Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar Ósk Sigurðardóttir skrifar 27. október 2016 08:00 Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Í tilefni hans halda iðjuþjálfar um allan heim daginn hátíðlegan og minna á mikilvægi þeirra starfa sem þeir sinna. Í ár er einnig 40 ára afmæli Iðjuþjálfafélags Íslands og til að fagna því var haldin tveggja daga ráðstefna á vordögum þar sem fjallað var um velferðartækni og fjölbreytileikann sem einkennir störf iðjuþjálfa. Það voru framsýnir og kraftmiklir iðjuþjálfar sem komu saman og stofnuðu félagið 4. mars 1976. Nám til BSc gráðu í iðjuþjálfunarfræði hófst við Háskólann á Akureyri 1997 en fyrir þann tíma þurfti fólk að nema á erlendri grundu. Félagsmenn eru nú um 280 talsins og starfa um allt land.Hvað gera iðjuþjálfar? Iðjuþjálfar vinna með fólki á öllum aldri sem vegna heilsuástands eða fötlunar getur ekki sinnt þeirri daglegu iðju sem það þarf og vill inna af hendi. Þetta eru athafnir sem skipta máli fyrir eigin umsjá, heimilisstörf, atvinnuþátttöku og tómstundaiðju. Í samvinnu við einstaklinginn eru sett markmið og fundnar leiðir til að hann eða hún megi efla færni sína og þátttöku í samfélaginu. Þannig er unnt að stuðla að auknu sjálfstæði og lífsgæðum. Iðjuþjálfar starfa við heilsueflingu og forvarnir, hæfingu og endurhæfingu. Sérfræðiþekking þeirra felst í að finna hagkvæmar lausnir á hvers kyns iðjuvanda sem hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks. Iðjuþjálfar starfa á vettvangi heilbrigðis-, félags- og menntamála. Þeir sinna einnig verkefnum hjá hinu opinbera við skipulagningu heilbrigðis- og félagsþjónustu og við hönnun umhverfis. Þeir starfa einnig hjá fyrirtækjum, sem sjálfstæðir atvinnurekendur eða ráðgjafar við heilsueflingu, starfsendurhæfingu, vinnuvernd, forvarnir og hönnun svo eitthvað sé nefnt.Stærsta áskorun okkar tíma? Í dag eru aldraðir 25 % af öllum íbúum Norðurlandanna. Þessi tala fer hækkandi og er talið að hlutfall aldraðra verði um um 40% árið 2030. Á sama tíma eiga 13-21% Norðurlandabúa við einhvers konar fötlun eða færniskerðingu að stríða. Sá hópur fólks sem þarf að nýta sér stuðningsþjónustu til að geta lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi mun því verða æ fjölmennari. Það er opinber stefna stjórnvalda að fólk búi á heimili sínu eins lengi og unnt er. Þetta á meðal annars við um aldrað fólk. Þegar erfiðleikar koma upp kemur sérþekking iðjuþjálfa á daglegri iðju fólks og áhrifum umhverfisins að góðu gagni. Iðjuþjálfar fara í heimilisathuganir og veita ráðgjöf um val á hjálpartækjum og hvernig megi aðlaga umhverfið til að auka sjálfstæði fólks við athafnir á eigin heimili. Slíkar lausnir stuðla að því að aldraðir geta búið lengur heima. Þannig er unnt að minnka þörf fyrir heimaþjónustu, heimahjúkrun og flutning á hjúkrunarheimili. Þessi nálgun hefur skilað miklum árangri á hinum Norðurlöndunum og mætti efla hana til muna hér á landi.Aukið hlutverk iðjuþjálfa Það er trú okkar að iðjuþjálfar gegni veigamiklu hlutverki þegar tekist er á við þær áskoranir sem blasa við í velferðarsamfélagi hvort sem litið er til verkefna hjá ríki, sveitarfélögum eða á almennum markaði. Iðjuþjálfar eru mikilvægur hlekkur í þeirri þverfaglegu þjónustukeðju sem einkenna þarf nútíma velferðarþjónustu og menntakerfi í samfélagi sem vinnur að auknum lífsgæðum allra þegna sinna. Kynntu þér málið nánar á www.ii.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Í tilefni hans halda iðjuþjálfar um allan heim daginn hátíðlegan og minna á mikilvægi þeirra starfa sem þeir sinna. Í ár er einnig 40 ára afmæli Iðjuþjálfafélags Íslands og til að fagna því var haldin tveggja daga ráðstefna á vordögum þar sem fjallað var um velferðartækni og fjölbreytileikann sem einkennir störf iðjuþjálfa. Það voru framsýnir og kraftmiklir iðjuþjálfar sem komu saman og stofnuðu félagið 4. mars 1976. Nám til BSc gráðu í iðjuþjálfunarfræði hófst við Háskólann á Akureyri 1997 en fyrir þann tíma þurfti fólk að nema á erlendri grundu. Félagsmenn eru nú um 280 talsins og starfa um allt land.Hvað gera iðjuþjálfar? Iðjuþjálfar vinna með fólki á öllum aldri sem vegna heilsuástands eða fötlunar getur ekki sinnt þeirri daglegu iðju sem það þarf og vill inna af hendi. Þetta eru athafnir sem skipta máli fyrir eigin umsjá, heimilisstörf, atvinnuþátttöku og tómstundaiðju. Í samvinnu við einstaklinginn eru sett markmið og fundnar leiðir til að hann eða hún megi efla færni sína og þátttöku í samfélaginu. Þannig er unnt að stuðla að auknu sjálfstæði og lífsgæðum. Iðjuþjálfar starfa við heilsueflingu og forvarnir, hæfingu og endurhæfingu. Sérfræðiþekking þeirra felst í að finna hagkvæmar lausnir á hvers kyns iðjuvanda sem hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks. Iðjuþjálfar starfa á vettvangi heilbrigðis-, félags- og menntamála. Þeir sinna einnig verkefnum hjá hinu opinbera við skipulagningu heilbrigðis- og félagsþjónustu og við hönnun umhverfis. Þeir starfa einnig hjá fyrirtækjum, sem sjálfstæðir atvinnurekendur eða ráðgjafar við heilsueflingu, starfsendurhæfingu, vinnuvernd, forvarnir og hönnun svo eitthvað sé nefnt.Stærsta áskorun okkar tíma? Í dag eru aldraðir 25 % af öllum íbúum Norðurlandanna. Þessi tala fer hækkandi og er talið að hlutfall aldraðra verði um um 40% árið 2030. Á sama tíma eiga 13-21% Norðurlandabúa við einhvers konar fötlun eða færniskerðingu að stríða. Sá hópur fólks sem þarf að nýta sér stuðningsþjónustu til að geta lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi mun því verða æ fjölmennari. Það er opinber stefna stjórnvalda að fólk búi á heimili sínu eins lengi og unnt er. Þetta á meðal annars við um aldrað fólk. Þegar erfiðleikar koma upp kemur sérþekking iðjuþjálfa á daglegri iðju fólks og áhrifum umhverfisins að góðu gagni. Iðjuþjálfar fara í heimilisathuganir og veita ráðgjöf um val á hjálpartækjum og hvernig megi aðlaga umhverfið til að auka sjálfstæði fólks við athafnir á eigin heimili. Slíkar lausnir stuðla að því að aldraðir geta búið lengur heima. Þannig er unnt að minnka þörf fyrir heimaþjónustu, heimahjúkrun og flutning á hjúkrunarheimili. Þessi nálgun hefur skilað miklum árangri á hinum Norðurlöndunum og mætti efla hana til muna hér á landi.Aukið hlutverk iðjuþjálfa Það er trú okkar að iðjuþjálfar gegni veigamiklu hlutverki þegar tekist er á við þær áskoranir sem blasa við í velferðarsamfélagi hvort sem litið er til verkefna hjá ríki, sveitarfélögum eða á almennum markaði. Iðjuþjálfar eru mikilvægur hlekkur í þeirri þverfaglegu þjónustukeðju sem einkenna þarf nútíma velferðarþjónustu og menntakerfi í samfélagi sem vinnur að auknum lífsgæðum allra þegna sinna. Kynntu þér málið nánar á www.ii.is
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun