Íslenskar leikreglur Steinunn Sigurðardóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Það lítur út fyrir að gargandi athyglissýki hafi gripið eyjuna sem ól mig þegjandi og hljóðalaust lengi vel. Eyjuna sem er ekki lítil eins og stundum er sagt, heldur mjög stór. Vandræðalega fámenn hins vegar. Ef hún setur ekki flugumferð heimsins á annan endann vegna ösku úr Eyjafjallajökli, þá er slegið met í svindilbraski, samanber Panamaskjöl og bankahrun. Skömmu síðar, sárabótum líkast, verða íslenskir fótboltamenn og áhangendur þeirra senuþjófar og eftirlæti heimspressunnar á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu. Eins og á þessu má sjá eru tilefni athyglinnar mjög ólík, og það er í stíl við annað sem íslenskt er. Andstæður. Klisjan segir Land íss og elda. En andstæðurnar eru ekki bara þar. Í færslu á Facebook skrifar einn helsti myndlistarmaðurinn okkar, Jón Óskar, að verstu stjórnmálamenn í heimi séu á Íslandi og að þar séu jafnframt bestu listamennirnir. Þessi fullyrðing er nokkurs konar endurómur af því sem W.H. Auden, unnandi Íslendingasagna, sagði – á þá leið að þær væru stórkostlegar bókmenntir, en þjóðfélagið hryllilegt. Og vísaði þá ekki síst til blóðhefndanna sem sögurnar lýsa og geisuðu þangað til Íslendingar gáfust upp við að stjórna sér sjálfir og gengu á hönd Noregskonungi 1262. Hvað þjóðfélag nútímans varðar urðu fræg ummæli Styrmis Gunnarssonar, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, í viðtali við rannsóknarnefnd Alþingis vegna hrunsins, að það sé „ógeðslegt“. Nú eru sterkar vísbendingar uppi um það að mínir seinþreyttu landar séu orðnir of þreyttir á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessu þjóðfélagi. Píratar, stjórnmálaflokkur sem hefur aldrei verið við völd, eru stærsti eða næststærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum, nokkurn veginn óslitið allt þetta ár. Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem varð heimsfrægur, ekki bara í Süddeutsche Zeitung, með sinn peningalega Panamahatt, mætti aftur til leiks eftir smáhlé frá því að hann sagði af sér, og uppsker háðsglósur um samfélagsmiðlana þvera og endilanga. Hann hélt áfram í pólitík ótrauður, þrátt fyrir allt Panamasnakk, þrátt fyrir það að fylgið hrynji af Framsóknarflokknum hans, sem hefur verið mjög ráðandi við stjórnvölinn á Íslandi frá lýðveldisstofnun, ásamt Sjálfstæðisflokki. En þessir tveir flokkar hafa skarað eld svo duglega að eigin köku að sumir segja að þeir hafi skipt Íslands gæðum snyrtilega milli sín – að Framsóknarflokkur hafi fengið landið og Sjálfstæðisflokkur miðin. Þegar mannauðurinn í íslenskum stjórnmálum er borinn saman við mannauðinn í listum blasir það við að ráðandi stjórnmálamenn sýna af sér átakanlegan skort á hugmyndum, sköpunargáfu og framtíðarsýn – eiginleikum sem listamennirnir eiga í svo ríkum mæli. Meðan listamenn brillera út og suður og heimurinn verður vitni að sprengikraftinum í íslenskri tónlistarsköpun, kvikmyndagerð o.s.frv., hanga stjórnmálamennirnir í tímaskökkum og stórskaðlegum efnahagslausnum eins og þeirri að halda áfram að eyðileggja íslenskar náttúruperlur til að framleiða útsölurafmagn fyrir útlenda stóriðju. Ferðamennskan blómstrar og færir þannig björg í bú að þetta með hrunið reddaðist að einhverju leyti, en ráðandi stjórnmálamenn geta ekki enn gert það upp við sig hvort Ísland eigi að vera náttúruparadís eða stóriðjuparadís. Sú forherta rödd þeirra og orkugeirans heyrist oft að hvort tveggja sé mögulegt! En meðal þeirra fjölmörgu sem telja að meira en nóg sé búið að eyðileggja nú þegar og vilja standa vörð um það sem eftir er af íslenskri náttúru, mundi ekki finnast ein einasta rödd sem kvakaði í þeim tvískinnungskórnum. Listamenn eru ekki eina starfsstéttin á Íslandi sem sýnir það áberandi frumkvæði og þá sköpunargáfu sem vantar í ráðandi stjórnmálamenn, heldur fylgist maður einnig spenntur með sífrjóu handverksfólki, hönnuðum, matreiðslumeisturum. Ég frétti til dæmis af fiskrétti svo fútúrískum í flugvélinni til Basel um daginn að ég get varla beðið eftir að prófa hann næst þegar ég kem til Íslands. Grillaður þorskhaus. Þorskur er í íslensku máli mikið notaður í uppskriftir að niðrandi lýsingum á gáfnafari – og er þorskhausinn þar efstur á blaði. Þannig að þó ekki væri umdeilanlegri fegurð hans til að dreifa, væri það samt djarft tiltæki, tungumálsins vegna, að bera hann á borð. Það er líka aðdáunarefni að fylgjast með því hvernig frumkvæði bænda hefur blómstrað kringum ferðamennskuna. Það er rétt eins og sauðfjárbóndinn og/eða kúabóndinn, hver á fætur öðrum, hafi aldrei gert neitt annað en að stofna úrvals-gistiheimili og reka það. Vinir mínir á bóndabæ í grennd við Kirkjubæjarklaustur höfðu ætlað að selja jörðina, þegar hrunið dundi yfir 2008. Þegar sá vegur var ekki lengur fær breyttu þau fjósinu sínu í gistirými, reistu morgunverðarskála með útsýni á Vatnajökul og reka nú stórmyndarlega bændagistingu. Bóndinn smíðaði meiraðsegja rammgerða göngubrú yfir beljandi jökulfljótið í túnjaðrinum, þannig að gestir og gangandi hafa nú aðgang að hraunlandinu handan við fljótið, sem var aðallega kunnugt fuglinum fljúgandi og tófunni fram að því. Ég á það áreiðanlega sameiginlegt með mörgum löndum mínum að vera stolt yfir því hversu mjög erlendir ferðamenn hrífast af Íslandi, og hvað þeir eru ánægðir að mega kynnast landslaginu og birtunni á þessari villtu og rómantísku eyju, sem er þó ekki nema í rétt rúmlega þriggja klukkutíma flugfjarlægð frá London, París, Berlín. Hins vegar er það meira en lítið áhyggjuefni að það er ekki reynt að hafa skynsamlegan hemil á fjölda ferðamanna á viðkvæmum svæðum, með þeim afleiðingum að skaðinn af völdum traðks og átroðnings er nú þegar að verða óafturkræfur. Enn eitt dæmið því miður um hættulega skammsýni stjórnvalda og landlægan skort á virðingu fyrir leikreglum, sem heldur áfram að gera óskunda á eyjunni minni.Greinin er uppfærð útgáfa af grein sem birtist í Süddeutsche Zeitung. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Það lítur út fyrir að gargandi athyglissýki hafi gripið eyjuna sem ól mig þegjandi og hljóðalaust lengi vel. Eyjuna sem er ekki lítil eins og stundum er sagt, heldur mjög stór. Vandræðalega fámenn hins vegar. Ef hún setur ekki flugumferð heimsins á annan endann vegna ösku úr Eyjafjallajökli, þá er slegið met í svindilbraski, samanber Panamaskjöl og bankahrun. Skömmu síðar, sárabótum líkast, verða íslenskir fótboltamenn og áhangendur þeirra senuþjófar og eftirlæti heimspressunnar á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu. Eins og á þessu má sjá eru tilefni athyglinnar mjög ólík, og það er í stíl við annað sem íslenskt er. Andstæður. Klisjan segir Land íss og elda. En andstæðurnar eru ekki bara þar. Í færslu á Facebook skrifar einn helsti myndlistarmaðurinn okkar, Jón Óskar, að verstu stjórnmálamenn í heimi séu á Íslandi og að þar séu jafnframt bestu listamennirnir. Þessi fullyrðing er nokkurs konar endurómur af því sem W.H. Auden, unnandi Íslendingasagna, sagði – á þá leið að þær væru stórkostlegar bókmenntir, en þjóðfélagið hryllilegt. Og vísaði þá ekki síst til blóðhefndanna sem sögurnar lýsa og geisuðu þangað til Íslendingar gáfust upp við að stjórna sér sjálfir og gengu á hönd Noregskonungi 1262. Hvað þjóðfélag nútímans varðar urðu fræg ummæli Styrmis Gunnarssonar, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, í viðtali við rannsóknarnefnd Alþingis vegna hrunsins, að það sé „ógeðslegt“. Nú eru sterkar vísbendingar uppi um það að mínir seinþreyttu landar séu orðnir of þreyttir á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessu þjóðfélagi. Píratar, stjórnmálaflokkur sem hefur aldrei verið við völd, eru stærsti eða næststærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum, nokkurn veginn óslitið allt þetta ár. Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem varð heimsfrægur, ekki bara í Süddeutsche Zeitung, með sinn peningalega Panamahatt, mætti aftur til leiks eftir smáhlé frá því að hann sagði af sér, og uppsker háðsglósur um samfélagsmiðlana þvera og endilanga. Hann hélt áfram í pólitík ótrauður, þrátt fyrir allt Panamasnakk, þrátt fyrir það að fylgið hrynji af Framsóknarflokknum hans, sem hefur verið mjög ráðandi við stjórnvölinn á Íslandi frá lýðveldisstofnun, ásamt Sjálfstæðisflokki. En þessir tveir flokkar hafa skarað eld svo duglega að eigin köku að sumir segja að þeir hafi skipt Íslands gæðum snyrtilega milli sín – að Framsóknarflokkur hafi fengið landið og Sjálfstæðisflokkur miðin. Þegar mannauðurinn í íslenskum stjórnmálum er borinn saman við mannauðinn í listum blasir það við að ráðandi stjórnmálamenn sýna af sér átakanlegan skort á hugmyndum, sköpunargáfu og framtíðarsýn – eiginleikum sem listamennirnir eiga í svo ríkum mæli. Meðan listamenn brillera út og suður og heimurinn verður vitni að sprengikraftinum í íslenskri tónlistarsköpun, kvikmyndagerð o.s.frv., hanga stjórnmálamennirnir í tímaskökkum og stórskaðlegum efnahagslausnum eins og þeirri að halda áfram að eyðileggja íslenskar náttúruperlur til að framleiða útsölurafmagn fyrir útlenda stóriðju. Ferðamennskan blómstrar og færir þannig björg í bú að þetta með hrunið reddaðist að einhverju leyti, en ráðandi stjórnmálamenn geta ekki enn gert það upp við sig hvort Ísland eigi að vera náttúruparadís eða stóriðjuparadís. Sú forherta rödd þeirra og orkugeirans heyrist oft að hvort tveggja sé mögulegt! En meðal þeirra fjölmörgu sem telja að meira en nóg sé búið að eyðileggja nú þegar og vilja standa vörð um það sem eftir er af íslenskri náttúru, mundi ekki finnast ein einasta rödd sem kvakaði í þeim tvískinnungskórnum. Listamenn eru ekki eina starfsstéttin á Íslandi sem sýnir það áberandi frumkvæði og þá sköpunargáfu sem vantar í ráðandi stjórnmálamenn, heldur fylgist maður einnig spenntur með sífrjóu handverksfólki, hönnuðum, matreiðslumeisturum. Ég frétti til dæmis af fiskrétti svo fútúrískum í flugvélinni til Basel um daginn að ég get varla beðið eftir að prófa hann næst þegar ég kem til Íslands. Grillaður þorskhaus. Þorskur er í íslensku máli mikið notaður í uppskriftir að niðrandi lýsingum á gáfnafari – og er þorskhausinn þar efstur á blaði. Þannig að þó ekki væri umdeilanlegri fegurð hans til að dreifa, væri það samt djarft tiltæki, tungumálsins vegna, að bera hann á borð. Það er líka aðdáunarefni að fylgjast með því hvernig frumkvæði bænda hefur blómstrað kringum ferðamennskuna. Það er rétt eins og sauðfjárbóndinn og/eða kúabóndinn, hver á fætur öðrum, hafi aldrei gert neitt annað en að stofna úrvals-gistiheimili og reka það. Vinir mínir á bóndabæ í grennd við Kirkjubæjarklaustur höfðu ætlað að selja jörðina, þegar hrunið dundi yfir 2008. Þegar sá vegur var ekki lengur fær breyttu þau fjósinu sínu í gistirými, reistu morgunverðarskála með útsýni á Vatnajökul og reka nú stórmyndarlega bændagistingu. Bóndinn smíðaði meiraðsegja rammgerða göngubrú yfir beljandi jökulfljótið í túnjaðrinum, þannig að gestir og gangandi hafa nú aðgang að hraunlandinu handan við fljótið, sem var aðallega kunnugt fuglinum fljúgandi og tófunni fram að því. Ég á það áreiðanlega sameiginlegt með mörgum löndum mínum að vera stolt yfir því hversu mjög erlendir ferðamenn hrífast af Íslandi, og hvað þeir eru ánægðir að mega kynnast landslaginu og birtunni á þessari villtu og rómantísku eyju, sem er þó ekki nema í rétt rúmlega þriggja klukkutíma flugfjarlægð frá London, París, Berlín. Hins vegar er það meira en lítið áhyggjuefni að það er ekki reynt að hafa skynsamlegan hemil á fjölda ferðamanna á viðkvæmum svæðum, með þeim afleiðingum að skaðinn af völdum traðks og átroðnings er nú þegar að verða óafturkræfur. Enn eitt dæmið því miður um hættulega skammsýni stjórnvalda og landlægan skort á virðingu fyrir leikreglum, sem heldur áfram að gera óskunda á eyjunni minni.Greinin er uppfærð útgáfa af grein sem birtist í Süddeutsche Zeitung.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar