Þú munt líklega ekki má markmiðinu þínu Martha Árnadóttir skrifar 12. október 2016 09:00 Það er allt klárt, þú ert í góðu stuði með nýja markmiðið þitt og skothelda áætlun um það sem fram undan er. Þér líður vel og það hríslast um þig unaðsstraumur þegar þú hugsar til þeirrar stundar þegar markmiðinu er náð. En – einmitt þá fer hún að gera vart við sig, röddin andstyggilega, sem mörg okkar þekkja svo vel. Hún hefur ekki hátt til byrja með en fljótlega verður hún háværari og fer að argast í okkur, draga úr okkur, segja okkur að við þurfum ekki að gera þetta í dag, séum bara ekki nógu vel upplögð í dag, eitthvað svo dimmt í dag, nógur tími – verður betra á morgun?… Það er eitthvað óskiljanlegt við þessa seiðandi rödd og þegar við reynum að skilja hana þá koma bara upp í hugann orð eins geðveiki og sjálfstortíming – í besta falli leti.Hvað er í gangi?Þú vilt virkilega ná markmiðinu sem þú settir, það flæddi um þig eldmóður og tilhlökkun að takast á við verkefnið þegar þú sast og skrifaðir þetta allt niður – en þessi rödd talar þig ofan af hverri aðgerðinni á fætur annarri og telur þér trú um að þú munir gera þetta á morgun, á morgun, á morgun. Í framhaldinu ferðu að efast um markmiðið, er þetta virkilega það sem ég vil og að lokum verður niðurstaðan sú að þetta hafi verið vitlaust markmið! Ýmsir sálfræðingar halda því fram að frestun sé bara hluti af mannlegu eðli, að leita stöðugt að þægilegri og fyrirhafnarminni lífsháttum og sennilega er mikið til í því – en það þarf ekki að vera þannig. Ef við eigum okkur drauma og markmið þá viljum við ekki að þægindaramminn okkar sé svo þröngur að hann kæfi þau í fæðingu. Ég hef velt þessu mikið fyrir mér og þegar ég lít til baka held ég að ég hafi verið illa haldin af frestunaráráttu fram undir fertugt. Á þessum tíma var röddin allsráðandi í mínu lífi og það var ekki eins og ég vissi ekki af henni – ég velti henni stöðugt fyrir mér og upplifði hana sem hluta af mér eins og fætur og nef, ég var bara svona óheppin að fá þessa blessuðu rödd í vöggugjöf, hugsaði ég og horfði á alla hina sem þustu áfram á fljúgandi ferð og þurftu ekki að kljást við röddina.Mín sannfæringEftir að hafa tekist að einhverju leyti að ráða niðurlögum þessarar andstyggilegu raddar þá er fátt sem ég er meira sannfærð um en að eftirtalin fjögur atriði ráða mestu um árangur okkar í viðureigninni við röddina: Hugarró, þjálfun, hvíld og rútína – og finni nú hver sitt?… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er allt klárt, þú ert í góðu stuði með nýja markmiðið þitt og skothelda áætlun um það sem fram undan er. Þér líður vel og það hríslast um þig unaðsstraumur þegar þú hugsar til þeirrar stundar þegar markmiðinu er náð. En – einmitt þá fer hún að gera vart við sig, röddin andstyggilega, sem mörg okkar þekkja svo vel. Hún hefur ekki hátt til byrja með en fljótlega verður hún háværari og fer að argast í okkur, draga úr okkur, segja okkur að við þurfum ekki að gera þetta í dag, séum bara ekki nógu vel upplögð í dag, eitthvað svo dimmt í dag, nógur tími – verður betra á morgun?… Það er eitthvað óskiljanlegt við þessa seiðandi rödd og þegar við reynum að skilja hana þá koma bara upp í hugann orð eins geðveiki og sjálfstortíming – í besta falli leti.Hvað er í gangi?Þú vilt virkilega ná markmiðinu sem þú settir, það flæddi um þig eldmóður og tilhlökkun að takast á við verkefnið þegar þú sast og skrifaðir þetta allt niður – en þessi rödd talar þig ofan af hverri aðgerðinni á fætur annarri og telur þér trú um að þú munir gera þetta á morgun, á morgun, á morgun. Í framhaldinu ferðu að efast um markmiðið, er þetta virkilega það sem ég vil og að lokum verður niðurstaðan sú að þetta hafi verið vitlaust markmið! Ýmsir sálfræðingar halda því fram að frestun sé bara hluti af mannlegu eðli, að leita stöðugt að þægilegri og fyrirhafnarminni lífsháttum og sennilega er mikið til í því – en það þarf ekki að vera þannig. Ef við eigum okkur drauma og markmið þá viljum við ekki að þægindaramminn okkar sé svo þröngur að hann kæfi þau í fæðingu. Ég hef velt þessu mikið fyrir mér og þegar ég lít til baka held ég að ég hafi verið illa haldin af frestunaráráttu fram undir fertugt. Á þessum tíma var röddin allsráðandi í mínu lífi og það var ekki eins og ég vissi ekki af henni – ég velti henni stöðugt fyrir mér og upplifði hana sem hluta af mér eins og fætur og nef, ég var bara svona óheppin að fá þessa blessuðu rödd í vöggugjöf, hugsaði ég og horfði á alla hina sem þustu áfram á fljúgandi ferð og þurftu ekki að kljást við röddina.Mín sannfæringEftir að hafa tekist að einhverju leyti að ráða niðurlögum þessarar andstyggilegu raddar þá er fátt sem ég er meira sannfærð um en að eftirtalin fjögur atriði ráða mestu um árangur okkar í viðureigninni við röddina: Hugarró, þjálfun, hvíld og rútína – og finni nú hver sitt?…
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar