Þú munt líklega ekki má markmiðinu þínu Martha Árnadóttir skrifar 12. október 2016 09:00 Það er allt klárt, þú ert í góðu stuði með nýja markmiðið þitt og skothelda áætlun um það sem fram undan er. Þér líður vel og það hríslast um þig unaðsstraumur þegar þú hugsar til þeirrar stundar þegar markmiðinu er náð. En – einmitt þá fer hún að gera vart við sig, röddin andstyggilega, sem mörg okkar þekkja svo vel. Hún hefur ekki hátt til byrja með en fljótlega verður hún háværari og fer að argast í okkur, draga úr okkur, segja okkur að við þurfum ekki að gera þetta í dag, séum bara ekki nógu vel upplögð í dag, eitthvað svo dimmt í dag, nógur tími – verður betra á morgun?… Það er eitthvað óskiljanlegt við þessa seiðandi rödd og þegar við reynum að skilja hana þá koma bara upp í hugann orð eins geðveiki og sjálfstortíming – í besta falli leti.Hvað er í gangi?Þú vilt virkilega ná markmiðinu sem þú settir, það flæddi um þig eldmóður og tilhlökkun að takast á við verkefnið þegar þú sast og skrifaðir þetta allt niður – en þessi rödd talar þig ofan af hverri aðgerðinni á fætur annarri og telur þér trú um að þú munir gera þetta á morgun, á morgun, á morgun. Í framhaldinu ferðu að efast um markmiðið, er þetta virkilega það sem ég vil og að lokum verður niðurstaðan sú að þetta hafi verið vitlaust markmið! Ýmsir sálfræðingar halda því fram að frestun sé bara hluti af mannlegu eðli, að leita stöðugt að þægilegri og fyrirhafnarminni lífsháttum og sennilega er mikið til í því – en það þarf ekki að vera þannig. Ef við eigum okkur drauma og markmið þá viljum við ekki að þægindaramminn okkar sé svo þröngur að hann kæfi þau í fæðingu. Ég hef velt þessu mikið fyrir mér og þegar ég lít til baka held ég að ég hafi verið illa haldin af frestunaráráttu fram undir fertugt. Á þessum tíma var röddin allsráðandi í mínu lífi og það var ekki eins og ég vissi ekki af henni – ég velti henni stöðugt fyrir mér og upplifði hana sem hluta af mér eins og fætur og nef, ég var bara svona óheppin að fá þessa blessuðu rödd í vöggugjöf, hugsaði ég og horfði á alla hina sem þustu áfram á fljúgandi ferð og þurftu ekki að kljást við röddina.Mín sannfæringEftir að hafa tekist að einhverju leyti að ráða niðurlögum þessarar andstyggilegu raddar þá er fátt sem ég er meira sannfærð um en að eftirtalin fjögur atriði ráða mestu um árangur okkar í viðureigninni við röddina: Hugarró, þjálfun, hvíld og rútína – og finni nú hver sitt?… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Sjá meira
Það er allt klárt, þú ert í góðu stuði með nýja markmiðið þitt og skothelda áætlun um það sem fram undan er. Þér líður vel og það hríslast um þig unaðsstraumur þegar þú hugsar til þeirrar stundar þegar markmiðinu er náð. En – einmitt þá fer hún að gera vart við sig, röddin andstyggilega, sem mörg okkar þekkja svo vel. Hún hefur ekki hátt til byrja með en fljótlega verður hún háværari og fer að argast í okkur, draga úr okkur, segja okkur að við þurfum ekki að gera þetta í dag, séum bara ekki nógu vel upplögð í dag, eitthvað svo dimmt í dag, nógur tími – verður betra á morgun?… Það er eitthvað óskiljanlegt við þessa seiðandi rödd og þegar við reynum að skilja hana þá koma bara upp í hugann orð eins geðveiki og sjálfstortíming – í besta falli leti.Hvað er í gangi?Þú vilt virkilega ná markmiðinu sem þú settir, það flæddi um þig eldmóður og tilhlökkun að takast á við verkefnið þegar þú sast og skrifaðir þetta allt niður – en þessi rödd talar þig ofan af hverri aðgerðinni á fætur annarri og telur þér trú um að þú munir gera þetta á morgun, á morgun, á morgun. Í framhaldinu ferðu að efast um markmiðið, er þetta virkilega það sem ég vil og að lokum verður niðurstaðan sú að þetta hafi verið vitlaust markmið! Ýmsir sálfræðingar halda því fram að frestun sé bara hluti af mannlegu eðli, að leita stöðugt að þægilegri og fyrirhafnarminni lífsháttum og sennilega er mikið til í því – en það þarf ekki að vera þannig. Ef við eigum okkur drauma og markmið þá viljum við ekki að þægindaramminn okkar sé svo þröngur að hann kæfi þau í fæðingu. Ég hef velt þessu mikið fyrir mér og þegar ég lít til baka held ég að ég hafi verið illa haldin af frestunaráráttu fram undir fertugt. Á þessum tíma var röddin allsráðandi í mínu lífi og það var ekki eins og ég vissi ekki af henni – ég velti henni stöðugt fyrir mér og upplifði hana sem hluta af mér eins og fætur og nef, ég var bara svona óheppin að fá þessa blessuðu rödd í vöggugjöf, hugsaði ég og horfði á alla hina sem þustu áfram á fljúgandi ferð og þurftu ekki að kljást við röddina.Mín sannfæringEftir að hafa tekist að einhverju leyti að ráða niðurlögum þessarar andstyggilegu raddar þá er fátt sem ég er meira sannfærð um en að eftirtalin fjögur atriði ráða mestu um árangur okkar í viðureigninni við röddina: Hugarró, þjálfun, hvíld og rútína – og finni nú hver sitt?…
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar