Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Sjókvíaeldi er ört vaxandi atvinnugrein á Austfjörðum. Mynd/Fiskeldi Austfjarða Fyrirtæki í sjókvíaeldi vonast til að tífalda framleiðsluna á næstu árum. Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd í öllum tegundum. „Það tekur langan tíma að byggja upp eldið og því ljóst að takmörkun fiskeldissvæða til verndar villtum laxastofnun þýðir að miklar rannsóknir munu þurfa að fara fram á burðarþoli svæðanna áður en hægt er að framleiða þetta magn,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður. Atvinnusköpun sem af eldisstarfseminni hlýst, sem og afleidd störf, hefur verið til þessa talinn sterkur grunnur undir byggð sem hefur verið í vörn síðustu ár.„Við teljum að rúmlega þúsund störf verði í greininni fyrir árið 2020 og þá á eftir að telja öll afleidd störf sem verða til við að þjónusta greinina,“ segir Höskuldur. Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm eða Dýrfiskur og Laxar fiskeldi eru stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin og stefna hátt. Nú starfa um 400 manns beint við eldi í landinu og með stöðugum vexti verður hægt að fjölga störfum. Vestfirðir hafa í langan tíma barist við slæmar horfur í atvinnulífi lítilla sjávarþorpa og ef áform ganga eftir gæti íbúum á Vestfjörðum fjölgað aftur. „Sameinuðu þjóðirnar hvetja til dæmis þjóðir heims til að standa fyrir auknu fiskeldi þar sem því verður við komið. Villtir fiskistofnar munu ekki standa undir þeirri mannfjöldaaukningu sem spár næstu fimmtíu ára gera ráð fyrir,“ segir Höskuldur. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greinini nú um 15 milljarða króna. Sú tala verði komin í 50 milljarða árið 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Fyrirtæki í sjókvíaeldi vonast til að tífalda framleiðsluna á næstu árum. Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd í öllum tegundum. „Það tekur langan tíma að byggja upp eldið og því ljóst að takmörkun fiskeldissvæða til verndar villtum laxastofnun þýðir að miklar rannsóknir munu þurfa að fara fram á burðarþoli svæðanna áður en hægt er að framleiða þetta magn,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður. Atvinnusköpun sem af eldisstarfseminni hlýst, sem og afleidd störf, hefur verið til þessa talinn sterkur grunnur undir byggð sem hefur verið í vörn síðustu ár.„Við teljum að rúmlega þúsund störf verði í greininni fyrir árið 2020 og þá á eftir að telja öll afleidd störf sem verða til við að þjónusta greinina,“ segir Höskuldur. Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm eða Dýrfiskur og Laxar fiskeldi eru stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin og stefna hátt. Nú starfa um 400 manns beint við eldi í landinu og með stöðugum vexti verður hægt að fjölga störfum. Vestfirðir hafa í langan tíma barist við slæmar horfur í atvinnulífi lítilla sjávarþorpa og ef áform ganga eftir gæti íbúum á Vestfjörðum fjölgað aftur. „Sameinuðu þjóðirnar hvetja til dæmis þjóðir heims til að standa fyrir auknu fiskeldi þar sem því verður við komið. Villtir fiskistofnar munu ekki standa undir þeirri mannfjöldaaukningu sem spár næstu fimmtíu ára gera ráð fyrir,“ segir Höskuldur. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greinini nú um 15 milljarða króna. Sú tala verði komin í 50 milljarða árið 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira