Sjálfboðaliðum að fjölga á vinnumarkaði Sæunn Gísladóttir skrifar 24. október 2016 09:35 Sjálfboðaliðar starfa oft í ferðaþjónustu. Vísir/Getty Svartri vinnustarfsemi hér á landi gæti verið að fjölga í ljósi aukningar óskráðra starfsmanna og fleiri sjálfboðaliðum í ferðaþjónustu og öðrum geirum. Í einhverjum tilfellum jaðrar sjálfboðaliðavinnan við vinnumannsal. Þetta er mat Róberts Farestveits, hagfræðings hjá ASÍ. Hagspá ASÍ kom út á fimmtudag. Í hagspánni kemur fram að störfum sem erlent starfsfólk sinnir hefur farið fjölgandi og vaxandi þörf sé fyrir erlendu vinnuafli í ljósi minnkandi atvinnuleysis hér á landi og starfsmannaskorts. Fjölgun starfa gæti verið vanmetin hér á landi í ljósi þess að „óskráðum“ starfsmönnum er að fjölga sem og tímabundnum starfsmönnum og sjálfboðaliðum að mati Róberts. Tímabundnum starfsmönnum starfsmannaleiga hefur fjölgað úr engum í byrjun árs 2015 í tæplega níu hundruð í september 2016. Tímabundnum starfsmönnum þjónustufyrirtæja hefur fjölgað úr nærri engum í um 300 á sama tímabili. „ASÍ og skatturinn halda úti vinnustaðaeftirliti, það sem þeir eru að taka eftir í vaxandi mæli eru að hér séu tímabundnir starfsmenn sem ekki eru með kennitölu og koma þannig ekki fram í neinni tölfræði yfir vinnumarkaðinn. Við vitum ekki hvað þetta eru margir en þeir sem eru í eftirlitinu tala um að þetta sé að aukast,“ segir Róbert. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Mynd/ASÍ „Starfsmannaleigur hafa þekkst áður en það að séu óskráðir tímabundnir starfsmenn er nýtt,“ segir Róbert og segir að brotastarsemi hafi aukist að undanförnu. „Oft eru þetta starfsmenn sem eru í svartri vinnu og fá greidd laun sem eru undir kjarasamningum. Þetta er að sjást bæði í ferðaþjónustu og byggingageiranum,“ segir Róbert. Hann bendir á að ef sjálfboðaliði kemur til landsins að vinna til dæmis í ferðaþjónustu sé hann eiginlega flokkaður sem ferðamaður. Róbert segir suma sjálfboðaliðastarfsemi ekki löglega. „Efnahagsleg starfsemi sjálfboða eru ekki lögleg, gagnvart skattinum eða öðru slíku, góðgerðarstarfsemi er annað mál, en sjálfboðaliði á hóteli er auðvitað ekki sjálfboðaliði hann á að fá greitt.“ „Við getum ekki svarað hversu margir þetta eru. Í einhverjum tilfellum jaðrar þetta við vinnumannssal en í öðrum tilfellum er þetta svört starfsemi,“ segir Róbert. Hann bendir á að þetta geti veikt samkeppnisstöðu þeirra sem reiða sig ekki á sjálfboðaliða eða svart vinnuafl. Tengdar fréttir Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Svartri vinnustarfsemi hér á landi gæti verið að fjölga í ljósi aukningar óskráðra starfsmanna og fleiri sjálfboðaliðum í ferðaþjónustu og öðrum geirum. Í einhverjum tilfellum jaðrar sjálfboðaliðavinnan við vinnumannsal. Þetta er mat Róberts Farestveits, hagfræðings hjá ASÍ. Hagspá ASÍ kom út á fimmtudag. Í hagspánni kemur fram að störfum sem erlent starfsfólk sinnir hefur farið fjölgandi og vaxandi þörf sé fyrir erlendu vinnuafli í ljósi minnkandi atvinnuleysis hér á landi og starfsmannaskorts. Fjölgun starfa gæti verið vanmetin hér á landi í ljósi þess að „óskráðum“ starfsmönnum er að fjölga sem og tímabundnum starfsmönnum og sjálfboðaliðum að mati Róberts. Tímabundnum starfsmönnum starfsmannaleiga hefur fjölgað úr engum í byrjun árs 2015 í tæplega níu hundruð í september 2016. Tímabundnum starfsmönnum þjónustufyrirtæja hefur fjölgað úr nærri engum í um 300 á sama tímabili. „ASÍ og skatturinn halda úti vinnustaðaeftirliti, það sem þeir eru að taka eftir í vaxandi mæli eru að hér séu tímabundnir starfsmenn sem ekki eru með kennitölu og koma þannig ekki fram í neinni tölfræði yfir vinnumarkaðinn. Við vitum ekki hvað þetta eru margir en þeir sem eru í eftirlitinu tala um að þetta sé að aukast,“ segir Róbert. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ.Mynd/ASÍ „Starfsmannaleigur hafa þekkst áður en það að séu óskráðir tímabundnir starfsmenn er nýtt,“ segir Róbert og segir að brotastarsemi hafi aukist að undanförnu. „Oft eru þetta starfsmenn sem eru í svartri vinnu og fá greidd laun sem eru undir kjarasamningum. Þetta er að sjást bæði í ferðaþjónustu og byggingageiranum,“ segir Róbert. Hann bendir á að ef sjálfboðaliði kemur til landsins að vinna til dæmis í ferðaþjónustu sé hann eiginlega flokkaður sem ferðamaður. Róbert segir suma sjálfboðaliðastarfsemi ekki löglega. „Efnahagsleg starfsemi sjálfboða eru ekki lögleg, gagnvart skattinum eða öðru slíku, góðgerðarstarfsemi er annað mál, en sjálfboðaliði á hóteli er auðvitað ekki sjálfboðaliði hann á að fá greitt.“ „Við getum ekki svarað hversu margir þetta eru. Í einhverjum tilfellum jaðrar þetta við vinnumannssal en í öðrum tilfellum er þetta svört starfsemi,“ segir Róbert. Hann bendir á að þetta geti veikt samkeppnisstöðu þeirra sem reiða sig ekki á sjálfboðaliða eða svart vinnuafl.
Tengdar fréttir Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. 20. október 2016 18:30
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent