Nýtt Ísland - Skýrt plan Pírata Viktor Orri Valgarðsson skrifar 25. október 2016 14:42 Nýverið samþykktum við Píratar stefnumál sem hefur ekki flogið sérstaklega hátt í umræðunni; sennilega vegna þess að það var um sama leyti og við vorum öll upptekin við að poppa yfir mis-stöðugu streymi æðislegra æsifrétta frá flokksþingi Framsóknarflokksins. Nú þegar rykið hefur sest yfir Háskólabíó og poppið er næstum því á þrotum er vert að vekja aftur athygli á öðrum og smávægilegri málefnum, eins og t.d. framtíð lýðræðis í landinu. Stefnumálið sem við Píratar samþykktum í atkvæðagreiðslu á kosningakerfinu okkar (x.piratar.is) var nefnilega stefna um útfærslu á samþykkt nýrrar stjórnarskrár; þ.e. nánari skýring á okkar helsta áherslumáli í þessum kosningum. Í þeirri stefnu kemur fram að það er skýlaus krafa okkar að Alþingi setji nýja stjórnarskrá í forgang á næsta kjörtímabili og samþykki hana á eins skömmum tíma og fýsilegt er. Í því samhengi eru engar dagsetningar nefndar, þar sem það yrði að taka mið af viðræðum við aðra flokka og þróun málsins. Hins vegar á sú vinna ekki að taka lengri tíma en nauðsynlegt er og hún á að byggja algjörlega á tillögu Stjórnlagaráðs, sem og á því frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem byggði á þeirri tillögu. Þannig er ekki bundið í bókstafstrú að nýja stjórnarskráin verði samþykkt stafrétt, en á sama tíma er skýrt áréttað að öll vinna þingsins skuli byggja á grundvelli fyrirliggjandi tillagna og ekki ganga gegn anda þeirra eða markmiðum Stjórnlagaráðs. Sömuleiðis er skýrt að Píratar sætta sig ekki við afmarkaðar breytingar á núverandi stjórnarskrá heldur ætla sér að samþykkja nýja stjórnarskrá - eins og þjóðin gerði kröfu um þann 20. október 2012. Loks er það nú stefna Pírata að endanleg, ný stjórnarskrá verði borin í heild sinni undir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til staðfestingar eða synjunar, helst samhliða þarnæstu þingkosningum. Að sjálfsögðu verður ráðist í önnur mikilvæg mál. Það þarf að samþykkja fjárlög og við Píratar leggjum ríka áherslu á endurreisn heilbrigðiskerfisins, uppboð kvótans á markaði og svo mætti áfram telja. Það þarf líka að breyta stjórnmálunum. Við viljum efla aðkomu almennings á öllum stigum stjórnmála og efna svikin loforð um þjóðaratkvæði um ESB. Við viljum tækla spillingu, styrkja eftirlit og stórauka gagnsæi. Við viljum tala við aðra flokka, við fjölmiðla og við þjóðina af virðingu; meðvituð um það að vilji þjóðarinnar er fullvalda allan ársins hring - ekki pólitískur ómöguleiki. En grundvöllurinn að þessu öllu er nýja stjórnarskráin. Hún tryggir okkur lýðræði á milli kosninga, pólitíska ábyrgð, gagnsæi, upplýsingafrelsi, sameign auðlinda og svona mætti lengi telja. Hún tryggir þessa hluti sem réttindi borgaranna, ekki sem aukaatriði sem fara eftir geðþótta valdhafa hverju sinni. Við Píratar höfum skuldbundið okkur til að klára þetta mál. Við höfum skýra og raunhæfa áætlun um hvernig við ætlum að gera það - og við höfum boðið öðrum með okkur í þá vegferð. Vegna þess að nauðsynlegar umbætur á íslensku samfélagi mega ekki verða fórnarlömb hrossakaupa eftir kosningar. Eignarhald þjóðarinnar á auðlindum, endurreisn heilbrigðiskerfisins og ný stjórnarskrá mega ekki mega ekki renna okkur úr greipum. Við þurfum að nýta þetta tækifæri til að tryggja okkur bætt lýðræði, ábyrgari stjórnvöld og sterkari réttindi til framtíðar. Nýtt Ísland, sem týndist smám saman eftir hrun. Einhvers staðar innan um leiðréttinguna og poppkornið.Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Pírata í Reykjavík-Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nýverið samþykktum við Píratar stefnumál sem hefur ekki flogið sérstaklega hátt í umræðunni; sennilega vegna þess að það var um sama leyti og við vorum öll upptekin við að poppa yfir mis-stöðugu streymi æðislegra æsifrétta frá flokksþingi Framsóknarflokksins. Nú þegar rykið hefur sest yfir Háskólabíó og poppið er næstum því á þrotum er vert að vekja aftur athygli á öðrum og smávægilegri málefnum, eins og t.d. framtíð lýðræðis í landinu. Stefnumálið sem við Píratar samþykktum í atkvæðagreiðslu á kosningakerfinu okkar (x.piratar.is) var nefnilega stefna um útfærslu á samþykkt nýrrar stjórnarskrár; þ.e. nánari skýring á okkar helsta áherslumáli í þessum kosningum. Í þeirri stefnu kemur fram að það er skýlaus krafa okkar að Alþingi setji nýja stjórnarskrá í forgang á næsta kjörtímabili og samþykki hana á eins skömmum tíma og fýsilegt er. Í því samhengi eru engar dagsetningar nefndar, þar sem það yrði að taka mið af viðræðum við aðra flokka og þróun málsins. Hins vegar á sú vinna ekki að taka lengri tíma en nauðsynlegt er og hún á að byggja algjörlega á tillögu Stjórnlagaráðs, sem og á því frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem byggði á þeirri tillögu. Þannig er ekki bundið í bókstafstrú að nýja stjórnarskráin verði samþykkt stafrétt, en á sama tíma er skýrt áréttað að öll vinna þingsins skuli byggja á grundvelli fyrirliggjandi tillagna og ekki ganga gegn anda þeirra eða markmiðum Stjórnlagaráðs. Sömuleiðis er skýrt að Píratar sætta sig ekki við afmarkaðar breytingar á núverandi stjórnarskrá heldur ætla sér að samþykkja nýja stjórnarskrá - eins og þjóðin gerði kröfu um þann 20. október 2012. Loks er það nú stefna Pírata að endanleg, ný stjórnarskrá verði borin í heild sinni undir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til staðfestingar eða synjunar, helst samhliða þarnæstu þingkosningum. Að sjálfsögðu verður ráðist í önnur mikilvæg mál. Það þarf að samþykkja fjárlög og við Píratar leggjum ríka áherslu á endurreisn heilbrigðiskerfisins, uppboð kvótans á markaði og svo mætti áfram telja. Það þarf líka að breyta stjórnmálunum. Við viljum efla aðkomu almennings á öllum stigum stjórnmála og efna svikin loforð um þjóðaratkvæði um ESB. Við viljum tækla spillingu, styrkja eftirlit og stórauka gagnsæi. Við viljum tala við aðra flokka, við fjölmiðla og við þjóðina af virðingu; meðvituð um það að vilji þjóðarinnar er fullvalda allan ársins hring - ekki pólitískur ómöguleiki. En grundvöllurinn að þessu öllu er nýja stjórnarskráin. Hún tryggir okkur lýðræði á milli kosninga, pólitíska ábyrgð, gagnsæi, upplýsingafrelsi, sameign auðlinda og svona mætti lengi telja. Hún tryggir þessa hluti sem réttindi borgaranna, ekki sem aukaatriði sem fara eftir geðþótta valdhafa hverju sinni. Við Píratar höfum skuldbundið okkur til að klára þetta mál. Við höfum skýra og raunhæfa áætlun um hvernig við ætlum að gera það - og við höfum boðið öðrum með okkur í þá vegferð. Vegna þess að nauðsynlegar umbætur á íslensku samfélagi mega ekki verða fórnarlömb hrossakaupa eftir kosningar. Eignarhald þjóðarinnar á auðlindum, endurreisn heilbrigðiskerfisins og ný stjórnarskrá mega ekki mega ekki renna okkur úr greipum. Við þurfum að nýta þetta tækifæri til að tryggja okkur bætt lýðræði, ábyrgari stjórnvöld og sterkari réttindi til framtíðar. Nýtt Ísland, sem týndist smám saman eftir hrun. Einhvers staðar innan um leiðréttinguna og poppkornið.Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Pírata í Reykjavík-Suður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar