Dagur hvíta stafsins Vala Jóna Garðarsdóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Dagur Hvíta stafsins er alþjóðlegur baráttu og vitundardagur blinds og sjónskerts fólks sem haldinn er 15. október ár hvert. Á þeim degi vekja blindir og sjónskertir einstaklingar athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Umferli er íslensk þýðing á enska orðinu mobility. Umferli fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga vísar til þess að komast á öruggan hátt á milli staða, jafnt innan dyra sem utan með eða án aðstoðar hvíta stafsins. Hjá Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga starfa umferliskennarar sem kenna þeim sem eru blindir og sjónskertir að rata í umhverfinu og að komast á öruggan og sjálfstæðan hátt frá einum stað til annars. Hvíti stafurinn er mikilvægt hjálpartæki í umferli og er alþjóðlegt tákn blindra og sjónskertra. Annars vegar gefur hann öðrum vegfarendum til kynna að einstaklingurinn sem ber stafinn hafi enga eða takmarkaða sjón og beri því að sýna tillitsemi. Hins vegar er hvíti stafurinn og þá sérstaklega þreifistafur notaður til að afla upplýsinga í umhverfinu t.d að upplýsa um hugsanlegar hindranir í veginum, hvort leiðin sé greið, finna kennileiti og að staðsetja sig í umhverfinu. Til þess að komast örugglega um þarf aðgengi að vera gott, einfalt og rökrétt. Gangstéttar þurfa að vera aðgreindar frá götu t.d með kanti, annars konar hellulögn, blómabeði eða grindverki. Á stórum og opnum svæðum og í anddyrum getur leiðarmerking á gangstétt og á gólfi gefið til kynna hvert gönguleið liggur, svokölluð leiðarlína. Leiðarlína liggur gjarnan að svokölluðu áherslusvæði en það eru gangstéttarhellur með upphleyptum hnöppum. Áherslusvæði gefur til kynna að um einhvers konar breytingu sé að ræða í umhverfinu eða svæði sem ber að varast. Þessar hellur eru gjarnan þar sem gangstétt endar til viðvörunar um að það sé gata framundan. Áherslusvæði þurfa að liggja hornrétt á götu þannig að þeir sem eru blindir og sjónskertir geti tekið beina stefnu yfir á gangstétt hinum megin við götuna. Til að tryggja öryggi og sjálfstæði hvers og eins er mikilvægt að við gangbrautarljós sé hljóðmerki og titringur sem gefur til kynna hvort það logar grænt eða rautt gangbrautarljós. Hljóðmerki henta þeim sem eru blindir og sjónskertir og titringur þeim sem bæði hafa skerta sjón og heyrn. Gæta þarf að því að stólpar og skilti séu ekki staðsett í ganglínu á gangstéttum og að skilti séu ekki í höfuðhæð. Skörp litaskil eru mikilvæg fyrir sjónskerta einstaklinga, sem dæmi um það er að mála fyrirstöður í andstæðum lit við umhverfið og að merkja tröppubrúnir til aðgreiningar. Tröppur sem eru í sama lit og gólf/gangstétt renna saman í eitt og stundum áttar fólk sig ekki á að um tröppur sé að ræða. Handrið þurfa einnig að skera sig úr og ná fram fyrir neðsta þrep og upp fyrir efsta þrep. Það er nokkuð algengt að fólk gangi á glerhurðir og þarf ekki sjónskerðingu til. Öryggisins vegna er gagnlegt að merkja glerhurðir í augnhæð barna og fullorðinna með áberandi hætti, það getur t.d verið með logói viðkomandi stofnunar. Aðgengismál eru ofarlega á baugi og ekki að ástæðulausu því gott aðgengi kemur okkur öllum til góða og greiðir veg okkar allra í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Dagur Hvíta stafsins er alþjóðlegur baráttu og vitundardagur blinds og sjónskerts fólks sem haldinn er 15. október ár hvert. Á þeim degi vekja blindir og sjónskertir einstaklingar athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Umferli er íslensk þýðing á enska orðinu mobility. Umferli fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga vísar til þess að komast á öruggan hátt á milli staða, jafnt innan dyra sem utan með eða án aðstoðar hvíta stafsins. Hjá Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga starfa umferliskennarar sem kenna þeim sem eru blindir og sjónskertir að rata í umhverfinu og að komast á öruggan og sjálfstæðan hátt frá einum stað til annars. Hvíti stafurinn er mikilvægt hjálpartæki í umferli og er alþjóðlegt tákn blindra og sjónskertra. Annars vegar gefur hann öðrum vegfarendum til kynna að einstaklingurinn sem ber stafinn hafi enga eða takmarkaða sjón og beri því að sýna tillitsemi. Hins vegar er hvíti stafurinn og þá sérstaklega þreifistafur notaður til að afla upplýsinga í umhverfinu t.d að upplýsa um hugsanlegar hindranir í veginum, hvort leiðin sé greið, finna kennileiti og að staðsetja sig í umhverfinu. Til þess að komast örugglega um þarf aðgengi að vera gott, einfalt og rökrétt. Gangstéttar þurfa að vera aðgreindar frá götu t.d með kanti, annars konar hellulögn, blómabeði eða grindverki. Á stórum og opnum svæðum og í anddyrum getur leiðarmerking á gangstétt og á gólfi gefið til kynna hvert gönguleið liggur, svokölluð leiðarlína. Leiðarlína liggur gjarnan að svokölluðu áherslusvæði en það eru gangstéttarhellur með upphleyptum hnöppum. Áherslusvæði gefur til kynna að um einhvers konar breytingu sé að ræða í umhverfinu eða svæði sem ber að varast. Þessar hellur eru gjarnan þar sem gangstétt endar til viðvörunar um að það sé gata framundan. Áherslusvæði þurfa að liggja hornrétt á götu þannig að þeir sem eru blindir og sjónskertir geti tekið beina stefnu yfir á gangstétt hinum megin við götuna. Til að tryggja öryggi og sjálfstæði hvers og eins er mikilvægt að við gangbrautarljós sé hljóðmerki og titringur sem gefur til kynna hvort það logar grænt eða rautt gangbrautarljós. Hljóðmerki henta þeim sem eru blindir og sjónskertir og titringur þeim sem bæði hafa skerta sjón og heyrn. Gæta þarf að því að stólpar og skilti séu ekki staðsett í ganglínu á gangstéttum og að skilti séu ekki í höfuðhæð. Skörp litaskil eru mikilvæg fyrir sjónskerta einstaklinga, sem dæmi um það er að mála fyrirstöður í andstæðum lit við umhverfið og að merkja tröppubrúnir til aðgreiningar. Tröppur sem eru í sama lit og gólf/gangstétt renna saman í eitt og stundum áttar fólk sig ekki á að um tröppur sé að ræða. Handrið þurfa einnig að skera sig úr og ná fram fyrir neðsta þrep og upp fyrir efsta þrep. Það er nokkuð algengt að fólk gangi á glerhurðir og þarf ekki sjónskerðingu til. Öryggisins vegna er gagnlegt að merkja glerhurðir í augnhæð barna og fullorðinna með áberandi hætti, það getur t.d verið með logói viðkomandi stofnunar. Aðgengismál eru ofarlega á baugi og ekki að ástæðulausu því gott aðgengi kemur okkur öllum til góða og greiðir veg okkar allra í samfélaginu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun