Viðskipti innlent

Heildarlaun hækkað um þriðjung

Sæunn Gísladóttir skrifar
Árið 2015 námu heildarlaun einstaklinga 837,9 milljörðum króna, samanborið við 624,1 milljarð króna árið 2010.
Árið 2015 námu heildarlaun einstaklinga 837,9 milljörðum króna, samanborið við 624,1 milljarð króna árið 2010.
Árið 2015 námu heildarlaun einstaklinga 837,9 milljörðum króna, samanborið við 624,1 milljarð króna árið 2010. Á fimm árum hafa heildarlaun því hækkað um 34,3 prósent. En á sama tíma hefur fjöldi framteljanda einungis aukist um 3,1 prósent. Þetta kemur fram í Staðtölum skatta sem birt voru á vef ríkisskattstjóra í síðustu viku.

Heildarlaun hafa tekið kipp síðustu árin og hækkuðu meðal annars um 7 prósent eða 54,6 milljarða milli 2014 og 2015. Heildartekjur einstaklinga hafa hækkað úr 827 milljörðum árið 2010 í 1,11 milljarð árið 2015, eða um 33 prósent, samtímis því að framteljendum fjölgaði um fjögur prósent.

Á tímabilinu jukust greiðslur úr lífeyrissjóðum úr 91,8 milljarði í 105,5 milljarða, eða um 14,9 á sama tíma að framteljendum fjölgaði um tæplega sjö þúsund, eða um 15 prósent. Því hafa greiðslur úr lífeyrissjóðum ekki hækkað í takt við hækkun launa í landinu.

Heildar tekjuskattur hefur hækkað verulega á tímabilinu eða um 37 prósent, úr 213,7 milljörðum í 293,4 milljarða. Almennur tekjuskattur hefur aukist úr 87,9 milljörðum króna árið 2009 í 117,5 milljarða króna árið 2015 á sama tíma og framteljurum hefur fjölgað um 10 þúsund manns.

Tekjur af húsaleigubótum, aðstoð og styrkjum hækkuðu rúmlega tvöfalt á tímabilinu úr 1,8 milljarði í 3,7 milljarða. Tekjur af styrkjum vegna náms og vísindastarfa hækkuðu einnig úr 1,5 milljarði í 2,4 milljarða á tímabilinu.

Tekjur erlendis frá drógust aftur á móti saman úr 607 milljónum króna í 483 milljónir króna. Tekjur af atvinnuleysisbótum fækkaði aftur á móti um helming úr 20,5 milljörðum árið 2010 í 10,7 milljarða árið 2015, samtímis þess að framteljurum atvinnuleysisbóta fækkaði um ríflega helming.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×