Aukin norræn samvinna á alþjóðavettvangi Norðurlandaráð skrifar 28. október 2016 07:00 Hvernig eigum við að bregðast við fordæmalausum straumi flóttafólks í heiminum? Hvernig getum við tryggt að ný og metnaðarfull Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verði að veruleika? Hvað getum við best gert til að Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál verði fylgt fast eftir og lífshættuleg hlýnun jarðarinnar stöðvuð? Og hvernig getum við séð til þess að okkar norrænu velferðarsamfélög verði áfram leiðandi í heiminum þegar litið er til hagsældar, efnahagslegs jöfnuðar, mannréttinda og lífsgæða almennt? Allar þessar mikilvægu spurningar verða til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Kaupmannahöfn 31.10.-3.11. næstkomandi og að mati okkar jafnaðarmanna fer vel á því, enda er svaranna ekki síst að leita í stórauknu norrænu samstarfi – hér eftir sem hingað til. Það er nefnilega ekki tilviljun, að Norðurlöndin hafa á liðnum áratugum verið ótrúlega samstiga í þeim stórstígu framförum sem löndin öll hafa upplifað og heimsbyggðin horfir nú til í vaxandi mæli. Lykillinn er norræna velferðarmódelið, þar sem launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld líta á það sem sameiginlegt verkefni sitt að tryggja velferð allra, og norræn samvinna, þar sem Norðurlöndin, með formlegum og skipulegum hætti, bera saman bækur sínar, læra hvert af öðru og takast sameiginlega á hendur mikilvæg verkefni sem gagnast þeim öllum. Árangurinn talar sínu máli.Samræmi aðgerðir sínar Á þinginu í Kaupmannahöfn munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði legga áherslu á, að Norðurlöndin samræmi aðgerðir sínar þegar kemur að eftirfylgni og innleiðingu Parísarsamkomulagsins og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og við munum krefja forsætisráðherra landanna svara um þeirra sýn. Í báðum tilfellum hafa löndin öll, hvert með sínum hætti og einnig sameiginlega, mikilvægu hlutverki að gegna, enda leiðandi á mörgum sviðum sem undir sáttmálana heyra. Norðurlöndin eru einnig meðal ríkustu landa heims og bera sem slík meiri skyldur en ella. Auk fyrri tillagna okkar um þessi mál munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn kynna tvær nýjar tillögur sem þessu tengjast. Sömu rök eiga einnig við um flóttamannavandann eins og jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa áður bent á. Við fögnum mjög, því umfangsmikla samstarfi sem nú er hafið á vettvangi Norræna ráðherraráðsins um þessi mál og munum á þinginu í Kaupmannahöfn leggja til enn frekari vinnu til að efla og lyfta fram vel heppnuðum verkefnum á sviði innflytjendamála. Á komandi þingi Norðurlandaráðs munu jafnaðarmenn einnig árétta áherslur sínar varðandi nýframkomnar tillögur Poul Nielsons um aukið og breytt samstarf Norðurlandanna um vinnumarkaðsmál og krefja ráðherrana svara um þeirra stefnu. Stóraukin áhersla á menntun og vinnutengda endurhæfingu allt lífið, jafnrétti á vinnumarkaði og aukið frumkvæði og samstarf Norðurlandanna um málefni vinnumarkaðarins á alþjóðavettvangi, ekki síst innan Evrópusambandsins eru forgangsmál jafnaðarmanna í þessum efnum. Auk þessa munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn fylgja eftir eldri tillögum og leggja fram tvær nýjar um norrænt samstarf á sviði heilbrigðismála. Annars vegar um vísindasamstarf til að leita lækninga við taugasjúkdómum og hins vegar um aðgerðir til að bregðast við auknum sál- og geðrænum sjúkdómum meðal ungs fólks. Nánar má fræðast um ofangreindar tillögur og starf jafnaðarmanna í Norðurlandaráði á heimasíðu þingflokksins https://s-norden.org/. Phia Andersson þingmaður, Svíþjóð Helgi Hjörvar þingmaður, Íslandi Henrik Dam Kristensen forseti Norðurlandaráðs, Danmörku Maarit Feldt-Ranta þingmaður, Finnlandi Sonja Mandt þingmaður, NoregiÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvernig eigum við að bregðast við fordæmalausum straumi flóttafólks í heiminum? Hvernig getum við tryggt að ný og metnaðarfull Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verði að veruleika? Hvað getum við best gert til að Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál verði fylgt fast eftir og lífshættuleg hlýnun jarðarinnar stöðvuð? Og hvernig getum við séð til þess að okkar norrænu velferðarsamfélög verði áfram leiðandi í heiminum þegar litið er til hagsældar, efnahagslegs jöfnuðar, mannréttinda og lífsgæða almennt? Allar þessar mikilvægu spurningar verða til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Kaupmannahöfn 31.10.-3.11. næstkomandi og að mati okkar jafnaðarmanna fer vel á því, enda er svaranna ekki síst að leita í stórauknu norrænu samstarfi – hér eftir sem hingað til. Það er nefnilega ekki tilviljun, að Norðurlöndin hafa á liðnum áratugum verið ótrúlega samstiga í þeim stórstígu framförum sem löndin öll hafa upplifað og heimsbyggðin horfir nú til í vaxandi mæli. Lykillinn er norræna velferðarmódelið, þar sem launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld líta á það sem sameiginlegt verkefni sitt að tryggja velferð allra, og norræn samvinna, þar sem Norðurlöndin, með formlegum og skipulegum hætti, bera saman bækur sínar, læra hvert af öðru og takast sameiginlega á hendur mikilvæg verkefni sem gagnast þeim öllum. Árangurinn talar sínu máli.Samræmi aðgerðir sínar Á þinginu í Kaupmannahöfn munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði legga áherslu á, að Norðurlöndin samræmi aðgerðir sínar þegar kemur að eftirfylgni og innleiðingu Parísarsamkomulagsins og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og við munum krefja forsætisráðherra landanna svara um þeirra sýn. Í báðum tilfellum hafa löndin öll, hvert með sínum hætti og einnig sameiginlega, mikilvægu hlutverki að gegna, enda leiðandi á mörgum sviðum sem undir sáttmálana heyra. Norðurlöndin eru einnig meðal ríkustu landa heims og bera sem slík meiri skyldur en ella. Auk fyrri tillagna okkar um þessi mál munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn kynna tvær nýjar tillögur sem þessu tengjast. Sömu rök eiga einnig við um flóttamannavandann eins og jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa áður bent á. Við fögnum mjög, því umfangsmikla samstarfi sem nú er hafið á vettvangi Norræna ráðherraráðsins um þessi mál og munum á þinginu í Kaupmannahöfn leggja til enn frekari vinnu til að efla og lyfta fram vel heppnuðum verkefnum á sviði innflytjendamála. Á komandi þingi Norðurlandaráðs munu jafnaðarmenn einnig árétta áherslur sínar varðandi nýframkomnar tillögur Poul Nielsons um aukið og breytt samstarf Norðurlandanna um vinnumarkaðsmál og krefja ráðherrana svara um þeirra stefnu. Stóraukin áhersla á menntun og vinnutengda endurhæfingu allt lífið, jafnrétti á vinnumarkaði og aukið frumkvæði og samstarf Norðurlandanna um málefni vinnumarkaðarins á alþjóðavettvangi, ekki síst innan Evrópusambandsins eru forgangsmál jafnaðarmanna í þessum efnum. Auk þessa munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn fylgja eftir eldri tillögum og leggja fram tvær nýjar um norrænt samstarf á sviði heilbrigðismála. Annars vegar um vísindasamstarf til að leita lækninga við taugasjúkdómum og hins vegar um aðgerðir til að bregðast við auknum sál- og geðrænum sjúkdómum meðal ungs fólks. Nánar má fræðast um ofangreindar tillögur og starf jafnaðarmanna í Norðurlandaráði á heimasíðu þingflokksins https://s-norden.org/. Phia Andersson þingmaður, Svíþjóð Helgi Hjörvar þingmaður, Íslandi Henrik Dam Kristensen forseti Norðurlandaráðs, Danmörku Maarit Feldt-Ranta þingmaður, Finnlandi Sonja Mandt þingmaður, NoregiÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar