Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2016 10:45 Laundromat átti að opna í nyrsta rýminu á Laugarásvegi 1. Vísir/Eyþór Eigendur atvinnuhúsnæðis við Laugarásveg 1 sem ætluðu að opna fjölskylduvænt kaffihús með þvottaaðstöðu hafa sett húsnæðið á sölu. Viðræður við íbúa í húsinu og eigendur veitingastaðarins Laugaás hafa gengið illa, svo illa að uppgjafartónn er kominn í Laundromat-liða. Málið er nokkuð sérstakt enda liggur fyrir að húsnæðið er ætlað undir atvinnustarfsemi, almennur áhugi í hverfinu virðist vera fyrir opnun kaffihússins en málið strandar á grænu ljósi frá öðrum í byggingunni svo hægt sé að uppfylla skilyrði byggingarfulltrúans í Reykjavík. Setja átti upp ramp á þessu horni sem mun ekki ná lengra út frá húsinu en kjallaratröppurnar sem sjást á myndinni. Eigendur Laugaáss telja rampinn munu gera vöruflutningum erfitt fyrir.Mynd/Jóhann Friðrik Fagna samkeppni en mótmæla Vísir fjallaði um málið í september þar sem meðal annars var rætt við Guðmund Ragnarsson, eiganda veitingastaðarins Laugaáss, sem sagðist fagna samkeppni í húsið. Þá sagði hann staðinn ekki hafa neinn rétt til að mótmæla opnun veitingastaðarins í húsinu þrátt fyrir að fundargerðir lægju fyrir frá því í sumar þar sem fulltrúi veitingastaðarins lagðist gegn öllum fjórum aðgerðum sem gera þurfti á húsinu. Aðgerðirnar voru að byggja ramp fyrir fatlaða að aftanverðu, setja loftræstistokk fyrir aftan húsið, koma upp læstum gaskútaskáp og sorpaðstöðu, sömuleiðis aftan við húsið. Þá voru nokkrir íbúar í húsinu mótfallnir opnuninni og vísuðu meðal annars til hávaða frá eldri loftræstistokki hjá Laugaás. Gert er ráð fyrir atvinnurekstri á fyrstu hæð hússins en á hæðunum tveimur fyrir ofan eru íbúðir. Efnalaug var rekin í lengri tíma í þeim hluta hússins þar sem til stóð að opna kaffihús. Katrín Atladóttir er einn fjölmargra íbúa í hverfinu sem eru vonsviknir að ekkert verði af opnum kaffihússins. Íbúar í hverfinu fúlir Í hópnum Laugarneshverfi á Facebook lýsa íbúar í hverfinu yfir vonbrigðum að ekki hafi tekist að leysa málið. Er vísað í auglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem 40 milljónir eru settar á eignina. „Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir Katrín Atladóttir, íbúi í hverfinu. Sumir eru harðorðir í garð eigenda Laugaáss en aðrir segja erfitt að setja sig í spor allra sem komi að málinu. „Leiðinlegt að fólk hafi ekki náð saman. Minn harmur lýtur bara að því að fá ekki næs kaffihús í götuna. En kannski stekkur bara svipaður rekstur til og holar sér þarna niður innan þess stífa ramma sem hugnast íbúum hússins,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, sem býr á Laugarásvegi. Hallur Dan, einn af eigendum Laundromat, ræddi málið í Brennslunni á FM 957 í morgun. Þar segir hann Laundromat-liða vera að kanna sína stöðu og meta næstu skref. „Það mun einhver rekstur koma þarna,“ segir Hallur enda hafi það verið tilfellið síðastliðin 50-60 ár.Viðtalið við Hall Dan má heyra í spilaranum að neðan. Tengdar fréttir Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05 Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00 Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Eigendur atvinnuhúsnæðis við Laugarásveg 1 sem ætluðu að opna fjölskylduvænt kaffihús með þvottaaðstöðu hafa sett húsnæðið á sölu. Viðræður við íbúa í húsinu og eigendur veitingastaðarins Laugaás hafa gengið illa, svo illa að uppgjafartónn er kominn í Laundromat-liða. Málið er nokkuð sérstakt enda liggur fyrir að húsnæðið er ætlað undir atvinnustarfsemi, almennur áhugi í hverfinu virðist vera fyrir opnun kaffihússins en málið strandar á grænu ljósi frá öðrum í byggingunni svo hægt sé að uppfylla skilyrði byggingarfulltrúans í Reykjavík. Setja átti upp ramp á þessu horni sem mun ekki ná lengra út frá húsinu en kjallaratröppurnar sem sjást á myndinni. Eigendur Laugaáss telja rampinn munu gera vöruflutningum erfitt fyrir.Mynd/Jóhann Friðrik Fagna samkeppni en mótmæla Vísir fjallaði um málið í september þar sem meðal annars var rætt við Guðmund Ragnarsson, eiganda veitingastaðarins Laugaáss, sem sagðist fagna samkeppni í húsið. Þá sagði hann staðinn ekki hafa neinn rétt til að mótmæla opnun veitingastaðarins í húsinu þrátt fyrir að fundargerðir lægju fyrir frá því í sumar þar sem fulltrúi veitingastaðarins lagðist gegn öllum fjórum aðgerðum sem gera þurfti á húsinu. Aðgerðirnar voru að byggja ramp fyrir fatlaða að aftanverðu, setja loftræstistokk fyrir aftan húsið, koma upp læstum gaskútaskáp og sorpaðstöðu, sömuleiðis aftan við húsið. Þá voru nokkrir íbúar í húsinu mótfallnir opnuninni og vísuðu meðal annars til hávaða frá eldri loftræstistokki hjá Laugaás. Gert er ráð fyrir atvinnurekstri á fyrstu hæð hússins en á hæðunum tveimur fyrir ofan eru íbúðir. Efnalaug var rekin í lengri tíma í þeim hluta hússins þar sem til stóð að opna kaffihús. Katrín Atladóttir er einn fjölmargra íbúa í hverfinu sem eru vonsviknir að ekkert verði af opnum kaffihússins. Íbúar í hverfinu fúlir Í hópnum Laugarneshverfi á Facebook lýsa íbúar í hverfinu yfir vonbrigðum að ekki hafi tekist að leysa málið. Er vísað í auglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem 40 milljónir eru settar á eignina. „Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir Katrín Atladóttir, íbúi í hverfinu. Sumir eru harðorðir í garð eigenda Laugaáss en aðrir segja erfitt að setja sig í spor allra sem komi að málinu. „Leiðinlegt að fólk hafi ekki náð saman. Minn harmur lýtur bara að því að fá ekki næs kaffihús í götuna. En kannski stekkur bara svipaður rekstur til og holar sér þarna niður innan þess stífa ramma sem hugnast íbúum hússins,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, sem býr á Laugarásvegi. Hallur Dan, einn af eigendum Laundromat, ræddi málið í Brennslunni á FM 957 í morgun. Þar segir hann Laundromat-liða vera að kanna sína stöðu og meta næstu skref. „Það mun einhver rekstur koma þarna,“ segir Hallur enda hafi það verið tilfellið síðastliðin 50-60 ár.Viðtalið við Hall Dan má heyra í spilaranum að neðan.
Tengdar fréttir Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05 Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00 Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05
Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00
Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35