Fatlað fólk ber í borðið; Stjórnmálaþáttaka skiptir sköpun fyrir samfélagið Snædís Rán Hjartardóttir skrifar 11. október 2016 08:25 Stjórnmál hafa fylgt manninnum frá upphafi enda er það í eðli tegundarinnar að lifa í samfélögum þar sem komast verður að félagslega bindandi niðurstöðum fyrir alla í ákveðnum málum. Þótt borð sem húsgögn hafi ekki þekkst fyrr en tiltölulega nýlega í mannkynssögunni þá hafa alltaf einhverjir þurft að berja í það í þeim skilningi að vekja athygli á málstað sínum, hver svo sem hann er, enda er ekki alltaf hlustað á alla við borðið. Á tuttugustu öldinni hafa heyrst nokkrir hvellir skellir þegar einstaklingar úr minna áheyrilegum hópum létu krepptan hnefann lenda á borðinu, þannig kváðu við raddir kvenna, hinsegin fólks sem og fólks sem tilheyrir þjóðernisminnihlutahópum, svo ekki sé minnst á mismunandi litarhátt, tungumál og annað sem kann að vera grundvöllur fyrir mismunun. Þessar raddir halda áfram að ágerast fram á okkar daga og breytileiki þeirra eykst jafnt og þétt, fólk er jafn ólíkt og það er margt. Einn af þeim hópum fólks sem er tekinn til við að brýna röddina er fatlað fólk. Þetta er tiltölulega stór minnihlutahópur sem er til staðar í öllum ríkjum heims, misjafnt er hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð við að koma sjónarmiðum fatlaðs fólks á framfæri. Hér á Íslandi höfum við tvö sterk hagsmunasamtök fatlaðs fólks, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp, sem gegna mikilvægu hlutverki hvað þetta varðar. Auk þeirra eru mörg minni samtök eða hópar og nokkrir fatlaðir einstaklingar sem beita sér í stjórnmálum, í flokksstarfi, á þingi eða sem aktívisti. Það að heyrast skuli í fötluðum einstaklingum ber vitni um árangur fatlaðs fólks hér á landi við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirvöld og samfélagið í heild. Þrátt fyrir ýmsa merka áfanga, svo sem fullgildingu Samnings sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, erum við enn að mörgu leyti á upphafsreit. Fatlað fólk þarf ennþá að yfirstíga ýmsar hindranir í daglegu lífi sem hefðu ekki orðið til ef betur hefði verið hlustað. Þetta eru tálmar sem fylgja hönnun mannvirkja og skipulagningu þjónustu þar sem réttindi og þarfir fatlaðs fólks eru ekki höfð í huga. Þetta gerist reglulega og er til þess fallið að skapa óþarfa hindranir sem munu hafa áhrif um ókomna tíð. Hefði hins vegar verið tekið tillit til fatlaða fólksins í upphafi hefði ekki kostað neitt að koma í veg fyrir hindranirnar og þess vegna er svo mikilvægt að tryggja því sæti við borðið, svo það geti barið í það þegar þess þarf.Málþing um stjórnmálaþátttöku fatlaðs fólks fer fram á morgun, miðvikudag á milli klukkan 13 og 14:30 á Litla torgi í Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Blóðugar raunir háskólanema Áttatíu og fjóra daga á ári líður mér eins og líkami minn sé að tortíma sjálfum sér. 10. október 2016 11:54 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál hafa fylgt manninnum frá upphafi enda er það í eðli tegundarinnar að lifa í samfélögum þar sem komast verður að félagslega bindandi niðurstöðum fyrir alla í ákveðnum málum. Þótt borð sem húsgögn hafi ekki þekkst fyrr en tiltölulega nýlega í mannkynssögunni þá hafa alltaf einhverjir þurft að berja í það í þeim skilningi að vekja athygli á málstað sínum, hver svo sem hann er, enda er ekki alltaf hlustað á alla við borðið. Á tuttugustu öldinni hafa heyrst nokkrir hvellir skellir þegar einstaklingar úr minna áheyrilegum hópum létu krepptan hnefann lenda á borðinu, þannig kváðu við raddir kvenna, hinsegin fólks sem og fólks sem tilheyrir þjóðernisminnihlutahópum, svo ekki sé minnst á mismunandi litarhátt, tungumál og annað sem kann að vera grundvöllur fyrir mismunun. Þessar raddir halda áfram að ágerast fram á okkar daga og breytileiki þeirra eykst jafnt og þétt, fólk er jafn ólíkt og það er margt. Einn af þeim hópum fólks sem er tekinn til við að brýna röddina er fatlað fólk. Þetta er tiltölulega stór minnihlutahópur sem er til staðar í öllum ríkjum heims, misjafnt er hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð við að koma sjónarmiðum fatlaðs fólks á framfæri. Hér á Íslandi höfum við tvö sterk hagsmunasamtök fatlaðs fólks, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp, sem gegna mikilvægu hlutverki hvað þetta varðar. Auk þeirra eru mörg minni samtök eða hópar og nokkrir fatlaðir einstaklingar sem beita sér í stjórnmálum, í flokksstarfi, á þingi eða sem aktívisti. Það að heyrast skuli í fötluðum einstaklingum ber vitni um árangur fatlaðs fólks hér á landi við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirvöld og samfélagið í heild. Þrátt fyrir ýmsa merka áfanga, svo sem fullgildingu Samnings sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, erum við enn að mörgu leyti á upphafsreit. Fatlað fólk þarf ennþá að yfirstíga ýmsar hindranir í daglegu lífi sem hefðu ekki orðið til ef betur hefði verið hlustað. Þetta eru tálmar sem fylgja hönnun mannvirkja og skipulagningu þjónustu þar sem réttindi og þarfir fatlaðs fólks eru ekki höfð í huga. Þetta gerist reglulega og er til þess fallið að skapa óþarfa hindranir sem munu hafa áhrif um ókomna tíð. Hefði hins vegar verið tekið tillit til fatlaða fólksins í upphafi hefði ekki kostað neitt að koma í veg fyrir hindranirnar og þess vegna er svo mikilvægt að tryggja því sæti við borðið, svo það geti barið í það þegar þess þarf.Málþing um stjórnmálaþátttöku fatlaðs fólks fer fram á morgun, miðvikudag á milli klukkan 13 og 14:30 á Litla torgi í Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Blóðugar raunir háskólanema Áttatíu og fjóra daga á ári líður mér eins og líkami minn sé að tortíma sjálfum sér. 10. október 2016 11:54
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun