Spilling! En bara þegar það hentar Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 13. október 2016 12:25 Í umræðu um stjórnmálaflokka og einstaka stjórnmálamenn heyrist oft orðið spilling. Sérstaklega í umræðunni um að félag í eigu eiginkonu þáverandi forsætisráðherra fannst í skjölum um aflandsfélög í Panama. Að forsætisráðherrann hafi selt eiginkonu sinni 50% hlut í félaginu á einn Bandaríkjadal. Forsætisráðherra og frú sögðu að fjármunir félagsins væru gefnir upp til skatts og því hafi félagið greitt alla skatta og gjöld líkt og lög gera ráð fyrir. Deilt var um hvort gögnin sem hjónin lögðu fram væru gild. Wintris inc. var ekki eina félagið í eigu Íslendinga í Panamaskjölunum. Þegar fregnir fengust að áhrifamenn í Samfylkingunni væru að finna í skjölunum, sagði þáverandi gjaldkeri flokksins upp því starfi og vék úr stjórn Kjarnans. Erlendu félögin hans fundust hvorki í Panamaskjölunum né hjá ríkisskattstjóra. Félögin tengdust öðrum skattaskjólum. Gjaldkerinn sagði að fjármunir félaganna væru gefnir upp og að félögin hafi greitt alla skatta og gjöld líkt og lög gera ráð fyrir. Aftur á móti fá íslenskir skattgreiðendur ekki að njóta góðs af öllum þeim greiðslum, í sumum tilfellum renna skatttekjur af félögum til erlendra ríkja. Ástæðan fyrir þeim skattgreiðslum er vantrú gjaldkerans á íslensku krónunni. Í Panamaskjölunum eru upplýsingar um félög sem eiga yfir 80% í Alþýðuhúsi Reykjavíkur (vert er að benda á að sumar heimildir nefna um og yfir 90% eignarhlutdeild). Í bókinni Frjálsir menn þegar aldir renna: saga Sjómannafélagsins 1915-2012 (Hallur Hallgrímsson, 2015) er fjallað um Alþýðuhús Reykjavíkur og sölu félagsins á húseign við Hverfisgötu 8-10. Kaupverðið var 222 milljónir ísl.króna eða 478 milljónir ísl.króna að núvirði. Bókin rekur kaup Alþýðuhúss Reykjavíkur og Sigfúsarsjóðs á 391.9 m² skrifstofuhúsnæði á 2 hæð við Hallveigarstíg 1. Skrifstofuhúsnæði sem Samfylkingin leigir á markaðsverði. Stærstu hluthafar Alþýðuhúss Reykjavíkur eru félögin Fjölnir og Fjalar. Í bókinni stendur að „slóð Fjölnis og Fjalars er rakin til huldufélaga í útlöndum“ og félögin séu skráð í erlendum „tortólu[m.]“ Þessu harðneitar Óttar Yngvason, stjórnarmaður Alþýðuhúss Reykjavíkur, margsinnis við fjölmiðla og segir ástæðuna fyrir að félögin finnist ekki í fyrirtækjaskrá vera að um sjálfseignarfélög sé að ræða. Að slík félög séu ekki skráningarskyld og þurfi ekki kennitölu. Á vefsíðu ríkisskattstjóra má hins vegar finna orðrétt um slík félög að „[e]ftir að skipulagsskrá hefur fengið staðfestingu sýslumanns er sótt um kennitölu hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.“ Með öðrum orðum þá eru félög á borð við Fjalar og Fjölnir skráningarskyld og þurfa kennitölu. Óttar Yngvason fór víðsvitandi með rangt mál, sem er alvarlegt gagnvart hagsmunum okkar Íslendinga. Líkt og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, bendir á í ræðu sinni á Alþingi s.l. vor:Tilgangurinn [með skattaskjólsfélögum á borð við Fjalar og Fjölnir] er að leyna fjármunum og komast undan því að greiða skatta. Að komast hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins, svo sem í vegi, sjúkrahús, menntakerfi og löggæslu. Leiguviðskipti Samfylkingarinnar við Alþýðuhús Reykjavíkur eru siðlaus. Framkvæmdastjóri flokksins og aðrir flokksmenn réttlættu leiguviðskiptin með því að leggja áherslu á að leiguverðið væri á marksverði. Að réttlæta siðlaus viðskipti með þessum hætti er siðlaust og til skammar. En flokkast þetta sem spilling? Spilling er m.a. skilgreind sem misbeiting á valdi eða stöðu. Að einstaklingar eða hópur/hópar nýti aðstöðu sína á óeðlilegan hátt til þess eins að hafa áhrif á stöðu mála sem tengjast þeirra eigin hagmunum eða öðrum tengdum þeim. Fjárhagslegir hagsmunir stærstu eigenda Alþýðuhúss Reykjavíkur af mánaðarlegum leigugreiðslum frá Samfylkingunni eru talsverðir. Alþýðuhús Reykjavíkur var stofnað árið 1916 til að halda utan um eignir Alþýðuflokksins, sem er ennþá starfræktur. Skráður talsmaður hans er Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands. ASÍ var stofnað árið 1916 og samhliða var Alþýðuflokkurinn stofnaður sem stjórnmálaarmur ASÍ. Alþýðuflokkurinn er einn af stofnendum Samfylkingarinnar og er ennþá aðildaraðil hennar. Því má segja að núverandi hlutverk Alþýðuhúss Reykjavíkur sé að halda utan um eignir aðildaraðila Samfylkingarinnar. Samfylkingin er því að leigja skrifstofuhúsnæði af félagi sem heldur utan um eignir aðildaraðila Samfylkingarinnar. Félagi sem er að mestu í eigu skattaskjólsfélaganna Fjalars og Fjölnis. Þar sem hagsmunir aðildaraðila Samfylkingarinnar eru um leið hagsmunir Samfylkingarinnar, þá eru leiguviðskiptin eru ekki bara siðlaus. Þau geta varla verið spilltari. Í erlendum siðprúðum ríkjum væri stjórnmálaflokkur með álíka spillt viðskipti og eignarhald ekki lengi starfandi. Spurning hvort slíkur stjórnmálaflokkur verði ennþá starfandi 30. október 2016 á Íslandi. Svarið er örugglega háð hversu auðvelt er að hrópa spilling! En bara þegar það hentar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um stjórnmálaflokka og einstaka stjórnmálamenn heyrist oft orðið spilling. Sérstaklega í umræðunni um að félag í eigu eiginkonu þáverandi forsætisráðherra fannst í skjölum um aflandsfélög í Panama. Að forsætisráðherrann hafi selt eiginkonu sinni 50% hlut í félaginu á einn Bandaríkjadal. Forsætisráðherra og frú sögðu að fjármunir félagsins væru gefnir upp til skatts og því hafi félagið greitt alla skatta og gjöld líkt og lög gera ráð fyrir. Deilt var um hvort gögnin sem hjónin lögðu fram væru gild. Wintris inc. var ekki eina félagið í eigu Íslendinga í Panamaskjölunum. Þegar fregnir fengust að áhrifamenn í Samfylkingunni væru að finna í skjölunum, sagði þáverandi gjaldkeri flokksins upp því starfi og vék úr stjórn Kjarnans. Erlendu félögin hans fundust hvorki í Panamaskjölunum né hjá ríkisskattstjóra. Félögin tengdust öðrum skattaskjólum. Gjaldkerinn sagði að fjármunir félaganna væru gefnir upp og að félögin hafi greitt alla skatta og gjöld líkt og lög gera ráð fyrir. Aftur á móti fá íslenskir skattgreiðendur ekki að njóta góðs af öllum þeim greiðslum, í sumum tilfellum renna skatttekjur af félögum til erlendra ríkja. Ástæðan fyrir þeim skattgreiðslum er vantrú gjaldkerans á íslensku krónunni. Í Panamaskjölunum eru upplýsingar um félög sem eiga yfir 80% í Alþýðuhúsi Reykjavíkur (vert er að benda á að sumar heimildir nefna um og yfir 90% eignarhlutdeild). Í bókinni Frjálsir menn þegar aldir renna: saga Sjómannafélagsins 1915-2012 (Hallur Hallgrímsson, 2015) er fjallað um Alþýðuhús Reykjavíkur og sölu félagsins á húseign við Hverfisgötu 8-10. Kaupverðið var 222 milljónir ísl.króna eða 478 milljónir ísl.króna að núvirði. Bókin rekur kaup Alþýðuhúss Reykjavíkur og Sigfúsarsjóðs á 391.9 m² skrifstofuhúsnæði á 2 hæð við Hallveigarstíg 1. Skrifstofuhúsnæði sem Samfylkingin leigir á markaðsverði. Stærstu hluthafar Alþýðuhúss Reykjavíkur eru félögin Fjölnir og Fjalar. Í bókinni stendur að „slóð Fjölnis og Fjalars er rakin til huldufélaga í útlöndum“ og félögin séu skráð í erlendum „tortólu[m.]“ Þessu harðneitar Óttar Yngvason, stjórnarmaður Alþýðuhúss Reykjavíkur, margsinnis við fjölmiðla og segir ástæðuna fyrir að félögin finnist ekki í fyrirtækjaskrá vera að um sjálfseignarfélög sé að ræða. Að slík félög séu ekki skráningarskyld og þurfi ekki kennitölu. Á vefsíðu ríkisskattstjóra má hins vegar finna orðrétt um slík félög að „[e]ftir að skipulagsskrá hefur fengið staðfestingu sýslumanns er sótt um kennitölu hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.“ Með öðrum orðum þá eru félög á borð við Fjalar og Fjölnir skráningarskyld og þurfa kennitölu. Óttar Yngvason fór víðsvitandi með rangt mál, sem er alvarlegt gagnvart hagsmunum okkar Íslendinga. Líkt og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, bendir á í ræðu sinni á Alþingi s.l. vor:Tilgangurinn [með skattaskjólsfélögum á borð við Fjalar og Fjölnir] er að leyna fjármunum og komast undan því að greiða skatta. Að komast hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins, svo sem í vegi, sjúkrahús, menntakerfi og löggæslu. Leiguviðskipti Samfylkingarinnar við Alþýðuhús Reykjavíkur eru siðlaus. Framkvæmdastjóri flokksins og aðrir flokksmenn réttlættu leiguviðskiptin með því að leggja áherslu á að leiguverðið væri á marksverði. Að réttlæta siðlaus viðskipti með þessum hætti er siðlaust og til skammar. En flokkast þetta sem spilling? Spilling er m.a. skilgreind sem misbeiting á valdi eða stöðu. Að einstaklingar eða hópur/hópar nýti aðstöðu sína á óeðlilegan hátt til þess eins að hafa áhrif á stöðu mála sem tengjast þeirra eigin hagmunum eða öðrum tengdum þeim. Fjárhagslegir hagsmunir stærstu eigenda Alþýðuhúss Reykjavíkur af mánaðarlegum leigugreiðslum frá Samfylkingunni eru talsverðir. Alþýðuhús Reykjavíkur var stofnað árið 1916 til að halda utan um eignir Alþýðuflokksins, sem er ennþá starfræktur. Skráður talsmaður hans er Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands. ASÍ var stofnað árið 1916 og samhliða var Alþýðuflokkurinn stofnaður sem stjórnmálaarmur ASÍ. Alþýðuflokkurinn er einn af stofnendum Samfylkingarinnar og er ennþá aðildaraðil hennar. Því má segja að núverandi hlutverk Alþýðuhúss Reykjavíkur sé að halda utan um eignir aðildaraðila Samfylkingarinnar. Samfylkingin er því að leigja skrifstofuhúsnæði af félagi sem heldur utan um eignir aðildaraðila Samfylkingarinnar. Félagi sem er að mestu í eigu skattaskjólsfélaganna Fjalars og Fjölnis. Þar sem hagsmunir aðildaraðila Samfylkingarinnar eru um leið hagsmunir Samfylkingarinnar, þá eru leiguviðskiptin eru ekki bara siðlaus. Þau geta varla verið spilltari. Í erlendum siðprúðum ríkjum væri stjórnmálaflokkur með álíka spillt viðskipti og eignarhald ekki lengi starfandi. Spurning hvort slíkur stjórnmálaflokkur verði ennþá starfandi 30. október 2016 á Íslandi. Svarið er örugglega háð hversu auðvelt er að hrópa spilling! En bara þegar það hentar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar