Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Sjókvíaeldi er ört vaxandi atvinnugrein á Austfjörðum. Mynd/Fiskeldi Austfjarða Fyrirtæki í sjókvíaeldi vonast til að tífalda framleiðsluna á næstu árum. Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd í öllum tegundum. „Það tekur langan tíma að byggja upp eldið og því ljóst að takmörkun fiskeldissvæða til verndar villtum laxastofnun þýðir að miklar rannsóknir munu þurfa að fara fram á burðarþoli svæðanna áður en hægt er að framleiða þetta magn,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður. Atvinnusköpun sem af eldisstarfseminni hlýst, sem og afleidd störf, hefur verið til þessa talinn sterkur grunnur undir byggð sem hefur verið í vörn síðustu ár.„Við teljum að rúmlega þúsund störf verði í greininni fyrir árið 2020 og þá á eftir að telja öll afleidd störf sem verða til við að þjónusta greinina,“ segir Höskuldur. Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm eða Dýrfiskur og Laxar fiskeldi eru stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin og stefna hátt. Nú starfa um 400 manns beint við eldi í landinu og með stöðugum vexti verður hægt að fjölga störfum. Vestfirðir hafa í langan tíma barist við slæmar horfur í atvinnulífi lítilla sjávarþorpa og ef áform ganga eftir gæti íbúum á Vestfjörðum fjölgað aftur. „Sameinuðu þjóðirnar hvetja til dæmis þjóðir heims til að standa fyrir auknu fiskeldi þar sem því verður við komið. Villtir fiskistofnar munu ekki standa undir þeirri mannfjöldaaukningu sem spár næstu fimmtíu ára gera ráð fyrir,“ segir Höskuldur. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greinini nú um 15 milljarða króna. Sú tala verði komin í 50 milljarða árið 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Fyrirtæki í sjókvíaeldi vonast til að tífalda framleiðsluna á næstu árum. Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd í öllum tegundum. „Það tekur langan tíma að byggja upp eldið og því ljóst að takmörkun fiskeldissvæða til verndar villtum laxastofnun þýðir að miklar rannsóknir munu þurfa að fara fram á burðarþoli svæðanna áður en hægt er að framleiða þetta magn,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður. Atvinnusköpun sem af eldisstarfseminni hlýst, sem og afleidd störf, hefur verið til þessa talinn sterkur grunnur undir byggð sem hefur verið í vörn síðustu ár.„Við teljum að rúmlega þúsund störf verði í greininni fyrir árið 2020 og þá á eftir að telja öll afleidd störf sem verða til við að þjónusta greinina,“ segir Höskuldur. Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm eða Dýrfiskur og Laxar fiskeldi eru stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin og stefna hátt. Nú starfa um 400 manns beint við eldi í landinu og með stöðugum vexti verður hægt að fjölga störfum. Vestfirðir hafa í langan tíma barist við slæmar horfur í atvinnulífi lítilla sjávarþorpa og ef áform ganga eftir gæti íbúum á Vestfjörðum fjölgað aftur. „Sameinuðu þjóðirnar hvetja til dæmis þjóðir heims til að standa fyrir auknu fiskeldi þar sem því verður við komið. Villtir fiskistofnar munu ekki standa undir þeirri mannfjöldaaukningu sem spár næstu fimmtíu ára gera ráð fyrir,“ segir Höskuldur. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greinini nú um 15 milljarða króna. Sú tala verði komin í 50 milljarða árið 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira