Er hitakerfið tilbúið fyrir veturinn? Stefán Þór Pálsson skrifar 14. október 2016 07:00 Öll þekkjum við þá notalegu tilfinningu að koma inn blaut og hrakin úr íslenskum hráslaga inn í heita og notalega íbúð, setjast niður með heitan kaffibolla og finna ylinn leika um kaldan kroppinn. Ekki er jafn notalegt að koma þannig inn í kalda íbúð, allir ofnar rétt volgir og hvergi yl að fá. Þá setjumst við ekki niður heldur hlaupum um alla íbúð fiktandi í hitastillum og öðrum stjórnbúnaði til að koma kerfinu í gang sem oft endar með símtali í píparann. Vandamálið er að þegar íbúðin er orðin köld þá hækkum við oft vel í kerfinu og aukum þrýstinginn til þess að íbúðin hitni hratt og örugglega og látum þar við sitja, glöð með að vera komin með hita á húsið. Þetta á einnig við um píparann sem oft í fyrstu kuldaköstum haustins, hleypur um borg og bæ til að redda sem flestum, oft með bráðabirgðareddingu og loforði um að koma seinna til að fara almennilega yfir kerfið sem getur síðan gleymst. Öll viljum við hafa heitt og notalegt inni og okkur hefur verið kennt í gegnum tíðina að við búum við ódýra orku og þess vegna höfum við kannski lagt lítið upp úr því að spara hitaveituvatnið. En á síðustu árum hefur verð á heitu vatni hækkað töluvert og því borgar sig að fara vel með það. Í útreikningi á hvort íbúðarhús sé með litla eða of mikla eyðslu þá byrjum við á að finna hlutfallstölu út frá rúmmáli húss. Það er rúmmetrar vatns á ári deilt með rúmmáli húss = hlutfallstala. Þumalputtareglan sem við píparar notum er sú að ef hlutfallstalan fer yfir 1.5 þá sé eyðslan orðin of mikil og rétt sé orðið að yfirfara og stilla hitakerfið. Því miður þá erum við lítt vakandi yfir lagnakerfum okkar og gerum sjaldan nokkuð fyrr en eitthvað bjátar á. Svo sem þegar íbúðin er orðin köld, snjóbræðslan bræðir ekki af sér, aukareikningur kemur frá hitaveitunni o.s.frv. Reglulegt eftirlit og viðhald sparar okkur þessi óþægindi og oft óþarfa kostnað vegna tjóna. Nú fara haustlægðirnar að streyma yfir landið og skammdegið er að skella á með öllum sínum köldu veðurbrigðum. Er ekki rétt að láta fagmann yfirfara kerfið fyrir veturinn þannig að það virki sem skyldi þegar á reynir. Ágætis upplýsingar má finna undir Þjónusta og ráð á veitur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Öll þekkjum við þá notalegu tilfinningu að koma inn blaut og hrakin úr íslenskum hráslaga inn í heita og notalega íbúð, setjast niður með heitan kaffibolla og finna ylinn leika um kaldan kroppinn. Ekki er jafn notalegt að koma þannig inn í kalda íbúð, allir ofnar rétt volgir og hvergi yl að fá. Þá setjumst við ekki niður heldur hlaupum um alla íbúð fiktandi í hitastillum og öðrum stjórnbúnaði til að koma kerfinu í gang sem oft endar með símtali í píparann. Vandamálið er að þegar íbúðin er orðin köld þá hækkum við oft vel í kerfinu og aukum þrýstinginn til þess að íbúðin hitni hratt og örugglega og látum þar við sitja, glöð með að vera komin með hita á húsið. Þetta á einnig við um píparann sem oft í fyrstu kuldaköstum haustins, hleypur um borg og bæ til að redda sem flestum, oft með bráðabirgðareddingu og loforði um að koma seinna til að fara almennilega yfir kerfið sem getur síðan gleymst. Öll viljum við hafa heitt og notalegt inni og okkur hefur verið kennt í gegnum tíðina að við búum við ódýra orku og þess vegna höfum við kannski lagt lítið upp úr því að spara hitaveituvatnið. En á síðustu árum hefur verð á heitu vatni hækkað töluvert og því borgar sig að fara vel með það. Í útreikningi á hvort íbúðarhús sé með litla eða of mikla eyðslu þá byrjum við á að finna hlutfallstölu út frá rúmmáli húss. Það er rúmmetrar vatns á ári deilt með rúmmáli húss = hlutfallstala. Þumalputtareglan sem við píparar notum er sú að ef hlutfallstalan fer yfir 1.5 þá sé eyðslan orðin of mikil og rétt sé orðið að yfirfara og stilla hitakerfið. Því miður þá erum við lítt vakandi yfir lagnakerfum okkar og gerum sjaldan nokkuð fyrr en eitthvað bjátar á. Svo sem þegar íbúðin er orðin köld, snjóbræðslan bræðir ekki af sér, aukareikningur kemur frá hitaveitunni o.s.frv. Reglulegt eftirlit og viðhald sparar okkur þessi óþægindi og oft óþarfa kostnað vegna tjóna. Nú fara haustlægðirnar að streyma yfir landið og skammdegið er að skella á með öllum sínum köldu veðurbrigðum. Er ekki rétt að láta fagmann yfirfara kerfið fyrir veturinn þannig að það virki sem skyldi þegar á reynir. Ágætis upplýsingar má finna undir Þjónusta og ráð á veitur.is.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar