Nýtt Ísland - Skýrt plan Pírata Viktor Orri Valgarðsson skrifar 25. október 2016 14:42 Nýverið samþykktum við Píratar stefnumál sem hefur ekki flogið sérstaklega hátt í umræðunni; sennilega vegna þess að það var um sama leyti og við vorum öll upptekin við að poppa yfir mis-stöðugu streymi æðislegra æsifrétta frá flokksþingi Framsóknarflokksins. Nú þegar rykið hefur sest yfir Háskólabíó og poppið er næstum því á þrotum er vert að vekja aftur athygli á öðrum og smávægilegri málefnum, eins og t.d. framtíð lýðræðis í landinu. Stefnumálið sem við Píratar samþykktum í atkvæðagreiðslu á kosningakerfinu okkar (x.piratar.is) var nefnilega stefna um útfærslu á samþykkt nýrrar stjórnarskrár; þ.e. nánari skýring á okkar helsta áherslumáli í þessum kosningum. Í þeirri stefnu kemur fram að það er skýlaus krafa okkar að Alþingi setji nýja stjórnarskrá í forgang á næsta kjörtímabili og samþykki hana á eins skömmum tíma og fýsilegt er. Í því samhengi eru engar dagsetningar nefndar, þar sem það yrði að taka mið af viðræðum við aðra flokka og þróun málsins. Hins vegar á sú vinna ekki að taka lengri tíma en nauðsynlegt er og hún á að byggja algjörlega á tillögu Stjórnlagaráðs, sem og á því frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem byggði á þeirri tillögu. Þannig er ekki bundið í bókstafstrú að nýja stjórnarskráin verði samþykkt stafrétt, en á sama tíma er skýrt áréttað að öll vinna þingsins skuli byggja á grundvelli fyrirliggjandi tillagna og ekki ganga gegn anda þeirra eða markmiðum Stjórnlagaráðs. Sömuleiðis er skýrt að Píratar sætta sig ekki við afmarkaðar breytingar á núverandi stjórnarskrá heldur ætla sér að samþykkja nýja stjórnarskrá - eins og þjóðin gerði kröfu um þann 20. október 2012. Loks er það nú stefna Pírata að endanleg, ný stjórnarskrá verði borin í heild sinni undir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til staðfestingar eða synjunar, helst samhliða þarnæstu þingkosningum. Að sjálfsögðu verður ráðist í önnur mikilvæg mál. Það þarf að samþykkja fjárlög og við Píratar leggjum ríka áherslu á endurreisn heilbrigðiskerfisins, uppboð kvótans á markaði og svo mætti áfram telja. Það þarf líka að breyta stjórnmálunum. Við viljum efla aðkomu almennings á öllum stigum stjórnmála og efna svikin loforð um þjóðaratkvæði um ESB. Við viljum tækla spillingu, styrkja eftirlit og stórauka gagnsæi. Við viljum tala við aðra flokka, við fjölmiðla og við þjóðina af virðingu; meðvituð um það að vilji þjóðarinnar er fullvalda allan ársins hring - ekki pólitískur ómöguleiki. En grundvöllurinn að þessu öllu er nýja stjórnarskráin. Hún tryggir okkur lýðræði á milli kosninga, pólitíska ábyrgð, gagnsæi, upplýsingafrelsi, sameign auðlinda og svona mætti lengi telja. Hún tryggir þessa hluti sem réttindi borgaranna, ekki sem aukaatriði sem fara eftir geðþótta valdhafa hverju sinni. Við Píratar höfum skuldbundið okkur til að klára þetta mál. Við höfum skýra og raunhæfa áætlun um hvernig við ætlum að gera það - og við höfum boðið öðrum með okkur í þá vegferð. Vegna þess að nauðsynlegar umbætur á íslensku samfélagi mega ekki verða fórnarlömb hrossakaupa eftir kosningar. Eignarhald þjóðarinnar á auðlindum, endurreisn heilbrigðiskerfisins og ný stjórnarskrá mega ekki mega ekki renna okkur úr greipum. Við þurfum að nýta þetta tækifæri til að tryggja okkur bætt lýðræði, ábyrgari stjórnvöld og sterkari réttindi til framtíðar. Nýtt Ísland, sem týndist smám saman eftir hrun. Einhvers staðar innan um leiðréttinguna og poppkornið.Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Pírata í Reykjavík-Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið samþykktum við Píratar stefnumál sem hefur ekki flogið sérstaklega hátt í umræðunni; sennilega vegna þess að það var um sama leyti og við vorum öll upptekin við að poppa yfir mis-stöðugu streymi æðislegra æsifrétta frá flokksþingi Framsóknarflokksins. Nú þegar rykið hefur sest yfir Háskólabíó og poppið er næstum því á þrotum er vert að vekja aftur athygli á öðrum og smávægilegri málefnum, eins og t.d. framtíð lýðræðis í landinu. Stefnumálið sem við Píratar samþykktum í atkvæðagreiðslu á kosningakerfinu okkar (x.piratar.is) var nefnilega stefna um útfærslu á samþykkt nýrrar stjórnarskrár; þ.e. nánari skýring á okkar helsta áherslumáli í þessum kosningum. Í þeirri stefnu kemur fram að það er skýlaus krafa okkar að Alþingi setji nýja stjórnarskrá í forgang á næsta kjörtímabili og samþykki hana á eins skömmum tíma og fýsilegt er. Í því samhengi eru engar dagsetningar nefndar, þar sem það yrði að taka mið af viðræðum við aðra flokka og þróun málsins. Hins vegar á sú vinna ekki að taka lengri tíma en nauðsynlegt er og hún á að byggja algjörlega á tillögu Stjórnlagaráðs, sem og á því frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem byggði á þeirri tillögu. Þannig er ekki bundið í bókstafstrú að nýja stjórnarskráin verði samþykkt stafrétt, en á sama tíma er skýrt áréttað að öll vinna þingsins skuli byggja á grundvelli fyrirliggjandi tillagna og ekki ganga gegn anda þeirra eða markmiðum Stjórnlagaráðs. Sömuleiðis er skýrt að Píratar sætta sig ekki við afmarkaðar breytingar á núverandi stjórnarskrá heldur ætla sér að samþykkja nýja stjórnarskrá - eins og þjóðin gerði kröfu um þann 20. október 2012. Loks er það nú stefna Pírata að endanleg, ný stjórnarskrá verði borin í heild sinni undir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til staðfestingar eða synjunar, helst samhliða þarnæstu þingkosningum. Að sjálfsögðu verður ráðist í önnur mikilvæg mál. Það þarf að samþykkja fjárlög og við Píratar leggjum ríka áherslu á endurreisn heilbrigðiskerfisins, uppboð kvótans á markaði og svo mætti áfram telja. Það þarf líka að breyta stjórnmálunum. Við viljum efla aðkomu almennings á öllum stigum stjórnmála og efna svikin loforð um þjóðaratkvæði um ESB. Við viljum tækla spillingu, styrkja eftirlit og stórauka gagnsæi. Við viljum tala við aðra flokka, við fjölmiðla og við þjóðina af virðingu; meðvituð um það að vilji þjóðarinnar er fullvalda allan ársins hring - ekki pólitískur ómöguleiki. En grundvöllurinn að þessu öllu er nýja stjórnarskráin. Hún tryggir okkur lýðræði á milli kosninga, pólitíska ábyrgð, gagnsæi, upplýsingafrelsi, sameign auðlinda og svona mætti lengi telja. Hún tryggir þessa hluti sem réttindi borgaranna, ekki sem aukaatriði sem fara eftir geðþótta valdhafa hverju sinni. Við Píratar höfum skuldbundið okkur til að klára þetta mál. Við höfum skýra og raunhæfa áætlun um hvernig við ætlum að gera það - og við höfum boðið öðrum með okkur í þá vegferð. Vegna þess að nauðsynlegar umbætur á íslensku samfélagi mega ekki verða fórnarlömb hrossakaupa eftir kosningar. Eignarhald þjóðarinnar á auðlindum, endurreisn heilbrigðiskerfisins og ný stjórnarskrá mega ekki mega ekki renna okkur úr greipum. Við þurfum að nýta þetta tækifæri til að tryggja okkur bætt lýðræði, ábyrgari stjórnvöld og sterkari réttindi til framtíðar. Nýtt Ísland, sem týndist smám saman eftir hrun. Einhvers staðar innan um leiðréttinguna og poppkornið.Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Pírata í Reykjavík-Suður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar