Um eyðileggingu stjórnarskrárinnar Ragnar Aðalsteinsson skrifar 27. október 2016 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins 25. október sl. undir fyrirsögninni „Eyðilegging“ er því haldið fram að öfl í landinu vilji kollvarpa stjórnarskránni og þar með eyðileggja hana. Jafnframt er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gagnrýnd fyrir að hafa með aðgerða- og afstöðuleysi komið í veg fyrir að Alþingi tækist að ljúka gerð frumvarps til breytinga á stjórnarskránni á síðasta kjörtímabili. Ekki verða þessi orð leiðarans skilin öðruvísi en svo, að verið sé að gagnrýna stjórn Jóhönnu fyrir að hafa ekki tekist að koma frumvarpi að nýrri stjórnarskrá á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs frá 2011 gegnum Alþingi. Það er vissulega gagnrýnisvert ekki síst í ljósi þess að tveir þriðju hlutar kjósenda tóku þá afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu, að Alþingi skyldi samþykkja endurskoðaða stjórnarskrá, sem grundvölluð væri á tillögum Stjórnlagaráðs. Í þessari afstöðu kjósenda felst að leggja skuli til grundvallar efnisatriði, lausnir og gildi þau sem sett voru fram í texta Stjórnlagaráðs, en einungis gera það sem kalla mætti tæknilegar breytingar á tillögunum svo sem í því skyni að samræma hugtakanotkun og útiloka innri mótsagnir. Tillögur stjórnlagaráðs eru ekki byltingakenndar, þvert á það sem gefið er í skyn í fyrrnefndum leiðara. Þar sem lengst er gengið er lagt til að auka þátttökulýðræði með aðkomu almennings að mikilvægum ákvörðunum, en þó með talsverðum takmörkunum. Leitast er við að skýra stöðu og vald forseta lýðveldisins, þar sem ákvæðin um forsetann í núgildandi stjórnarskrá eru óskýr og taka mið af konungsstjórn en ekki lýðveldi. Í tillögunum er einnig að finna ný ákvæði um náttúru og auðlindir landsins, en óvissa og ágreiningur hefur ríkt um þau efni langtímum saman. Þá hefur kaflinn um mannréttindi verið endurskoðaður til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar landsins og alþjóðlega þróun á því sviði, en endurskoðun mannréttindakaflans frá 1995 er ekki lengur fullnægjandi. Þrátt fyrir framangreindar breytingatillögur er að meginstefnu byggt á núgildandi stjórnarskrá en lagt til að ákvæðin verði skýrari og skiljanlegri hverjum manni og þurfi síður að bera túlkun ákvæða hennar undir dómstóla. Með því verður hún ekki aðeins lýðræðislegri; heldur einnig okkar stjórnarskrá. Þegar við höfum fengið stjórnarskrá byggða á tillögum Stjórnlagaráðs mun dómstólum reynast auðveldari leikur en nú að túlka og skýra ákvæði hennar, bæði vegna skýrleikans og þeirra gilda sem rakin eru í inngangi að stjórnarskrártillögunum, en ákvæði þessi eru til þess fallin að veita dómstólum leiðbeiningar um það af hvaða gildum skuli taka mið við túlkun efnisákvæða stjórnarskrárinnar.Uppbygging en ekki eyðilegging Höfundur leiðarans virðist vera þeirrar skoðunar að dómstólum sé betur treystandi en handhafa fullveldisins, fólkinu í landinu, til að ákveða hver skuli vera grundvallarréttindi þeirra, sem hér búa. Máli sínu til stuðnings vísar hann til dóms Hæstaréttar í öryrkjamáli hinu fyrra. Sú réttarbót fékkst vegna þess að Öryrkjabandalagið laut framsækinni forystu, sem leit svo á að kjör öryrkja yrðu helst bætt með því að beita fyrir sig innlendum og alþjóðlegum mannréttindaákvæðum í stað þess að vera í sífelldum samningum við stjórnvöld. Í máli þessu hafði Öryrkjabandalagið sigur, en þó nauman sigur þar sem tveir af fimm dómurum réttarins voru andvígir því að dómstólar veittu félagslegum réttindum brautargengi, jafnvel þótt þau nytu verndar í stjórnarskrá. Þá virðist leiðarahöfundur ekki hafa í huga að hvorki Hæstiréttur né aðrir dómstólar velja sér mál til að dæma. Jafnvel framsækinn Hæstiréttur getur ekki haft nein áhrif á réttindaþróunina nema að svo miklu leyti sem baráttuglaðir og öflugir aðilar leiti sér lögmanns og láti reyna á réttindi sín fyrir dómstólum með öllum þeim tíma og kostnaði sem því fylgir. Jafnvel þá eru hendur dómstólsins bundnar af kröfum og röksemdum aðilanna. Dómstólar ráða því ekki við það hlutverk sem leiðarahöfundur ætlar þeim, nema að mjög takmörkuðu leyti. Niðurstaða mín er því sú að fólkið í landinu eigi ekki aðeins rétt á því að setja sér sína eigin stjórnarskrá þar sem kveðið er á um hversu mikið af fullveldi sínu hún er reiðubúin að framselja Alþingi, ríkisstjórn og dómstólum heldur og hvaða takmörk hún setur þessum valdhöfum einkum með ákvæðum um mannréttindi. Ný stjórnarskrá grundvölluð á tillögum Stjórnlagaráðs er uppbygging en ekki eyðilegging.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 25. október sl. undir fyrirsögninni „Eyðilegging“ er því haldið fram að öfl í landinu vilji kollvarpa stjórnarskránni og þar með eyðileggja hana. Jafnframt er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gagnrýnd fyrir að hafa með aðgerða- og afstöðuleysi komið í veg fyrir að Alþingi tækist að ljúka gerð frumvarps til breytinga á stjórnarskránni á síðasta kjörtímabili. Ekki verða þessi orð leiðarans skilin öðruvísi en svo, að verið sé að gagnrýna stjórn Jóhönnu fyrir að hafa ekki tekist að koma frumvarpi að nýrri stjórnarskrá á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs frá 2011 gegnum Alþingi. Það er vissulega gagnrýnisvert ekki síst í ljósi þess að tveir þriðju hlutar kjósenda tóku þá afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu, að Alþingi skyldi samþykkja endurskoðaða stjórnarskrá, sem grundvölluð væri á tillögum Stjórnlagaráðs. Í þessari afstöðu kjósenda felst að leggja skuli til grundvallar efnisatriði, lausnir og gildi þau sem sett voru fram í texta Stjórnlagaráðs, en einungis gera það sem kalla mætti tæknilegar breytingar á tillögunum svo sem í því skyni að samræma hugtakanotkun og útiloka innri mótsagnir. Tillögur stjórnlagaráðs eru ekki byltingakenndar, þvert á það sem gefið er í skyn í fyrrnefndum leiðara. Þar sem lengst er gengið er lagt til að auka þátttökulýðræði með aðkomu almennings að mikilvægum ákvörðunum, en þó með talsverðum takmörkunum. Leitast er við að skýra stöðu og vald forseta lýðveldisins, þar sem ákvæðin um forsetann í núgildandi stjórnarskrá eru óskýr og taka mið af konungsstjórn en ekki lýðveldi. Í tillögunum er einnig að finna ný ákvæði um náttúru og auðlindir landsins, en óvissa og ágreiningur hefur ríkt um þau efni langtímum saman. Þá hefur kaflinn um mannréttindi verið endurskoðaður til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar landsins og alþjóðlega þróun á því sviði, en endurskoðun mannréttindakaflans frá 1995 er ekki lengur fullnægjandi. Þrátt fyrir framangreindar breytingatillögur er að meginstefnu byggt á núgildandi stjórnarskrá en lagt til að ákvæðin verði skýrari og skiljanlegri hverjum manni og þurfi síður að bera túlkun ákvæða hennar undir dómstóla. Með því verður hún ekki aðeins lýðræðislegri; heldur einnig okkar stjórnarskrá. Þegar við höfum fengið stjórnarskrá byggða á tillögum Stjórnlagaráðs mun dómstólum reynast auðveldari leikur en nú að túlka og skýra ákvæði hennar, bæði vegna skýrleikans og þeirra gilda sem rakin eru í inngangi að stjórnarskrártillögunum, en ákvæði þessi eru til þess fallin að veita dómstólum leiðbeiningar um það af hvaða gildum skuli taka mið við túlkun efnisákvæða stjórnarskrárinnar.Uppbygging en ekki eyðilegging Höfundur leiðarans virðist vera þeirrar skoðunar að dómstólum sé betur treystandi en handhafa fullveldisins, fólkinu í landinu, til að ákveða hver skuli vera grundvallarréttindi þeirra, sem hér búa. Máli sínu til stuðnings vísar hann til dóms Hæstaréttar í öryrkjamáli hinu fyrra. Sú réttarbót fékkst vegna þess að Öryrkjabandalagið laut framsækinni forystu, sem leit svo á að kjör öryrkja yrðu helst bætt með því að beita fyrir sig innlendum og alþjóðlegum mannréttindaákvæðum í stað þess að vera í sífelldum samningum við stjórnvöld. Í máli þessu hafði Öryrkjabandalagið sigur, en þó nauman sigur þar sem tveir af fimm dómurum réttarins voru andvígir því að dómstólar veittu félagslegum réttindum brautargengi, jafnvel þótt þau nytu verndar í stjórnarskrá. Þá virðist leiðarahöfundur ekki hafa í huga að hvorki Hæstiréttur né aðrir dómstólar velja sér mál til að dæma. Jafnvel framsækinn Hæstiréttur getur ekki haft nein áhrif á réttindaþróunina nema að svo miklu leyti sem baráttuglaðir og öflugir aðilar leiti sér lögmanns og láti reyna á réttindi sín fyrir dómstólum með öllum þeim tíma og kostnaði sem því fylgir. Jafnvel þá eru hendur dómstólsins bundnar af kröfum og röksemdum aðilanna. Dómstólar ráða því ekki við það hlutverk sem leiðarahöfundur ætlar þeim, nema að mjög takmörkuðu leyti. Niðurstaða mín er því sú að fólkið í landinu eigi ekki aðeins rétt á því að setja sér sína eigin stjórnarskrá þar sem kveðið er á um hversu mikið af fullveldi sínu hún er reiðubúin að framselja Alþingi, ríkisstjórn og dómstólum heldur og hvaða takmörk hún setur þessum valdhöfum einkum með ákvæðum um mannréttindi. Ný stjórnarskrá grundvölluð á tillögum Stjórnlagaráðs er uppbygging en ekki eyðilegging.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar