Kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir skrifar 13. október 2016 08:32 Lítið er af fræðilegum rannsóknum sem taka sérstaklega fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga og hérlendis hefur lítið verið horft til unglinga í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var á árunum 2014 – 2016 á reynslu 10 kvenna sem upplifað höfðu kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingar benda til þess að ungur aldur og lítil reynsla af nánum samböndum til samanburðar eigi stóran þátt í sérstakri berskjöldun unglinga fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar sýna jafnframt fram á að ýmsir þættir gerðu konurnar berskjaldaðar fyrir því kynferðisofbeldi sem þær upplifðu í nánu sambandi sem unglingar sem má gera ráð fyrir að ekki sé unnt að slíta alveg í sundur heldur fléttist þeir saman á ýmsan hátt. Á meðal þess sem átti þátt í berskjöldun kvennanna var erfitt samband þeirra við foreldra sína, fyrri reynsla af kynferðisofbeldi og einelti auk þess sem konurnar greindu frá því að hafa upplifað samfélagsþrýsting til þess að byrja að stunda kynlíf og vera í nánum samböndum. Konurnar tengdu einnig allar skort á fræðslu um kynlíf, náin sambönd, ofbeldi, mörk og samskipti við berskjöldun sína. En þeir þættir hafa einmitt líka komið fram í tengslum við berskjöldun fyrir ofbeldi í nánu sambandi í fyrri rannsóknum. Á Íslandi, líkt og víða annars staðar, eru börn og unglingar skólaskyld, til 16 ára aldurs. Yfirgnæfandi meirihluti íslenskra ungmenna (eða í kring um 95%) fer auk þess beint í framhaldsskóla að grunnskólanámi loknu. Niðurstöðurnar rannsóknarinnar sýna að afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingur höfðu djúpstæð áhrif á konurnar. Afleiðingarnar voru samfléttaðar og höfðu þannig áhrif á nær alla þætti í lífi kvennanna, þar á meðal skólagöngu þeirra. Afleiðingar á borð við kvíða, þunglyndi, félagslega einangrun, sjálfskaðandi hegðun (auk annarra þátta) áttu þátt í að gera konunum erfitt með að stunda nám. Reynslan hafði þannig neikvæð áhrif á skólagöngu allra kvennanna og helmingur þeirra hætti námi í framhaldsskóla. Brottfall íslenskra ungmenna úr framhaldsskólum er yfir meðaltali OECD-ríkjanna eða 30 prósent. Brottfall úr framhaldsskóla getur haft alvarleg áhrif á fjárhagslega og félagslega stöðu ungmenna. Með því að breyta forgangsröðun inn í framhaldsskóla þannig að einstaklingar yfir 25 ára falli aftast í forgangsröðunina er ákveðnum hópi ungmenna gert erfiðara fyrir að komast inn í skólakerfið og ljúka framhaldsskólanámi líkt og þeim konum sem hér um ræðir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lítið er af fræðilegum rannsóknum sem taka sérstaklega fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga og hérlendis hefur lítið verið horft til unglinga í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var á árunum 2014 – 2016 á reynslu 10 kvenna sem upplifað höfðu kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingar benda til þess að ungur aldur og lítil reynsla af nánum samböndum til samanburðar eigi stóran þátt í sérstakri berskjöldun unglinga fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar sýna jafnframt fram á að ýmsir þættir gerðu konurnar berskjaldaðar fyrir því kynferðisofbeldi sem þær upplifðu í nánu sambandi sem unglingar sem má gera ráð fyrir að ekki sé unnt að slíta alveg í sundur heldur fléttist þeir saman á ýmsan hátt. Á meðal þess sem átti þátt í berskjöldun kvennanna var erfitt samband þeirra við foreldra sína, fyrri reynsla af kynferðisofbeldi og einelti auk þess sem konurnar greindu frá því að hafa upplifað samfélagsþrýsting til þess að byrja að stunda kynlíf og vera í nánum samböndum. Konurnar tengdu einnig allar skort á fræðslu um kynlíf, náin sambönd, ofbeldi, mörk og samskipti við berskjöldun sína. En þeir þættir hafa einmitt líka komið fram í tengslum við berskjöldun fyrir ofbeldi í nánu sambandi í fyrri rannsóknum. Á Íslandi, líkt og víða annars staðar, eru börn og unglingar skólaskyld, til 16 ára aldurs. Yfirgnæfandi meirihluti íslenskra ungmenna (eða í kring um 95%) fer auk þess beint í framhaldsskóla að grunnskólanámi loknu. Niðurstöðurnar rannsóknarinnar sýna að afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingur höfðu djúpstæð áhrif á konurnar. Afleiðingarnar voru samfléttaðar og höfðu þannig áhrif á nær alla þætti í lífi kvennanna, þar á meðal skólagöngu þeirra. Afleiðingar á borð við kvíða, þunglyndi, félagslega einangrun, sjálfskaðandi hegðun (auk annarra þátta) áttu þátt í að gera konunum erfitt með að stunda nám. Reynslan hafði þannig neikvæð áhrif á skólagöngu allra kvennanna og helmingur þeirra hætti námi í framhaldsskóla. Brottfall íslenskra ungmenna úr framhaldsskólum er yfir meðaltali OECD-ríkjanna eða 30 prósent. Brottfall úr framhaldsskóla getur haft alvarleg áhrif á fjárhagslega og félagslega stöðu ungmenna. Með því að breyta forgangsröðun inn í framhaldsskóla þannig að einstaklingar yfir 25 ára falli aftast í forgangsröðunina er ákveðnum hópi ungmenna gert erfiðara fyrir að komast inn í skólakerfið og ljúka framhaldsskólanámi líkt og þeim konum sem hér um ræðir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar