Slakar á með góðum norrænum krimma Sæunn Gísladóttir skrifar 26. október 2016 13:00 Berta Daníelsdóttir segist finna fyrir mikilli þörf fyrir að losa um orkuna með hreyfingu. Vísir/GVA Berta Daníelsdóttir mun taka við starfi framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans þann 15. nóvember næstkomandi af Þór Sigfússyni, stofnanda og eiganda. Þór mun starfa áfram að nýsköpunarverkefnum sem klasinn hefur sett á laggirnar ásamt því að vera áfram stjórnarformaður. Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í haftengdri starfsemi. Klasinn starfrækir meðal annars Hús sjávarklasans ehf. sem er samfélag tæplega 70 fyrirtækja og frumkvöðla. Berta hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir Marel síðastliðin 18 ár og nú síðast sem rekstrarstjóri Marel í Seattle í Bandaríkjunum. „Ég er afskaplega spennt fyrir þessum breytingum. Ég hef frá stofnun Sjávarklasans fyrir fimm árum fylgst vel með þróuninni. Marel var einn af fyrstu samstarfsaðilum í húsinu og í gegnum þáverandi starf mitt fylgdist ég náið með fyrstu skrefunum,“ segir Berta. „Þetta er réttur tími til að breyta til og mikil áskorun. Framtíðin er björt hjá Sjávarklasanum. Virðiskeðja sjávarútvegsins er svo miklu stærri en bara veiðar og vinnsla. Það er magnað hvað nýsköpunin hefur náð miklu flugi í geiranum á síðustu árum. Það er mikill fókus á nýsköpun og sjálfbærni, og bæði Marel og Íslenski sjávarklasinn hafa það að markmiði að styðja við sjálfbærni í matvælavinnslu,“ segir Berta. Berta er með meistaragráðu í stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja frá Háskólanum á Akureyri. Hún er ein af stofnendum félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún flutti í ágúst heim eftir að hafa búið í átján mánuði í Seattle og þar áður sex mánuði í Singapúr á vegum Marel. „Það er frábært að koma heim. Þó að það sé ótrúlega spennandi að vera erlendis, upplifa nýtt menningarlíf og aðstæður og kynnast lífinu á annan hátt, þá togar fjölskyldan alltaf,“ segir Berta. Hún á þrjú uppkomin börn, og þrjár ömmustelpur sem eiga hug hennar allan. Þegar hún er ekki að sinna ömmustelpunum stundar Berta mikla hreyfingu. „Ég bý yfir ótrúlegri orku og verð að hreyfa mig ef ég næ henni ekki úr kroppnum á daginn, annaðhvort snemma um morguninn eða seinna á kvöldin, til að losa mig við hana,“ segir Berta. Berta stundar líkamsrækt og göngur með hundinum. „Það er stundum spurning hver dregur hvern út,“ segir hún glettin. „Ég geng aðallega í kringum Hafnarfjörð þar sem ég get tekið hundinn með, meðal annars í Heiðmörk. Ég bý á Völlunum í Hafnarfirði og það er opin náttúra í bakgarðinum hjá mér. Náttúran er margbreytileg og maður er alltaf með eitthvert nýtt listaverk fyrir augunum,“ segir Berta. Hún er einnig mikill lestrarhestur. „Ég les aðallega skandinavíska krimma, ég slaka mjög mikið á við að lesa þá og detta inn í góða Nesbo-fléttu. Eftir langa daga og mikið áreiti þá er rosalega gott að opna góða bók,“ segir Berta. „Skandinavísku höfundarnir og þeir íslensku eru magnaðir því bækurnar eru svo raunverulegar.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stóru og meðalstóru fyrirtækin eflast frekar Velta tæknifyrirtækja í Sjávarklasanum jókst um 12 prósent á árinu 2015 og er nú um 60-65 milljarðar króna. 6. júlí 2016 11:00 Fyrirtækin hafa vaxið um 15-20 prósent Sjávarklasinn er fimm ára í ár. Starfsemin hefur vakið mikla athygli, einkum í Bandaríkjunum. Stofnandinn vill að Sílíkondalur sjávarútvegarins verði á Íslandi. Hann sætti rannsókn sérstaks saksóknara þegar Klasinn var stofnaður og se 23. mars 2016 12:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Berta Daníelsdóttir mun taka við starfi framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans þann 15. nóvember næstkomandi af Þór Sigfússyni, stofnanda og eiganda. Þór mun starfa áfram að nýsköpunarverkefnum sem klasinn hefur sett á laggirnar ásamt því að vera áfram stjórnarformaður. Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í haftengdri starfsemi. Klasinn starfrækir meðal annars Hús sjávarklasans ehf. sem er samfélag tæplega 70 fyrirtækja og frumkvöðla. Berta hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir Marel síðastliðin 18 ár og nú síðast sem rekstrarstjóri Marel í Seattle í Bandaríkjunum. „Ég er afskaplega spennt fyrir þessum breytingum. Ég hef frá stofnun Sjávarklasans fyrir fimm árum fylgst vel með þróuninni. Marel var einn af fyrstu samstarfsaðilum í húsinu og í gegnum þáverandi starf mitt fylgdist ég náið með fyrstu skrefunum,“ segir Berta. „Þetta er réttur tími til að breyta til og mikil áskorun. Framtíðin er björt hjá Sjávarklasanum. Virðiskeðja sjávarútvegsins er svo miklu stærri en bara veiðar og vinnsla. Það er magnað hvað nýsköpunin hefur náð miklu flugi í geiranum á síðustu árum. Það er mikill fókus á nýsköpun og sjálfbærni, og bæði Marel og Íslenski sjávarklasinn hafa það að markmiði að styðja við sjálfbærni í matvælavinnslu,“ segir Berta. Berta er með meistaragráðu í stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja frá Háskólanum á Akureyri. Hún er ein af stofnendum félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún flutti í ágúst heim eftir að hafa búið í átján mánuði í Seattle og þar áður sex mánuði í Singapúr á vegum Marel. „Það er frábært að koma heim. Þó að það sé ótrúlega spennandi að vera erlendis, upplifa nýtt menningarlíf og aðstæður og kynnast lífinu á annan hátt, þá togar fjölskyldan alltaf,“ segir Berta. Hún á þrjú uppkomin börn, og þrjár ömmustelpur sem eiga hug hennar allan. Þegar hún er ekki að sinna ömmustelpunum stundar Berta mikla hreyfingu. „Ég bý yfir ótrúlegri orku og verð að hreyfa mig ef ég næ henni ekki úr kroppnum á daginn, annaðhvort snemma um morguninn eða seinna á kvöldin, til að losa mig við hana,“ segir Berta. Berta stundar líkamsrækt og göngur með hundinum. „Það er stundum spurning hver dregur hvern út,“ segir hún glettin. „Ég geng aðallega í kringum Hafnarfjörð þar sem ég get tekið hundinn með, meðal annars í Heiðmörk. Ég bý á Völlunum í Hafnarfirði og það er opin náttúra í bakgarðinum hjá mér. Náttúran er margbreytileg og maður er alltaf með eitthvert nýtt listaverk fyrir augunum,“ segir Berta. Hún er einnig mikill lestrarhestur. „Ég les aðallega skandinavíska krimma, ég slaka mjög mikið á við að lesa þá og detta inn í góða Nesbo-fléttu. Eftir langa daga og mikið áreiti þá er rosalega gott að opna góða bók,“ segir Berta. „Skandinavísku höfundarnir og þeir íslensku eru magnaðir því bækurnar eru svo raunverulegar.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stóru og meðalstóru fyrirtækin eflast frekar Velta tæknifyrirtækja í Sjávarklasanum jókst um 12 prósent á árinu 2015 og er nú um 60-65 milljarðar króna. 6. júlí 2016 11:00 Fyrirtækin hafa vaxið um 15-20 prósent Sjávarklasinn er fimm ára í ár. Starfsemin hefur vakið mikla athygli, einkum í Bandaríkjunum. Stofnandinn vill að Sílíkondalur sjávarútvegarins verði á Íslandi. Hann sætti rannsókn sérstaks saksóknara þegar Klasinn var stofnaður og se 23. mars 2016 12:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Stóru og meðalstóru fyrirtækin eflast frekar Velta tæknifyrirtækja í Sjávarklasanum jókst um 12 prósent á árinu 2015 og er nú um 60-65 milljarðar króna. 6. júlí 2016 11:00
Fyrirtækin hafa vaxið um 15-20 prósent Sjávarklasinn er fimm ára í ár. Starfsemin hefur vakið mikla athygli, einkum í Bandaríkjunum. Stofnandinn vill að Sílíkondalur sjávarútvegarins verði á Íslandi. Hann sætti rannsókn sérstaks saksóknara þegar Klasinn var stofnaður og se 23. mars 2016 12:00