Tvöföldum framlög til jafnréttismála Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir skrifar 24. október 2016 00:00 Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og það er líka efnahagsmál. Rannsóknir hafa sýnt að með því að bæta stöðu kvenna aukum við hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er ekki bara gott fyrir samfélagið heldur er það forsenda þess að konur geti staðið jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Atvinnuþátttaka kvenna hefur alltaf verið mikil á Íslandi, hún er álitin styrkleiki vinnumarkaðarins og hefur jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Því sætir furðu hversu seinlega okkur gengur að útrýma launamun kynjanna. Samfylkingin hefur um árabil verið leiðandi í að útrýma launamun kynjanna. Síðasta ríkisstjórn Samfylkingarinnar kom meðal annars á jafnlaunastaðli, setti lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og jafnaði hlut kynjanna í ríkisstjórn og æðstu embættum ríkisins. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur minnkaði jafnframt launamun kynjanna talsvert, en verkinu er hvergi nærri lokið. Frá árinu 1961 hefur verið staðfest með lögum að óheimilt sé að mismuna í launum út frá kynferði. Ný jafnréttislög frá árinu 2008 kveða skýrt á um að launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þrátt fyrir það eru mjög fá mál vegna launamismununar kærð. Lög gagnast okkur þó ekki nema haft sé eftirlit með að þeim sé framfylgt og er Jafnréttisstofu ætlað að sinna því eftirlitshlutverki. Jafnréttisstofa fær framlög til jafnréttismála. Í núverandi fjárlögum eru áætlaðar 102,8 milljónir til Jafnréttisstofu og 21,5 milljónir í önnur framlög. Það er ljóst að fjármunirnir duga ekki fyrir því víðtæka hlutverki sem Jafnréttisstofu er ætlað og því viljum við í Samfylkingunni tvöfalda þessi framlög hið minnsta. Ábyrgðin liggur nefnilega hjá þeim sem setja leikreglurnar. Nú eru 55 ár síðan það var staðfest með lögum að óheimilt væri að mismuna körlum og konum í launum. Við eigum öll að taka þá grundvallarafstöðu að borga konum og körlum sömu laun fyrir sömu störf. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt jafnrétti. Árið er 2016. Þetta er ekkert flókið. Það er bara að gera það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og það er líka efnahagsmál. Rannsóknir hafa sýnt að með því að bæta stöðu kvenna aukum við hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er ekki bara gott fyrir samfélagið heldur er það forsenda þess að konur geti staðið jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Atvinnuþátttaka kvenna hefur alltaf verið mikil á Íslandi, hún er álitin styrkleiki vinnumarkaðarins og hefur jákvæð áhrif á landsframleiðslu. Því sætir furðu hversu seinlega okkur gengur að útrýma launamun kynjanna. Samfylkingin hefur um árabil verið leiðandi í að útrýma launamun kynjanna. Síðasta ríkisstjórn Samfylkingarinnar kom meðal annars á jafnlaunastaðli, setti lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og jafnaði hlut kynjanna í ríkisstjórn og æðstu embættum ríkisins. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur minnkaði jafnframt launamun kynjanna talsvert, en verkinu er hvergi nærri lokið. Frá árinu 1961 hefur verið staðfest með lögum að óheimilt sé að mismuna í launum út frá kynferði. Ný jafnréttislög frá árinu 2008 kveða skýrt á um að launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þrátt fyrir það eru mjög fá mál vegna launamismununar kærð. Lög gagnast okkur þó ekki nema haft sé eftirlit með að þeim sé framfylgt og er Jafnréttisstofu ætlað að sinna því eftirlitshlutverki. Jafnréttisstofa fær framlög til jafnréttismála. Í núverandi fjárlögum eru áætlaðar 102,8 milljónir til Jafnréttisstofu og 21,5 milljónir í önnur framlög. Það er ljóst að fjármunirnir duga ekki fyrir því víðtæka hlutverki sem Jafnréttisstofu er ætlað og því viljum við í Samfylkingunni tvöfalda þessi framlög hið minnsta. Ábyrgðin liggur nefnilega hjá þeim sem setja leikreglurnar. Nú eru 55 ár síðan það var staðfest með lögum að óheimilt væri að mismuna körlum og konum í launum. Við eigum öll að taka þá grundvallarafstöðu að borga konum og körlum sömu laun fyrir sömu störf. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt jafnrétti. Árið er 2016. Þetta er ekkert flókið. Það er bara að gera það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar