Kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir skrifar 13. október 2016 08:32 Lítið er af fræðilegum rannsóknum sem taka sérstaklega fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga og hérlendis hefur lítið verið horft til unglinga í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var á árunum 2014 – 2016 á reynslu 10 kvenna sem upplifað höfðu kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingar benda til þess að ungur aldur og lítil reynsla af nánum samböndum til samanburðar eigi stóran þátt í sérstakri berskjöldun unglinga fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar sýna jafnframt fram á að ýmsir þættir gerðu konurnar berskjaldaðar fyrir því kynferðisofbeldi sem þær upplifðu í nánu sambandi sem unglingar sem má gera ráð fyrir að ekki sé unnt að slíta alveg í sundur heldur fléttist þeir saman á ýmsan hátt. Á meðal þess sem átti þátt í berskjöldun kvennanna var erfitt samband þeirra við foreldra sína, fyrri reynsla af kynferðisofbeldi og einelti auk þess sem konurnar greindu frá því að hafa upplifað samfélagsþrýsting til þess að byrja að stunda kynlíf og vera í nánum samböndum. Konurnar tengdu einnig allar skort á fræðslu um kynlíf, náin sambönd, ofbeldi, mörk og samskipti við berskjöldun sína. En þeir þættir hafa einmitt líka komið fram í tengslum við berskjöldun fyrir ofbeldi í nánu sambandi í fyrri rannsóknum. Á Íslandi, líkt og víða annars staðar, eru börn og unglingar skólaskyld, til 16 ára aldurs. Yfirgnæfandi meirihluti íslenskra ungmenna (eða í kring um 95%) fer auk þess beint í framhaldsskóla að grunnskólanámi loknu. Niðurstöðurnar rannsóknarinnar sýna að afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingur höfðu djúpstæð áhrif á konurnar. Afleiðingarnar voru samfléttaðar og höfðu þannig áhrif á nær alla þætti í lífi kvennanna, þar á meðal skólagöngu þeirra. Afleiðingar á borð við kvíða, þunglyndi, félagslega einangrun, sjálfskaðandi hegðun (auk annarra þátta) áttu þátt í að gera konunum erfitt með að stunda nám. Reynslan hafði þannig neikvæð áhrif á skólagöngu allra kvennanna og helmingur þeirra hætti námi í framhaldsskóla. Brottfall íslenskra ungmenna úr framhaldsskólum er yfir meðaltali OECD-ríkjanna eða 30 prósent. Brottfall úr framhaldsskóla getur haft alvarleg áhrif á fjárhagslega og félagslega stöðu ungmenna. Með því að breyta forgangsröðun inn í framhaldsskóla þannig að einstaklingar yfir 25 ára falli aftast í forgangsröðunina er ákveðnum hópi ungmenna gert erfiðara fyrir að komast inn í skólakerfið og ljúka framhaldsskólanámi líkt og þeim konum sem hér um ræðir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Lítið er af fræðilegum rannsóknum sem taka sérstaklega fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga og hérlendis hefur lítið verið horft til unglinga í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var á árunum 2014 – 2016 á reynslu 10 kvenna sem upplifað höfðu kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingar benda til þess að ungur aldur og lítil reynsla af nánum samböndum til samanburðar eigi stóran þátt í sérstakri berskjöldun unglinga fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar sýna jafnframt fram á að ýmsir þættir gerðu konurnar berskjaldaðar fyrir því kynferðisofbeldi sem þær upplifðu í nánu sambandi sem unglingar sem má gera ráð fyrir að ekki sé unnt að slíta alveg í sundur heldur fléttist þeir saman á ýmsan hátt. Á meðal þess sem átti þátt í berskjöldun kvennanna var erfitt samband þeirra við foreldra sína, fyrri reynsla af kynferðisofbeldi og einelti auk þess sem konurnar greindu frá því að hafa upplifað samfélagsþrýsting til þess að byrja að stunda kynlíf og vera í nánum samböndum. Konurnar tengdu einnig allar skort á fræðslu um kynlíf, náin sambönd, ofbeldi, mörk og samskipti við berskjöldun sína. En þeir þættir hafa einmitt líka komið fram í tengslum við berskjöldun fyrir ofbeldi í nánu sambandi í fyrri rannsóknum. Á Íslandi, líkt og víða annars staðar, eru börn og unglingar skólaskyld, til 16 ára aldurs. Yfirgnæfandi meirihluti íslenskra ungmenna (eða í kring um 95%) fer auk þess beint í framhaldsskóla að grunnskólanámi loknu. Niðurstöðurnar rannsóknarinnar sýna að afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingur höfðu djúpstæð áhrif á konurnar. Afleiðingarnar voru samfléttaðar og höfðu þannig áhrif á nær alla þætti í lífi kvennanna, þar á meðal skólagöngu þeirra. Afleiðingar á borð við kvíða, þunglyndi, félagslega einangrun, sjálfskaðandi hegðun (auk annarra þátta) áttu þátt í að gera konunum erfitt með að stunda nám. Reynslan hafði þannig neikvæð áhrif á skólagöngu allra kvennanna og helmingur þeirra hætti námi í framhaldsskóla. Brottfall íslenskra ungmenna úr framhaldsskólum er yfir meðaltali OECD-ríkjanna eða 30 prósent. Brottfall úr framhaldsskóla getur haft alvarleg áhrif á fjárhagslega og félagslega stöðu ungmenna. Með því að breyta forgangsröðun inn í framhaldsskóla þannig að einstaklingar yfir 25 ára falli aftast í forgangsröðunina er ákveðnum hópi ungmenna gert erfiðara fyrir að komast inn í skólakerfið og ljúka framhaldsskólanámi líkt og þeim konum sem hér um ræðir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar