Samfélagið verður alltaf ógeðfelldara Vilhelm Jónsson skrifar 26. október 2016 16:00 Efnahagsstjórn landsins hefur verið keyrð áfram af fyrirhyggjuleysi og óábyrgum hætti árum saman. Stöðugleiki er hugtak sem stjórnsýslunni hefur verið fyrirmunað að hafa tök á eða láta sig einhverju varða. Þúsundir milljarða afskriftir gefa fyllilega til kynna hversu óvarlega stjórnvöld og bankasýslan hafa farið. Í nágrannalöndunum, sem við viljum bera okkur saman við, yrði tæplega liðið að fasteignauppbygging og fjármálakerfi hefði eingöngu verið drifið áfram af lánsfé og óstjórn og kallað síðan góðæri. Misskipting og röng forgangsröðun fær óhindrað að viðgangast þar sem þjóðin er dofin fyrir pólitískum sóðaskap. Illa er komið fyrir samfélaginu þurfi erlenda fjölmiðla til að upplýsa þjóðina og umheiminn hvers konar spilling og óstjórn viðgengst hér á landi. Óraunhæf skuldsetning getur aldrei gengið til lengri tíma litið með óstöðugleika og verðbólguskotum ásamt sveiflukenndu fasteignaverði. Eitt verð í gær, annað í dag og hærra verð á morgun og síðan springur bólan, að vísu misharkalega. Þeir skuldsettu og tekjuminni gjalda með missi yfirveðsettra eigna, jafnvel þótt eigið fé hafi verið til í upphafi. Fasteignamarkaður og stöðugleiki er brothættari en svo að forsvaranlegt sé fyrir tekjulágt fólk að leggja lífsafkomu undir í anda rússneskrar rúllettu. Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna er smánarblettur á fyrrverandi stjórnvöldum ásamt embættisverkum stjórnsýslunnar þar sem eignarupptaka og rýming tugþúsunda heimila var óhindrað látin viðgangast. Að baki slíkra aðgerða eru miklar þjáningar, sorg, erfiðleikar og upplausn heimila. Vaxtaokur ríkisbankanna fær sem fyrr að þrífast ásamt ógegnsærri hluta- og verðbréfasölu, t.d í Borgun þar sem Landsbankastjóra er ekki gert að axla ábyrgð. Iðgjaldahækkanir og arðgreiðslur tryggingafélaga vegna fákeppni eru óhóflegar samanber að ríkissjóður dældi milljörðum í Sjóvá þegar bótasjóður gufaði upp. Félagsmálapakki sem er í burðarliðnum og reglubreytingar á byggingalöggjöf eru ekki að ná tilætluðum árangri og mun ekki leysa húsnæðisvanda þótt hver nefndin af annarri sé skipuð. Of oft er látið stjórnast af óskhyggju og helmingaskiptareglu ásamt siðlausu plotti til að koma frumvörpum í gegnum þingið sem enginn raunveruleg sátt er um. Eðlileg og markviss uppbygging getur ekki átt sér stað með núverandi verðtryggingu og vaxtakjörum. Heigulsháttur þingmanna og lítilsvirðing gagnvart samfélaginu er óásættanlegt. Þeir víkja sér með einum eða öðrum hætti undan að nýta ekki lögbundin atkvæðisrétt sem þingmenn eru kjörnir til. Kaup HB Granda á kvóta Hafnarness í Þorlákshöfn gefur fyllilega til kynna glæpsamlegt framsal sem er viðhaldið með braski á sameiginlegri sjávarauðlind. Íbúar sjávarbyggða sitja eftir með verðlausar eignir og afkomu í molum til að kvótaeigendur geti hámarkað arðsemi sína. Ríkisbankar eru þar í aðalhlutverki og ýta undir samþjöppun útvaldra útgerðarfyrirtækja með því að gjaldfella lán til að arðræna almenning og fyrirtæki með óhæfu verklagi. Stjórnvöldum virðist fyrirmunað að axla ábyrgð og gera sér grein fyrir að gjaldmiðillinn er höfuðvandinn ásamt efnahagsstjórn. Fórnarkostnaður heimila og fyrirtækja hafa síðustu áratugi orðið verðbólgubáli að bráð. Ekki svo ósjaldan hefur „svokallað góðæri og hagvöxtur“ verið drifin áfram af einkaneyslu og skuldasöfnun. Ferðamannaiðnaðurinn er stjórnlaus og einkennist af gullgrafaraæði og fyrirhyggjuleysi þar sem lítið er hugað að langtímaáætlun nema þá helst í uppbyggingu flugstöðvar. Bygging hótela og annar rekstur er ekki í neinu jafnvægi enda keyrður áfram af ábyrgðarleysi og græðgi sem mun ýta undir gjaldþrotahrinu síðar. Landið er ríkt af náttúruauðlindum sem ætti að skila nægri innkomu fyrir stjórnvöld til að hækka lægstu laun og bætur verulega, yrði forgangsröðun eðlileg og ekki látin ganga upp allan launastigann. Stórum hluta öryrkja og fleirum mætti koma út á vinnumarkaðinn væri að einhverjum ávinningi að hverfa. Sé það illgerlegt mætti eflaust fá kjaradóm til þeirra verka enda verkalýðshreyfingin líklega ekki til þess bær. Samfélagið er orðið svo rotið að nánast hvaða sóðaskapur og misskipting getur fengið að þrífast í íslensku viðskiptalífi. Ef að líkum lætur verður ekki svo auðveldlega undið ofan af viðskiptasiðferði fjármálastofnana og afdrif sjávarauðlinda fyrr en blóð rennur. Siðleysið og spilling mun óhindrað halda áfram þar til almenningur hættir að láta traðka á sér eða önnur öfl fara af fullri hörku gegn valdníðslu, misrétti, sjálftöku, þjófnaði og öðru óréttlæti. Stjórnvöld hafa lítið sem ekkert með núverandi efnahagsbata að gera sem hefur átt sér stað enda er hann tilkominn vegna ytri aðstæðna. Má nefna aukinn ferðamannastraum, lækkun olíuverðs, makrílveiðar og styrkingu krónunnar. Fasteignaverð sem skrúfast upp um helming á örfáum árum ber glöggt dæmi um froðukennda hagstjórn enda ótraustur stöðugleiki þar að baki. Íslenskt samfélag er að verða lítið annað en glæparíki þar sem spilling hefur fengið óhindrað að þrífast árum saman. Eigi að vera hægt að vinda ofan af sjálftöku útvaldra og misskiptingu verður það aðeins gert með þátttöku þeirra sem skilst að nóg sé komið. Það þarf fólk sem er alvara og hefur hug og kjark eða jafnvel engu að tapa til að uppræta spillingu og rányrkju, en það verður ekki gert með teskeiðum og amen-hallelúja í anda fyrri mótmæla. Græðgi og eignaupptaka fjármálafyrirtækja undangenginna ára hefur orðið til þess að tugþúsundir heimila hafa þurft að gjalda fyrir með fátækt, lífshamingju sinni og óásættanlegri afkomu. Of margir hafa svipt sig lífi eftir ljóta meðferð banka og fjármálafyrirtækja sem stjórnast af glæpsamlegum tilgangi og hafa fengið óhindrað að ræna skuldug heimili með vafasamri eignarupptöku. Of margir hafa jafnvel þvert á eigin vilja spilað með til að halda starfi og starfsframa, eða jafnvel stjórnast af skítlegu eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Efnahagsstjórn landsins hefur verið keyrð áfram af fyrirhyggjuleysi og óábyrgum hætti árum saman. Stöðugleiki er hugtak sem stjórnsýslunni hefur verið fyrirmunað að hafa tök á eða láta sig einhverju varða. Þúsundir milljarða afskriftir gefa fyllilega til kynna hversu óvarlega stjórnvöld og bankasýslan hafa farið. Í nágrannalöndunum, sem við viljum bera okkur saman við, yrði tæplega liðið að fasteignauppbygging og fjármálakerfi hefði eingöngu verið drifið áfram af lánsfé og óstjórn og kallað síðan góðæri. Misskipting og röng forgangsröðun fær óhindrað að viðgangast þar sem þjóðin er dofin fyrir pólitískum sóðaskap. Illa er komið fyrir samfélaginu þurfi erlenda fjölmiðla til að upplýsa þjóðina og umheiminn hvers konar spilling og óstjórn viðgengst hér á landi. Óraunhæf skuldsetning getur aldrei gengið til lengri tíma litið með óstöðugleika og verðbólguskotum ásamt sveiflukenndu fasteignaverði. Eitt verð í gær, annað í dag og hærra verð á morgun og síðan springur bólan, að vísu misharkalega. Þeir skuldsettu og tekjuminni gjalda með missi yfirveðsettra eigna, jafnvel þótt eigið fé hafi verið til í upphafi. Fasteignamarkaður og stöðugleiki er brothættari en svo að forsvaranlegt sé fyrir tekjulágt fólk að leggja lífsafkomu undir í anda rússneskrar rúllettu. Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna er smánarblettur á fyrrverandi stjórnvöldum ásamt embættisverkum stjórnsýslunnar þar sem eignarupptaka og rýming tugþúsunda heimila var óhindrað látin viðgangast. Að baki slíkra aðgerða eru miklar þjáningar, sorg, erfiðleikar og upplausn heimila. Vaxtaokur ríkisbankanna fær sem fyrr að þrífast ásamt ógegnsærri hluta- og verðbréfasölu, t.d í Borgun þar sem Landsbankastjóra er ekki gert að axla ábyrgð. Iðgjaldahækkanir og arðgreiðslur tryggingafélaga vegna fákeppni eru óhóflegar samanber að ríkissjóður dældi milljörðum í Sjóvá þegar bótasjóður gufaði upp. Félagsmálapakki sem er í burðarliðnum og reglubreytingar á byggingalöggjöf eru ekki að ná tilætluðum árangri og mun ekki leysa húsnæðisvanda þótt hver nefndin af annarri sé skipuð. Of oft er látið stjórnast af óskhyggju og helmingaskiptareglu ásamt siðlausu plotti til að koma frumvörpum í gegnum þingið sem enginn raunveruleg sátt er um. Eðlileg og markviss uppbygging getur ekki átt sér stað með núverandi verðtryggingu og vaxtakjörum. Heigulsháttur þingmanna og lítilsvirðing gagnvart samfélaginu er óásættanlegt. Þeir víkja sér með einum eða öðrum hætti undan að nýta ekki lögbundin atkvæðisrétt sem þingmenn eru kjörnir til. Kaup HB Granda á kvóta Hafnarness í Þorlákshöfn gefur fyllilega til kynna glæpsamlegt framsal sem er viðhaldið með braski á sameiginlegri sjávarauðlind. Íbúar sjávarbyggða sitja eftir með verðlausar eignir og afkomu í molum til að kvótaeigendur geti hámarkað arðsemi sína. Ríkisbankar eru þar í aðalhlutverki og ýta undir samþjöppun útvaldra útgerðarfyrirtækja með því að gjaldfella lán til að arðræna almenning og fyrirtæki með óhæfu verklagi. Stjórnvöldum virðist fyrirmunað að axla ábyrgð og gera sér grein fyrir að gjaldmiðillinn er höfuðvandinn ásamt efnahagsstjórn. Fórnarkostnaður heimila og fyrirtækja hafa síðustu áratugi orðið verðbólgubáli að bráð. Ekki svo ósjaldan hefur „svokallað góðæri og hagvöxtur“ verið drifin áfram af einkaneyslu og skuldasöfnun. Ferðamannaiðnaðurinn er stjórnlaus og einkennist af gullgrafaraæði og fyrirhyggjuleysi þar sem lítið er hugað að langtímaáætlun nema þá helst í uppbyggingu flugstöðvar. Bygging hótela og annar rekstur er ekki í neinu jafnvægi enda keyrður áfram af ábyrgðarleysi og græðgi sem mun ýta undir gjaldþrotahrinu síðar. Landið er ríkt af náttúruauðlindum sem ætti að skila nægri innkomu fyrir stjórnvöld til að hækka lægstu laun og bætur verulega, yrði forgangsröðun eðlileg og ekki látin ganga upp allan launastigann. Stórum hluta öryrkja og fleirum mætti koma út á vinnumarkaðinn væri að einhverjum ávinningi að hverfa. Sé það illgerlegt mætti eflaust fá kjaradóm til þeirra verka enda verkalýðshreyfingin líklega ekki til þess bær. Samfélagið er orðið svo rotið að nánast hvaða sóðaskapur og misskipting getur fengið að þrífast í íslensku viðskiptalífi. Ef að líkum lætur verður ekki svo auðveldlega undið ofan af viðskiptasiðferði fjármálastofnana og afdrif sjávarauðlinda fyrr en blóð rennur. Siðleysið og spilling mun óhindrað halda áfram þar til almenningur hættir að láta traðka á sér eða önnur öfl fara af fullri hörku gegn valdníðslu, misrétti, sjálftöku, þjófnaði og öðru óréttlæti. Stjórnvöld hafa lítið sem ekkert með núverandi efnahagsbata að gera sem hefur átt sér stað enda er hann tilkominn vegna ytri aðstæðna. Má nefna aukinn ferðamannastraum, lækkun olíuverðs, makrílveiðar og styrkingu krónunnar. Fasteignaverð sem skrúfast upp um helming á örfáum árum ber glöggt dæmi um froðukennda hagstjórn enda ótraustur stöðugleiki þar að baki. Íslenskt samfélag er að verða lítið annað en glæparíki þar sem spilling hefur fengið óhindrað að þrífast árum saman. Eigi að vera hægt að vinda ofan af sjálftöku útvaldra og misskiptingu verður það aðeins gert með þátttöku þeirra sem skilst að nóg sé komið. Það þarf fólk sem er alvara og hefur hug og kjark eða jafnvel engu að tapa til að uppræta spillingu og rányrkju, en það verður ekki gert með teskeiðum og amen-hallelúja í anda fyrri mótmæla. Græðgi og eignaupptaka fjármálafyrirtækja undangenginna ára hefur orðið til þess að tugþúsundir heimila hafa þurft að gjalda fyrir með fátækt, lífshamingju sinni og óásættanlegri afkomu. Of margir hafa svipt sig lífi eftir ljóta meðferð banka og fjármálafyrirtækja sem stjórnast af glæpsamlegum tilgangi og hafa fengið óhindrað að ræna skuldug heimili með vafasamri eignarupptöku. Of margir hafa jafnvel þvert á eigin vilja spilað með til að halda starfi og starfsframa, eða jafnvel stjórnast af skítlegu eðli.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar