Lauflétt? Erla Skúladóttir skrifar 26. október 2016 09:00 Þegar nýsköpunarfyrirtækið Lauf Forks var stofnað árið 2011 hófst hinn hefðbundni höfuðverkur: Hvað á barnið að heita? Fyrirtækið var stofnað utan um uppfinningu demparagaffals fyrir reiðhjól, þess léttasta í heimi, og frá upphafi lá fyrir að leikvöllur okkar myndi ná langt út fyrir landamæri Íslands. Við þurftum því að velja okkur vörumerki sem gæti hentað um heim allan og notið verndar hugverkaréttar um leið. Þannig þurfti merkið að vera vel til þess fallið að greina vörur og þjónustu fyrirtækisins frá vörum og þjónustu annarra og gæta þurfti að því að það væri ekki of lýsandi fyrir þær vörur og þjónustu sem því var ætlað að auðkenna. Í Laufgöfflunum er notast við svokallaða blaðfjöðrun, á ensku „leaf suspension“, og út frá því kviknaði hugmyndin að nafni fyrirtækisins og vörumerki. Gafflarnir eru auk þess laufléttir og nafngiftin því mjög viðeigandi. Þegar við höfðum skilgreint helstu markaðs- og framleiðslusvæði þurfti að kanna hvort þar væru fyrir í notkun sömu eða svipuð merki fyrir sömu eða svipaða vöru eða þjónustu. Þegar sú leit skilaði engum niðurstöðum hófst önnur leit, ekki síður mikilvæg. Vörumerki geta nefnilega auðveldlega týnst í þýðingum og það hefur vafist fyrir ýmsum. Þegar framleiðandi Ford setti Pinto bílana á markað á sínum tíma kom tregða á Brasilíumarkaði fyrst um sinn á óvart – þangað til það kom upp úr dúrnum að pinto er brasilískt slangur yfir kynfæri (í smærra lagi) karla! Annað dæmi sem gjarnan er vísað til er íranska þvottaefnið BARF, sem á þarlendri tungu ku merkja snjór, en færi eflaust öfugt ofan í flesta enskumælandi neytendur – af augljósum ástæðum. Orðabókarleit skilaði engum vafasömum þýðingum á merkinu Lauf. Vörur okkar hafa verið seldar um allan heim í þrjú ár, vörumerkið öðlast sess og er nú skráð á helstu mörkuðum. Það er sjónrænt auðvelt að muna fjögurra stafa orðmerki en vissulega vefst íslenski framburðurinn fyrir mörgum. Lauf er oft borið fram láf, sem hefur þýskan hljóm. Okkur finnst það í sjálfu sér ekkert verra, enda merkir orðið hlaup eða keppni á þýsku og gafflarnir okkar eru ekki síst ætlaðir hjólreiðafólki sem vill skara fram úr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar nýsköpunarfyrirtækið Lauf Forks var stofnað árið 2011 hófst hinn hefðbundni höfuðverkur: Hvað á barnið að heita? Fyrirtækið var stofnað utan um uppfinningu demparagaffals fyrir reiðhjól, þess léttasta í heimi, og frá upphafi lá fyrir að leikvöllur okkar myndi ná langt út fyrir landamæri Íslands. Við þurftum því að velja okkur vörumerki sem gæti hentað um heim allan og notið verndar hugverkaréttar um leið. Þannig þurfti merkið að vera vel til þess fallið að greina vörur og þjónustu fyrirtækisins frá vörum og þjónustu annarra og gæta þurfti að því að það væri ekki of lýsandi fyrir þær vörur og þjónustu sem því var ætlað að auðkenna. Í Laufgöfflunum er notast við svokallaða blaðfjöðrun, á ensku „leaf suspension“, og út frá því kviknaði hugmyndin að nafni fyrirtækisins og vörumerki. Gafflarnir eru auk þess laufléttir og nafngiftin því mjög viðeigandi. Þegar við höfðum skilgreint helstu markaðs- og framleiðslusvæði þurfti að kanna hvort þar væru fyrir í notkun sömu eða svipuð merki fyrir sömu eða svipaða vöru eða þjónustu. Þegar sú leit skilaði engum niðurstöðum hófst önnur leit, ekki síður mikilvæg. Vörumerki geta nefnilega auðveldlega týnst í þýðingum og það hefur vafist fyrir ýmsum. Þegar framleiðandi Ford setti Pinto bílana á markað á sínum tíma kom tregða á Brasilíumarkaði fyrst um sinn á óvart – þangað til það kom upp úr dúrnum að pinto er brasilískt slangur yfir kynfæri (í smærra lagi) karla! Annað dæmi sem gjarnan er vísað til er íranska þvottaefnið BARF, sem á þarlendri tungu ku merkja snjór, en færi eflaust öfugt ofan í flesta enskumælandi neytendur – af augljósum ástæðum. Orðabókarleit skilaði engum vafasömum þýðingum á merkinu Lauf. Vörur okkar hafa verið seldar um allan heim í þrjú ár, vörumerkið öðlast sess og er nú skráð á helstu mörkuðum. Það er sjónrænt auðvelt að muna fjögurra stafa orðmerki en vissulega vefst íslenski framburðurinn fyrir mörgum. Lauf er oft borið fram láf, sem hefur þýskan hljóm. Okkur finnst það í sjálfu sér ekkert verra, enda merkir orðið hlaup eða keppni á þýsku og gafflarnir okkar eru ekki síst ætlaðir hjólreiðafólki sem vill skara fram úr.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar