Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar Ósk Sigurðardóttir skrifar 27. október 2016 08:00 Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Í tilefni hans halda iðjuþjálfar um allan heim daginn hátíðlegan og minna á mikilvægi þeirra starfa sem þeir sinna. Í ár er einnig 40 ára afmæli Iðjuþjálfafélags Íslands og til að fagna því var haldin tveggja daga ráðstefna á vordögum þar sem fjallað var um velferðartækni og fjölbreytileikann sem einkennir störf iðjuþjálfa. Það voru framsýnir og kraftmiklir iðjuþjálfar sem komu saman og stofnuðu félagið 4. mars 1976. Nám til BSc gráðu í iðjuþjálfunarfræði hófst við Háskólann á Akureyri 1997 en fyrir þann tíma þurfti fólk að nema á erlendri grundu. Félagsmenn eru nú um 280 talsins og starfa um allt land.Hvað gera iðjuþjálfar? Iðjuþjálfar vinna með fólki á öllum aldri sem vegna heilsuástands eða fötlunar getur ekki sinnt þeirri daglegu iðju sem það þarf og vill inna af hendi. Þetta eru athafnir sem skipta máli fyrir eigin umsjá, heimilisstörf, atvinnuþátttöku og tómstundaiðju. Í samvinnu við einstaklinginn eru sett markmið og fundnar leiðir til að hann eða hún megi efla færni sína og þátttöku í samfélaginu. Þannig er unnt að stuðla að auknu sjálfstæði og lífsgæðum. Iðjuþjálfar starfa við heilsueflingu og forvarnir, hæfingu og endurhæfingu. Sérfræðiþekking þeirra felst í að finna hagkvæmar lausnir á hvers kyns iðjuvanda sem hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks. Iðjuþjálfar starfa á vettvangi heilbrigðis-, félags- og menntamála. Þeir sinna einnig verkefnum hjá hinu opinbera við skipulagningu heilbrigðis- og félagsþjónustu og við hönnun umhverfis. Þeir starfa einnig hjá fyrirtækjum, sem sjálfstæðir atvinnurekendur eða ráðgjafar við heilsueflingu, starfsendurhæfingu, vinnuvernd, forvarnir og hönnun svo eitthvað sé nefnt.Stærsta áskorun okkar tíma? Í dag eru aldraðir 25 % af öllum íbúum Norðurlandanna. Þessi tala fer hækkandi og er talið að hlutfall aldraðra verði um um 40% árið 2030. Á sama tíma eiga 13-21% Norðurlandabúa við einhvers konar fötlun eða færniskerðingu að stríða. Sá hópur fólks sem þarf að nýta sér stuðningsþjónustu til að geta lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi mun því verða æ fjölmennari. Það er opinber stefna stjórnvalda að fólk búi á heimili sínu eins lengi og unnt er. Þetta á meðal annars við um aldrað fólk. Þegar erfiðleikar koma upp kemur sérþekking iðjuþjálfa á daglegri iðju fólks og áhrifum umhverfisins að góðu gagni. Iðjuþjálfar fara í heimilisathuganir og veita ráðgjöf um val á hjálpartækjum og hvernig megi aðlaga umhverfið til að auka sjálfstæði fólks við athafnir á eigin heimili. Slíkar lausnir stuðla að því að aldraðir geta búið lengur heima. Þannig er unnt að minnka þörf fyrir heimaþjónustu, heimahjúkrun og flutning á hjúkrunarheimili. Þessi nálgun hefur skilað miklum árangri á hinum Norðurlöndunum og mætti efla hana til muna hér á landi.Aukið hlutverk iðjuþjálfa Það er trú okkar að iðjuþjálfar gegni veigamiklu hlutverki þegar tekist er á við þær áskoranir sem blasa við í velferðarsamfélagi hvort sem litið er til verkefna hjá ríki, sveitarfélögum eða á almennum markaði. Iðjuþjálfar eru mikilvægur hlekkur í þeirri þverfaglegu þjónustukeðju sem einkenna þarf nútíma velferðarþjónustu og menntakerfi í samfélagi sem vinnur að auknum lífsgæðum allra þegna sinna. Kynntu þér málið nánar á www.ii.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Í tilefni hans halda iðjuþjálfar um allan heim daginn hátíðlegan og minna á mikilvægi þeirra starfa sem þeir sinna. Í ár er einnig 40 ára afmæli Iðjuþjálfafélags Íslands og til að fagna því var haldin tveggja daga ráðstefna á vordögum þar sem fjallað var um velferðartækni og fjölbreytileikann sem einkennir störf iðjuþjálfa. Það voru framsýnir og kraftmiklir iðjuþjálfar sem komu saman og stofnuðu félagið 4. mars 1976. Nám til BSc gráðu í iðjuþjálfunarfræði hófst við Háskólann á Akureyri 1997 en fyrir þann tíma þurfti fólk að nema á erlendri grundu. Félagsmenn eru nú um 280 talsins og starfa um allt land.Hvað gera iðjuþjálfar? Iðjuþjálfar vinna með fólki á öllum aldri sem vegna heilsuástands eða fötlunar getur ekki sinnt þeirri daglegu iðju sem það þarf og vill inna af hendi. Þetta eru athafnir sem skipta máli fyrir eigin umsjá, heimilisstörf, atvinnuþátttöku og tómstundaiðju. Í samvinnu við einstaklinginn eru sett markmið og fundnar leiðir til að hann eða hún megi efla færni sína og þátttöku í samfélaginu. Þannig er unnt að stuðla að auknu sjálfstæði og lífsgæðum. Iðjuþjálfar starfa við heilsueflingu og forvarnir, hæfingu og endurhæfingu. Sérfræðiþekking þeirra felst í að finna hagkvæmar lausnir á hvers kyns iðjuvanda sem hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks. Iðjuþjálfar starfa á vettvangi heilbrigðis-, félags- og menntamála. Þeir sinna einnig verkefnum hjá hinu opinbera við skipulagningu heilbrigðis- og félagsþjónustu og við hönnun umhverfis. Þeir starfa einnig hjá fyrirtækjum, sem sjálfstæðir atvinnurekendur eða ráðgjafar við heilsueflingu, starfsendurhæfingu, vinnuvernd, forvarnir og hönnun svo eitthvað sé nefnt.Stærsta áskorun okkar tíma? Í dag eru aldraðir 25 % af öllum íbúum Norðurlandanna. Þessi tala fer hækkandi og er talið að hlutfall aldraðra verði um um 40% árið 2030. Á sama tíma eiga 13-21% Norðurlandabúa við einhvers konar fötlun eða færniskerðingu að stríða. Sá hópur fólks sem þarf að nýta sér stuðningsþjónustu til að geta lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi mun því verða æ fjölmennari. Það er opinber stefna stjórnvalda að fólk búi á heimili sínu eins lengi og unnt er. Þetta á meðal annars við um aldrað fólk. Þegar erfiðleikar koma upp kemur sérþekking iðjuþjálfa á daglegri iðju fólks og áhrifum umhverfisins að góðu gagni. Iðjuþjálfar fara í heimilisathuganir og veita ráðgjöf um val á hjálpartækjum og hvernig megi aðlaga umhverfið til að auka sjálfstæði fólks við athafnir á eigin heimili. Slíkar lausnir stuðla að því að aldraðir geta búið lengur heima. Þannig er unnt að minnka þörf fyrir heimaþjónustu, heimahjúkrun og flutning á hjúkrunarheimili. Þessi nálgun hefur skilað miklum árangri á hinum Norðurlöndunum og mætti efla hana til muna hér á landi.Aukið hlutverk iðjuþjálfa Það er trú okkar að iðjuþjálfar gegni veigamiklu hlutverki þegar tekist er á við þær áskoranir sem blasa við í velferðarsamfélagi hvort sem litið er til verkefna hjá ríki, sveitarfélögum eða á almennum markaði. Iðjuþjálfar eru mikilvægur hlekkur í þeirri þverfaglegu þjónustukeðju sem einkenna þarf nútíma velferðarþjónustu og menntakerfi í samfélagi sem vinnur að auknum lífsgæðum allra þegna sinna. Kynntu þér málið nánar á www.ii.is
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar