Fatlað fólk ber í borðið; Stjórnmálaþáttaka skiptir sköpun fyrir samfélagið Snædís Rán Hjartardóttir skrifar 11. október 2016 08:25 Stjórnmál hafa fylgt manninnum frá upphafi enda er það í eðli tegundarinnar að lifa í samfélögum þar sem komast verður að félagslega bindandi niðurstöðum fyrir alla í ákveðnum málum. Þótt borð sem húsgögn hafi ekki þekkst fyrr en tiltölulega nýlega í mannkynssögunni þá hafa alltaf einhverjir þurft að berja í það í þeim skilningi að vekja athygli á málstað sínum, hver svo sem hann er, enda er ekki alltaf hlustað á alla við borðið. Á tuttugustu öldinni hafa heyrst nokkrir hvellir skellir þegar einstaklingar úr minna áheyrilegum hópum létu krepptan hnefann lenda á borðinu, þannig kváðu við raddir kvenna, hinsegin fólks sem og fólks sem tilheyrir þjóðernisminnihlutahópum, svo ekki sé minnst á mismunandi litarhátt, tungumál og annað sem kann að vera grundvöllur fyrir mismunun. Þessar raddir halda áfram að ágerast fram á okkar daga og breytileiki þeirra eykst jafnt og þétt, fólk er jafn ólíkt og það er margt. Einn af þeim hópum fólks sem er tekinn til við að brýna röddina er fatlað fólk. Þetta er tiltölulega stór minnihlutahópur sem er til staðar í öllum ríkjum heims, misjafnt er hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð við að koma sjónarmiðum fatlaðs fólks á framfæri. Hér á Íslandi höfum við tvö sterk hagsmunasamtök fatlaðs fólks, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp, sem gegna mikilvægu hlutverki hvað þetta varðar. Auk þeirra eru mörg minni samtök eða hópar og nokkrir fatlaðir einstaklingar sem beita sér í stjórnmálum, í flokksstarfi, á þingi eða sem aktívisti. Það að heyrast skuli í fötluðum einstaklingum ber vitni um árangur fatlaðs fólks hér á landi við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirvöld og samfélagið í heild. Þrátt fyrir ýmsa merka áfanga, svo sem fullgildingu Samnings sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, erum við enn að mörgu leyti á upphafsreit. Fatlað fólk þarf ennþá að yfirstíga ýmsar hindranir í daglegu lífi sem hefðu ekki orðið til ef betur hefði verið hlustað. Þetta eru tálmar sem fylgja hönnun mannvirkja og skipulagningu þjónustu þar sem réttindi og þarfir fatlaðs fólks eru ekki höfð í huga. Þetta gerist reglulega og er til þess fallið að skapa óþarfa hindranir sem munu hafa áhrif um ókomna tíð. Hefði hins vegar verið tekið tillit til fatlaða fólksins í upphafi hefði ekki kostað neitt að koma í veg fyrir hindranirnar og þess vegna er svo mikilvægt að tryggja því sæti við borðið, svo það geti barið í það þegar þess þarf.Málþing um stjórnmálaþátttöku fatlaðs fólks fer fram á morgun, miðvikudag á milli klukkan 13 og 14:30 á Litla torgi í Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Blóðugar raunir háskólanema Áttatíu og fjóra daga á ári líður mér eins og líkami minn sé að tortíma sjálfum sér. 10. október 2016 11:54 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál hafa fylgt manninnum frá upphafi enda er það í eðli tegundarinnar að lifa í samfélögum þar sem komast verður að félagslega bindandi niðurstöðum fyrir alla í ákveðnum málum. Þótt borð sem húsgögn hafi ekki þekkst fyrr en tiltölulega nýlega í mannkynssögunni þá hafa alltaf einhverjir þurft að berja í það í þeim skilningi að vekja athygli á málstað sínum, hver svo sem hann er, enda er ekki alltaf hlustað á alla við borðið. Á tuttugustu öldinni hafa heyrst nokkrir hvellir skellir þegar einstaklingar úr minna áheyrilegum hópum létu krepptan hnefann lenda á borðinu, þannig kváðu við raddir kvenna, hinsegin fólks sem og fólks sem tilheyrir þjóðernisminnihlutahópum, svo ekki sé minnst á mismunandi litarhátt, tungumál og annað sem kann að vera grundvöllur fyrir mismunun. Þessar raddir halda áfram að ágerast fram á okkar daga og breytileiki þeirra eykst jafnt og þétt, fólk er jafn ólíkt og það er margt. Einn af þeim hópum fólks sem er tekinn til við að brýna röddina er fatlað fólk. Þetta er tiltölulega stór minnihlutahópur sem er til staðar í öllum ríkjum heims, misjafnt er hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð við að koma sjónarmiðum fatlaðs fólks á framfæri. Hér á Íslandi höfum við tvö sterk hagsmunasamtök fatlaðs fólks, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp, sem gegna mikilvægu hlutverki hvað þetta varðar. Auk þeirra eru mörg minni samtök eða hópar og nokkrir fatlaðir einstaklingar sem beita sér í stjórnmálum, í flokksstarfi, á þingi eða sem aktívisti. Það að heyrast skuli í fötluðum einstaklingum ber vitni um árangur fatlaðs fólks hér á landi við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirvöld og samfélagið í heild. Þrátt fyrir ýmsa merka áfanga, svo sem fullgildingu Samnings sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, erum við enn að mörgu leyti á upphafsreit. Fatlað fólk þarf ennþá að yfirstíga ýmsar hindranir í daglegu lífi sem hefðu ekki orðið til ef betur hefði verið hlustað. Þetta eru tálmar sem fylgja hönnun mannvirkja og skipulagningu þjónustu þar sem réttindi og þarfir fatlaðs fólks eru ekki höfð í huga. Þetta gerist reglulega og er til þess fallið að skapa óþarfa hindranir sem munu hafa áhrif um ókomna tíð. Hefði hins vegar verið tekið tillit til fatlaða fólksins í upphafi hefði ekki kostað neitt að koma í veg fyrir hindranirnar og þess vegna er svo mikilvægt að tryggja því sæti við borðið, svo það geti barið í það þegar þess þarf.Málþing um stjórnmálaþátttöku fatlaðs fólks fer fram á morgun, miðvikudag á milli klukkan 13 og 14:30 á Litla torgi í Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Blóðugar raunir háskólanema Áttatíu og fjóra daga á ári líður mér eins og líkami minn sé að tortíma sjálfum sér. 10. október 2016 11:54
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar