Kosningarnar draga úr nýjum skráningum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 09:00 Páll Harðarson telur að sama hvernig kosningarnar fari muni það ekki hafa stórvægileg áhrif á markaðinn. Vísir/Stefán Komandi kosningar hafa seinkað áformum einhverra fyrirtækja um að skrá félög sína í Kauphöll Íslands. Engin félög hafa verið skráð á Aðallista Kauphallarinnar á árinu. „Núna erum við að upplifa ákveðið millibilsástand sem hefur ríkt frá því í vor, að verið sé að bíða eftir kosningunum. Skráningar eru auðvitað eitthvað sem tekur lengri tíma að undirbúa, en ég þykist þess fullviss af því sem ég hef heyrt að þetta hafi heldur seinkað áformum einhverra,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. „Þetta hefur einhver áhrif, en kannski ekki stórvægileg. Einhver fyrirtæki sem hafa verið að velta fyrir sér skráningu og hafa verið komin eitthvað áleiðis, eða verið að vinna í undirbúningi skráningar, hafa talað um að það verði ekki fyrr en eftir kosningar. En það er eðlilegt í sjálfu sér,“ segir Páll. Páll segir að atburðir eins og kosningar hafi ekki síður áhrif á viðskiptahliðina. „Við höfum séð það margoft á síðustu árum, sem eru fróðleg fyrir þær sakir að við höfum oft staðið frammi fyrir óvenju mikilli óvissu í efnahagslegu tilliti. Frá því fyrir kosningarnar 2013 og fram á mitt ár 2014 þá var margvísleg óvissa í gangi. Við fundum að dró úr viðskiptum í aðdraganda kosninganna, og svo var verið að bíða eftir skuldaleiðréttingunni, aðgerðum um losun hafta og niðurstöðum kjarasamninga. Það leystist úr þessu meira og minna vorið og snemmsumars 2014. Eftir það gerist margt athyglisvert á markaði, verðbólguálagið snarminnkaði ef maður lítur á skuldabréfamarkaðinn, hlutabréfamarkaðurinn fór í mikla uppsveiflu sem varaði átján mánuði eða svo. Þannig að það eru áberandi skil þegar leysist úr óvissunni og fólk metur þetta sem góð skilyrði,“ segir Páll.Síminn er síðasta félag sem skráð var á Aðallista Kauphallarinnar en bréf félagsins voru tekin til viðskipta 15. október 2015. Fréttablaðið/GVASér fram á skráningu á árinuIceland Seafood var skráð á First North á árinu en ekkert félag hefur verið skráð á Aðallista í ár. „Ég vonast til þess að við náum skráningu á Aðallista á árinu. Skeljungur var búinn að gefa það út að þeir stefndu á markað og ég vona að það gangi eftir. Svo er margt sem spilar með okkur. Ég held að á þessu ári og því næsta förum við að sjá nýjar skráningar.“ Páll segist hins vegar ekki eiga von á því að aðstæður breytist stórkostlega hvernig sem kosningarnar fara. „Öll umgjörð er frekar stöðug og við höfum séð aðgerðir sem bæta í raun og veru aðgengi fyrirtækja, sérstaklega smærri fyrirtækja, að fjármagni og greiða þeim frekar leið inn á markaðinn. „Við erum ekki farin að sjá áhrif af þessu enn þá, en ég held að heilt á litið, hvernig sem kosningarnar fara, sjáum við ekki neina kollsteypu,“ segir Páll Harðarson. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
Komandi kosningar hafa seinkað áformum einhverra fyrirtækja um að skrá félög sína í Kauphöll Íslands. Engin félög hafa verið skráð á Aðallista Kauphallarinnar á árinu. „Núna erum við að upplifa ákveðið millibilsástand sem hefur ríkt frá því í vor, að verið sé að bíða eftir kosningunum. Skráningar eru auðvitað eitthvað sem tekur lengri tíma að undirbúa, en ég þykist þess fullviss af því sem ég hef heyrt að þetta hafi heldur seinkað áformum einhverra,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. „Þetta hefur einhver áhrif, en kannski ekki stórvægileg. Einhver fyrirtæki sem hafa verið að velta fyrir sér skráningu og hafa verið komin eitthvað áleiðis, eða verið að vinna í undirbúningi skráningar, hafa talað um að það verði ekki fyrr en eftir kosningar. En það er eðlilegt í sjálfu sér,“ segir Páll. Páll segir að atburðir eins og kosningar hafi ekki síður áhrif á viðskiptahliðina. „Við höfum séð það margoft á síðustu árum, sem eru fróðleg fyrir þær sakir að við höfum oft staðið frammi fyrir óvenju mikilli óvissu í efnahagslegu tilliti. Frá því fyrir kosningarnar 2013 og fram á mitt ár 2014 þá var margvísleg óvissa í gangi. Við fundum að dró úr viðskiptum í aðdraganda kosninganna, og svo var verið að bíða eftir skuldaleiðréttingunni, aðgerðum um losun hafta og niðurstöðum kjarasamninga. Það leystist úr þessu meira og minna vorið og snemmsumars 2014. Eftir það gerist margt athyglisvert á markaði, verðbólguálagið snarminnkaði ef maður lítur á skuldabréfamarkaðinn, hlutabréfamarkaðurinn fór í mikla uppsveiflu sem varaði átján mánuði eða svo. Þannig að það eru áberandi skil þegar leysist úr óvissunni og fólk metur þetta sem góð skilyrði,“ segir Páll.Síminn er síðasta félag sem skráð var á Aðallista Kauphallarinnar en bréf félagsins voru tekin til viðskipta 15. október 2015. Fréttablaðið/GVASér fram á skráningu á árinuIceland Seafood var skráð á First North á árinu en ekkert félag hefur verið skráð á Aðallista í ár. „Ég vonast til þess að við náum skráningu á Aðallista á árinu. Skeljungur var búinn að gefa það út að þeir stefndu á markað og ég vona að það gangi eftir. Svo er margt sem spilar með okkur. Ég held að á þessu ári og því næsta förum við að sjá nýjar skráningar.“ Páll segist hins vegar ekki eiga von á því að aðstæður breytist stórkostlega hvernig sem kosningarnar fara. „Öll umgjörð er frekar stöðug og við höfum séð aðgerðir sem bæta í raun og veru aðgengi fyrirtækja, sérstaklega smærri fyrirtækja, að fjármagni og greiða þeim frekar leið inn á markaðinn. „Við erum ekki farin að sjá áhrif af þessu enn þá, en ég held að heilt á litið, hvernig sem kosningarnar fara, sjáum við ekki neina kollsteypu,“ segir Páll Harðarson.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira