Sjálfboðaliðum að fjölga á vinnumarkaði Sæunn Gísladóttir skrifar 24. október 2016 09:35 Sjálfboðaliðar starfa oft í ferðaþjónustu. Vísir/Getty Svartri vinnustarfsemi hér á landi gæti verið að fjölga í ljósi aukningar óskráðra starfsmanna og fleiri sjálfboðaliðum í ferðaþjónustu og öðrum geirum. Í einhverjum tilfellum jaðrar sjálfboðaliðavinnan við vinnumannsal. Þetta er mat Róberts Farestveits, hagfræðings hjá ASÍ. Hagspá ASÍ kom út á fimmtudag. Í hagspánni kemur fram að störfum sem erlent starfsfólk sinnir hefur farið fjölgandi og vaxandi þörf sé fyrir erlendu vinnuafli í ljósi minnkandi atvinnuleysis hér á landi og starfsmannaskorts. Fjölgun starfa gæti verið vanmetin hér á landi í ljósi þess að „óskráðum“ starfsmönnum er að fjölga sem og tímabundnum starfsmönnum og sjálfboðaliðum að mati Róberts. Tímabundnum starfsmönnum starfsmannaleiga hefur fjölgað úr engum í byrjun árs 2015 í tæplega níu hundruð í september 2016. Tímabundnum starfsmönnum þjónustufyrirtæja hefur fjölgað úr nærri engum í um 300 á sama tímabili. „ASÍ og skatturinn halda úti vinnustaðaeftirliti, það sem þeir eru að taka eftir í vaxandi mæli eru að hér séu tímabundnir starfsmenn sem ekki eru með kennitölu og koma þannig ekki fram í neinni tölfræði yfir vinnumarkaðinn. Við vitum ekki hvað þetta eru margir en þeir sem eru í eftirlitinu tala um að þetta sé að aukast,“ segir Róbert. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Mynd/ASÍ „Starfsmannaleigur hafa þekkst áður en það að séu óskráðir tímabundnir starfsmenn er nýtt,“ segir Róbert og segir að brotastarsemi hafi aukist að undanförnu. „Oft eru þetta starfsmenn sem eru í svartri vinnu og fá greidd laun sem eru undir kjarasamningum. Þetta er að sjást bæði í ferðaþjónustu og byggingageiranum,“ segir Róbert. Hann bendir á að ef sjálfboðaliði kemur til landsins að vinna til dæmis í ferðaþjónustu sé hann eiginlega flokkaður sem ferðamaður. Róbert segir suma sjálfboðaliðastarfsemi ekki löglega. „Efnahagsleg starfsemi sjálfboða eru ekki lögleg, gagnvart skattinum eða öðru slíku, góðgerðarstarfsemi er annað mál, en sjálfboðaliði á hóteli er auðvitað ekki sjálfboðaliði hann á að fá greitt.“ „Við getum ekki svarað hversu margir þetta eru. Í einhverjum tilfellum jaðrar þetta við vinnumannssal en í öðrum tilfellum er þetta svört starfsemi,“ segir Róbert. Hann bendir á að þetta geti veikt samkeppnisstöðu þeirra sem reiða sig ekki á sjálfboðaliða eða svart vinnuafl. Tengdar fréttir Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Svartri vinnustarfsemi hér á landi gæti verið að fjölga í ljósi aukningar óskráðra starfsmanna og fleiri sjálfboðaliðum í ferðaþjónustu og öðrum geirum. Í einhverjum tilfellum jaðrar sjálfboðaliðavinnan við vinnumannsal. Þetta er mat Róberts Farestveits, hagfræðings hjá ASÍ. Hagspá ASÍ kom út á fimmtudag. Í hagspánni kemur fram að störfum sem erlent starfsfólk sinnir hefur farið fjölgandi og vaxandi þörf sé fyrir erlendu vinnuafli í ljósi minnkandi atvinnuleysis hér á landi og starfsmannaskorts. Fjölgun starfa gæti verið vanmetin hér á landi í ljósi þess að „óskráðum“ starfsmönnum er að fjölga sem og tímabundnum starfsmönnum og sjálfboðaliðum að mati Róberts. Tímabundnum starfsmönnum starfsmannaleiga hefur fjölgað úr engum í byrjun árs 2015 í tæplega níu hundruð í september 2016. Tímabundnum starfsmönnum þjónustufyrirtæja hefur fjölgað úr nærri engum í um 300 á sama tímabili. „ASÍ og skatturinn halda úti vinnustaðaeftirliti, það sem þeir eru að taka eftir í vaxandi mæli eru að hér séu tímabundnir starfsmenn sem ekki eru með kennitölu og koma þannig ekki fram í neinni tölfræði yfir vinnumarkaðinn. Við vitum ekki hvað þetta eru margir en þeir sem eru í eftirlitinu tala um að þetta sé að aukast,“ segir Róbert. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Mynd/ASÍ „Starfsmannaleigur hafa þekkst áður en það að séu óskráðir tímabundnir starfsmenn er nýtt,“ segir Róbert og segir að brotastarsemi hafi aukist að undanförnu. „Oft eru þetta starfsmenn sem eru í svartri vinnu og fá greidd laun sem eru undir kjarasamningum. Þetta er að sjást bæði í ferðaþjónustu og byggingageiranum,“ segir Róbert. Hann bendir á að ef sjálfboðaliði kemur til landsins að vinna til dæmis í ferðaþjónustu sé hann eiginlega flokkaður sem ferðamaður. Róbert segir suma sjálfboðaliðastarfsemi ekki löglega. „Efnahagsleg starfsemi sjálfboða eru ekki lögleg, gagnvart skattinum eða öðru slíku, góðgerðarstarfsemi er annað mál, en sjálfboðaliði á hóteli er auðvitað ekki sjálfboðaliði hann á að fá greitt.“ „Við getum ekki svarað hversu margir þetta eru. Í einhverjum tilfellum jaðrar þetta við vinnumannssal en í öðrum tilfellum er þetta svört starfsemi,“ segir Róbert. Hann bendir á að þetta geti veikt samkeppnisstöðu þeirra sem reiða sig ekki á sjálfboðaliða eða svart vinnuafl.
Tengdar fréttir Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30