Skerðing í þjónustu við aldraða og langveika Margrét Sigurðardóttir skrifar 13. október 2016 07:00 Gríðarlega mikilvægt úrræði í þjónustu við aldraða og langveika (oft undir 67 ára aldri) eru hvíldarpláss sem eru ætluð fyrir fólk sem býr í heimahúsi og þarf aðstoð og umönnun við athafnir daglegs lífs. Þetta er úrræði sem felur í sér að fólk dvelur tímabundið 2-4 vikur eða lengur á hjúkrunarheimili. Á meðan geta maki og/eða aðstandendur sem sinna viðkomandi náð að hvílast, en þeir eru oft þrotnir að kröftum eftir langvarandi aðstoð og umönnun. Dvöl í hvíldarplássi getur lengt tímann sem þessir aðilar búa heima og er þar af leiðandi þýðingarmikil þjónusta. Sú óheppilega þróun hefur átt sér stað að þessum plássum hefur verið fækkað undanfarið á nokkrum hjúkrunarheimilum, sem kemur sér afar illa fyrir fyrir þá sem notið hafa þjónustunnar og ekki síst fyrir umönnunaraðila þeirra. Á hjúkrunarheimilinu Eir voru til skamms tíma sex hvíldarpláss, en nú hafa fimm þeirra verið tekin í notkun fyrir aðra starfsemi. Á Droplaugarstöðum voru tvö hvíldarpláss en eru ekki lengur í boði. Á Hrafnistu voru tíu endurhæfingarpláss fyrir 67 ára og eldri, en þá var fólk í sólarhringsdvöl. Þetta fyrirkomulag hentaði mörgum mjög vel að geta fengið endurhæfingu og jafnvel náð betri færni. Því olli þessi breyting óánægju hjá mörgum sem fannst dvölin hafa reynst mjög gagnleg. Staðreyndin er sú að fólk fær yfirleitt litla sem enga endurhæfingu þegar það dvelur í hvíldarplássi sem getur verið slæmt fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í þjálfun til að geta viðhaldið færni sinni. Það á við bæði um aldraða og langveika, annars er hætta á að fólk geti orðið verr á sig komið líkamlega þegar dvölinni í hvíldarplássi lýkur. Á þessu þarf að ráða bót. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra skal þjónusta vera byggð á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hins aldraða. Þar segir að einstaklingar eigi að geta komið í hvíldarinnlögn sé þess þörf. Í lögum fatlaðs fólks kemur fram að veita skuli fötluðu fólki þjónustu sem miðar að því að gera því kleift að lifa og starfa í eðlilegu samfélagi við aðra.Mikilvægi hvíldarplássa Bæði aldraðir og yngra fólk með langvinna sjúkdóma eru oft í mikilli þörf fyrir að komast í hvíldarpláss, því með því móti geta maki eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem eru að veita aðstoð, náð að hvílast, en umönnunin er oft krefjandi og erfið og reynir mikið á þanþol einstaklinganna. Þess má geta að umönnunaraðilarnir eru oft sjálfir orðnir aldraðir og þurfa þess vegna að hafa svigrúm fyrir sig og sínar þarfir og ná að safna kröftum. Mögulega geta hvíldarpláss komið í veg fyrir að fólk þurfi að fara á hjúkrunarheimili eða í sumum tilvikum frestað flutningi þangað. Í október nk. verða alþingiskosningar og því er mjög mikilvægt að fá fram hvaða stjórnmálaflokkur ætlar að standa vörð um hag aldraðra og langveikra og bæta þjónustu og kjör þeirra og standa við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Gríðarlega mikilvægt úrræði í þjónustu við aldraða og langveika (oft undir 67 ára aldri) eru hvíldarpláss sem eru ætluð fyrir fólk sem býr í heimahúsi og þarf aðstoð og umönnun við athafnir daglegs lífs. Þetta er úrræði sem felur í sér að fólk dvelur tímabundið 2-4 vikur eða lengur á hjúkrunarheimili. Á meðan geta maki og/eða aðstandendur sem sinna viðkomandi náð að hvílast, en þeir eru oft þrotnir að kröftum eftir langvarandi aðstoð og umönnun. Dvöl í hvíldarplássi getur lengt tímann sem þessir aðilar búa heima og er þar af leiðandi þýðingarmikil þjónusta. Sú óheppilega þróun hefur átt sér stað að þessum plássum hefur verið fækkað undanfarið á nokkrum hjúkrunarheimilum, sem kemur sér afar illa fyrir fyrir þá sem notið hafa þjónustunnar og ekki síst fyrir umönnunaraðila þeirra. Á hjúkrunarheimilinu Eir voru til skamms tíma sex hvíldarpláss, en nú hafa fimm þeirra verið tekin í notkun fyrir aðra starfsemi. Á Droplaugarstöðum voru tvö hvíldarpláss en eru ekki lengur í boði. Á Hrafnistu voru tíu endurhæfingarpláss fyrir 67 ára og eldri, en þá var fólk í sólarhringsdvöl. Þetta fyrirkomulag hentaði mörgum mjög vel að geta fengið endurhæfingu og jafnvel náð betri færni. Því olli þessi breyting óánægju hjá mörgum sem fannst dvölin hafa reynst mjög gagnleg. Staðreyndin er sú að fólk fær yfirleitt litla sem enga endurhæfingu þegar það dvelur í hvíldarplássi sem getur verið slæmt fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í þjálfun til að geta viðhaldið færni sinni. Það á við bæði um aldraða og langveika, annars er hætta á að fólk geti orðið verr á sig komið líkamlega þegar dvölinni í hvíldarplássi lýkur. Á þessu þarf að ráða bót. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra skal þjónusta vera byggð á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hins aldraða. Þar segir að einstaklingar eigi að geta komið í hvíldarinnlögn sé þess þörf. Í lögum fatlaðs fólks kemur fram að veita skuli fötluðu fólki þjónustu sem miðar að því að gera því kleift að lifa og starfa í eðlilegu samfélagi við aðra.Mikilvægi hvíldarplássa Bæði aldraðir og yngra fólk með langvinna sjúkdóma eru oft í mikilli þörf fyrir að komast í hvíldarpláss, því með því móti geta maki eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem eru að veita aðstoð, náð að hvílast, en umönnunin er oft krefjandi og erfið og reynir mikið á þanþol einstaklinganna. Þess má geta að umönnunaraðilarnir eru oft sjálfir orðnir aldraðir og þurfa þess vegna að hafa svigrúm fyrir sig og sínar þarfir og ná að safna kröftum. Mögulega geta hvíldarpláss komið í veg fyrir að fólk þurfi að fara á hjúkrunarheimili eða í sumum tilvikum frestað flutningi þangað. Í október nk. verða alþingiskosningar og því er mjög mikilvægt að fá fram hvaða stjórnmálaflokkur ætlar að standa vörð um hag aldraðra og langveikra og bæta þjónustu og kjör þeirra og standa við það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun