Lauflétt? Erla Skúladóttir skrifar 26. október 2016 09:00 Þegar nýsköpunarfyrirtækið Lauf Forks var stofnað árið 2011 hófst hinn hefðbundni höfuðverkur: Hvað á barnið að heita? Fyrirtækið var stofnað utan um uppfinningu demparagaffals fyrir reiðhjól, þess léttasta í heimi, og frá upphafi lá fyrir að leikvöllur okkar myndi ná langt út fyrir landamæri Íslands. Við þurftum því að velja okkur vörumerki sem gæti hentað um heim allan og notið verndar hugverkaréttar um leið. Þannig þurfti merkið að vera vel til þess fallið að greina vörur og þjónustu fyrirtækisins frá vörum og þjónustu annarra og gæta þurfti að því að það væri ekki of lýsandi fyrir þær vörur og þjónustu sem því var ætlað að auðkenna. Í Laufgöfflunum er notast við svokallaða blaðfjöðrun, á ensku „leaf suspension“, og út frá því kviknaði hugmyndin að nafni fyrirtækisins og vörumerki. Gafflarnir eru auk þess laufléttir og nafngiftin því mjög viðeigandi. Þegar við höfðum skilgreint helstu markaðs- og framleiðslusvæði þurfti að kanna hvort þar væru fyrir í notkun sömu eða svipuð merki fyrir sömu eða svipaða vöru eða þjónustu. Þegar sú leit skilaði engum niðurstöðum hófst önnur leit, ekki síður mikilvæg. Vörumerki geta nefnilega auðveldlega týnst í þýðingum og það hefur vafist fyrir ýmsum. Þegar framleiðandi Ford setti Pinto bílana á markað á sínum tíma kom tregða á Brasilíumarkaði fyrst um sinn á óvart – þangað til það kom upp úr dúrnum að pinto er brasilískt slangur yfir kynfæri (í smærra lagi) karla! Annað dæmi sem gjarnan er vísað til er íranska þvottaefnið BARF, sem á þarlendri tungu ku merkja snjór, en færi eflaust öfugt ofan í flesta enskumælandi neytendur – af augljósum ástæðum. Orðabókarleit skilaði engum vafasömum þýðingum á merkinu Lauf. Vörur okkar hafa verið seldar um allan heim í þrjú ár, vörumerkið öðlast sess og er nú skráð á helstu mörkuðum. Það er sjónrænt auðvelt að muna fjögurra stafa orðmerki en vissulega vefst íslenski framburðurinn fyrir mörgum. Lauf er oft borið fram láf, sem hefur þýskan hljóm. Okkur finnst það í sjálfu sér ekkert verra, enda merkir orðið hlaup eða keppni á þýsku og gafflarnir okkar eru ekki síst ætlaðir hjólreiðafólki sem vill skara fram úr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Þegar nýsköpunarfyrirtækið Lauf Forks var stofnað árið 2011 hófst hinn hefðbundni höfuðverkur: Hvað á barnið að heita? Fyrirtækið var stofnað utan um uppfinningu demparagaffals fyrir reiðhjól, þess léttasta í heimi, og frá upphafi lá fyrir að leikvöllur okkar myndi ná langt út fyrir landamæri Íslands. Við þurftum því að velja okkur vörumerki sem gæti hentað um heim allan og notið verndar hugverkaréttar um leið. Þannig þurfti merkið að vera vel til þess fallið að greina vörur og þjónustu fyrirtækisins frá vörum og þjónustu annarra og gæta þurfti að því að það væri ekki of lýsandi fyrir þær vörur og þjónustu sem því var ætlað að auðkenna. Í Laufgöfflunum er notast við svokallaða blaðfjöðrun, á ensku „leaf suspension“, og út frá því kviknaði hugmyndin að nafni fyrirtækisins og vörumerki. Gafflarnir eru auk þess laufléttir og nafngiftin því mjög viðeigandi. Þegar við höfðum skilgreint helstu markaðs- og framleiðslusvæði þurfti að kanna hvort þar væru fyrir í notkun sömu eða svipuð merki fyrir sömu eða svipaða vöru eða þjónustu. Þegar sú leit skilaði engum niðurstöðum hófst önnur leit, ekki síður mikilvæg. Vörumerki geta nefnilega auðveldlega týnst í þýðingum og það hefur vafist fyrir ýmsum. Þegar framleiðandi Ford setti Pinto bílana á markað á sínum tíma kom tregða á Brasilíumarkaði fyrst um sinn á óvart – þangað til það kom upp úr dúrnum að pinto er brasilískt slangur yfir kynfæri (í smærra lagi) karla! Annað dæmi sem gjarnan er vísað til er íranska þvottaefnið BARF, sem á þarlendri tungu ku merkja snjór, en færi eflaust öfugt ofan í flesta enskumælandi neytendur – af augljósum ástæðum. Orðabókarleit skilaði engum vafasömum þýðingum á merkinu Lauf. Vörur okkar hafa verið seldar um allan heim í þrjú ár, vörumerkið öðlast sess og er nú skráð á helstu mörkuðum. Það er sjónrænt auðvelt að muna fjögurra stafa orðmerki en vissulega vefst íslenski framburðurinn fyrir mörgum. Lauf er oft borið fram láf, sem hefur þýskan hljóm. Okkur finnst það í sjálfu sér ekkert verra, enda merkir orðið hlaup eða keppni á þýsku og gafflarnir okkar eru ekki síst ætlaðir hjólreiðafólki sem vill skara fram úr.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar