Virðing opnar í London Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2016 13:34 Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone Vísir/Getty Virðing hf. hefur ákveðið að opna skrifstofu í Lundúnum og hefur sótt um tilskilin leyfi til breska fjármálaeftirlitsins vegna þess. Gert er ráð fyrir að skrifstofan taki formlega til starfa á síðasta ársfjórðungi þessa árs og hafi starfsheimildir til fyrirtækja- og fjárfestingaráðgjafar, auk móttöku og miðlunar viðskiptafyrirmæla, segir í tilkynningu. „Starfsemi Virðingar hefur vaxið mjög undanfarin misseri og opnun skrifstofu í Lundúnum er liður í að styrkja stöðu okkar í að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur sem og greiða frekar fyrir fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Hérlendis hefur orðið jákvæð efnahagsleg þróun, fjárhagsleg styrking ríkisins og bætt áhættuflokkun þess á erlendum mörkuðum og í framhaldi af þeirri þróun og áframhaldandi losun fjármagnshafta teljum við að tímasetningin sé hárrétt til að taka þetta skref og nýta það viðamikla tengslanet sem félagið og starfsmenn þess búa yfir,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar. Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone og hefur Gunnar Sigurðsson, sem hefur undanfarin misseri starfað sem sérfræðingur á framtakssjóðasviði Virðingar, verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í Bretlandi. Gunnar hefur undanfarið setið í stjórnum Securitas, Íslenska gámafélagsins og varastjórn Ölgerðarinnar. Hann hefur starfað á fjármálamarkaði í yfir 20 ár og stærstan hluta þess tíma hefur hann verið búsettur í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Á árunum 2004-2015 starfaði Gunnar í Bretlandi, fyrst hjá Baugi Group sem framkvæmdastjóri smásölufjárfestinga og síðar sem forstjóri. Síðar vann hann m.a. sem ráðgjafi skilanefndar Landsbankans varðandi eignir bankans í Bretlandi, m.a. Iceland Foods, House of Fraser og Hamleys. Gunnar er ekki eini starfsmaður Virðingar sem hefur reynslu af störfum í fjármálageiranum í Englandi. Ármann Þorvaldsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Virðingu, hefur starfað í London í lengri tíma. Þar á meðal sem framkvæmdastjóri Kaupþings Friedlanger og Singer frá 2005-2008. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Hjá Virðingu starfa 34 sérfræðingar og hefur félagið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME. Virðing er með um 105 milljarða króna í eignastýringu. Tengdar fréttir Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00 GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Virðing hf. hefur ákveðið að opna skrifstofu í Lundúnum og hefur sótt um tilskilin leyfi til breska fjármálaeftirlitsins vegna þess. Gert er ráð fyrir að skrifstofan taki formlega til starfa á síðasta ársfjórðungi þessa árs og hafi starfsheimildir til fyrirtækja- og fjárfestingaráðgjafar, auk móttöku og miðlunar viðskiptafyrirmæla, segir í tilkynningu. „Starfsemi Virðingar hefur vaxið mjög undanfarin misseri og opnun skrifstofu í Lundúnum er liður í að styrkja stöðu okkar í að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur sem og greiða frekar fyrir fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Hérlendis hefur orðið jákvæð efnahagsleg þróun, fjárhagsleg styrking ríkisins og bætt áhættuflokkun þess á erlendum mörkuðum og í framhaldi af þeirri þróun og áframhaldandi losun fjármagnshafta teljum við að tímasetningin sé hárrétt til að taka þetta skref og nýta það viðamikla tengslanet sem félagið og starfsmenn þess búa yfir,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar. Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone og hefur Gunnar Sigurðsson, sem hefur undanfarin misseri starfað sem sérfræðingur á framtakssjóðasviði Virðingar, verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í Bretlandi. Gunnar hefur undanfarið setið í stjórnum Securitas, Íslenska gámafélagsins og varastjórn Ölgerðarinnar. Hann hefur starfað á fjármálamarkaði í yfir 20 ár og stærstan hluta þess tíma hefur hann verið búsettur í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Á árunum 2004-2015 starfaði Gunnar í Bretlandi, fyrst hjá Baugi Group sem framkvæmdastjóri smásölufjárfestinga og síðar sem forstjóri. Síðar vann hann m.a. sem ráðgjafi skilanefndar Landsbankans varðandi eignir bankans í Bretlandi, m.a. Iceland Foods, House of Fraser og Hamleys. Gunnar er ekki eini starfsmaður Virðingar sem hefur reynslu af störfum í fjármálageiranum í Englandi. Ármann Þorvaldsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Virðingu, hefur starfað í London í lengri tíma. Þar á meðal sem framkvæmdastjóri Kaupþings Friedlanger og Singer frá 2005-2008. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Hjá Virðingu starfa 34 sérfræðingar og hefur félagið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME. Virðing er með um 105 milljarða króna í eignastýringu.
Tengdar fréttir Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00 GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00
GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21