, enda umræðuefnið eldfimt og stærsti hluti fundarfólks konur. Skyndilega stóð upp maður sem bað fundarfólk um að vera rólegt. Á launamuninum væru „eðlilegar“, sögulegar skýringar en samkvæmt útreikningum myndi launamunurinn hverfa á næstu tuttugu árum. Við skyldum vera þolinmóðar. Svo vildi til að ég þekkti manninn enda var hann á svipuðum aldri og ég. Ég gat þó ekki frekar en aðrar fundarkonur verið sammála honum. Ég gat ekki sætt mig við að hafa lægri laun en hann meira en helming starfsævi minnar til viðbótar. Þetta var árið 1996. Þá reiknaðist talnaspekingum Hagstofunnar til að konur hefðu 63% af launum karla á almennum vinnumarkaði. Í dag hafa konur samkvæmt sömu mælingum um 80% af launum karla. Launamunur karla og kvenna í opinberum störfum er engu skárri. Í nýlegri launakönnun SFR stéttarfélags mældist 20% munur á heildarlaunum karla og kvenna. Ég hef verið 30 ár á vinnumarkaði. Launin mín hafa alla tíð verið um og yfir 20% lægri en karla í sambærilegum störfum. Árstekjur mínar hafa verið frá milljón til einni og hálfri milljón lægri en þeirra ALLAN minn starfsaldur. Munurinn hleypur á milljónum yfir starfsævina. Gleymum heldur ekki að lífeyrisgreiðslur taka mið af launatekjum svo við erum ekki lausar við ójafnréttið þrátt fyrir að vinnuævinni ljúki. Ég geng út í dag kl. 14:38. Ég verð. Annars get ég ekki horft í augu dóttur minnar sem enn á eftir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Hvernig get ég að útskýrt þetta fyrir henni? Skyldi einhver þarna úti enn vilja biðja mig um að vera þolinmóða?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er kvennafrí. Í dag leggja konur niður vinnu kl. 14:38 og ganga út. Kvennafríið er táknræn aðgerð sem konur beittu fyrst 1975 til að mótmæla launamun kynjanna. Þá voru mæður okkar í aðalhlutverki. Í dag leiðum við mæður okkur og dætur á baráttufund í sömu erindagjörðum. Kynslóðir kvenna leggja niður störf og ganga út til að mótmæla. Fyrir tuttugu árum sat ég fyrirlestur um launamál kynjanna. Á fundinum spunnust heitar umræður, enda umræðuefnið eldfimt og stærsti hluti fundarfólks konur. Skyndilega stóð upp maður sem bað fundarfólk um að vera rólegt. Á launamuninum væru „eðlilegar“, sögulegar skýringar en samkvæmt útreikningum myndi launamunurinn hverfa á næstu tuttugu árum. Við skyldum vera þolinmóðar. Svo vildi til að ég þekkti manninn enda var hann á svipuðum aldri og ég. Ég gat þó ekki frekar en aðrar fundarkonur verið sammála honum. Ég gat ekki sætt mig við að hafa lægri laun en hann meira en helming starfsævi minnar til viðbótar. Þetta var árið 1996. Þá reiknaðist talnaspekingum Hagstofunnar til að konur hefðu 63% af launum karla á almennum vinnumarkaði. Í dag hafa konur samkvæmt sömu mælingum um 80% af launum karla. Launamunur karla og kvenna í opinberum störfum er engu skárri. Í nýlegri launakönnun SFR stéttarfélags mældist 20% munur á heildarlaunum karla og kvenna. Ég hef verið 30 ár á vinnumarkaði. Launin mín hafa alla tíð verið um og yfir 20% lægri en karla í sambærilegum störfum. Árstekjur mínar hafa verið frá milljón til einni og hálfri milljón lægri en þeirra ALLAN minn starfsaldur. Munurinn hleypur á milljónum yfir starfsævina. Gleymum heldur ekki að lífeyrisgreiðslur taka mið af launatekjum svo við erum ekki lausar við ójafnréttið þrátt fyrir að vinnuævinni ljúki. Ég geng út í dag kl. 14:38. Ég verð. Annars get ég ekki horft í augu dóttur minnar sem enn á eftir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Hvernig get ég að útskýrt þetta fyrir henni? Skyldi einhver þarna úti enn vilja biðja mig um að vera þolinmóða?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar