Virðing opnar í London Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2016 13:34 Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone Vísir/Getty Virðing hf. hefur ákveðið að opna skrifstofu í Lundúnum og hefur sótt um tilskilin leyfi til breska fjármálaeftirlitsins vegna þess. Gert er ráð fyrir að skrifstofan taki formlega til starfa á síðasta ársfjórðungi þessa árs og hafi starfsheimildir til fyrirtækja- og fjárfestingaráðgjafar, auk móttöku og miðlunar viðskiptafyrirmæla, segir í tilkynningu. „Starfsemi Virðingar hefur vaxið mjög undanfarin misseri og opnun skrifstofu í Lundúnum er liður í að styrkja stöðu okkar í að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur sem og greiða frekar fyrir fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Hérlendis hefur orðið jákvæð efnahagsleg þróun, fjárhagsleg styrking ríkisins og bætt áhættuflokkun þess á erlendum mörkuðum og í framhaldi af þeirri þróun og áframhaldandi losun fjármagnshafta teljum við að tímasetningin sé hárrétt til að taka þetta skref og nýta það viðamikla tengslanet sem félagið og starfsmenn þess búa yfir,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar. Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone og hefur Gunnar Sigurðsson, sem hefur undanfarin misseri starfað sem sérfræðingur á framtakssjóðasviði Virðingar, verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í Bretlandi. Gunnar hefur undanfarið setið í stjórnum Securitas, Íslenska gámafélagsins og varastjórn Ölgerðarinnar. Hann hefur starfað á fjármálamarkaði í yfir 20 ár og stærstan hluta þess tíma hefur hann verið búsettur í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Á árunum 2004-2015 starfaði Gunnar í Bretlandi, fyrst hjá Baugi Group sem framkvæmdastjóri smásölufjárfestinga og síðar sem forstjóri. Síðar vann hann m.a. sem ráðgjafi skilanefndar Landsbankans varðandi eignir bankans í Bretlandi, m.a. Iceland Foods, House of Fraser og Hamleys. Gunnar er ekki eini starfsmaður Virðingar sem hefur reynslu af störfum í fjármálageiranum í Englandi. Ármann Þorvaldsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Virðingu, hefur starfað í London í lengri tíma. Þar á meðal sem framkvæmdastjóri Kaupþings Friedlanger og Singer frá 2005-2008. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Hjá Virðingu starfa 34 sérfræðingar og hefur félagið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME. Virðing er með um 105 milljarða króna í eignastýringu. Tengdar fréttir Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00 GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Virðing hf. hefur ákveðið að opna skrifstofu í Lundúnum og hefur sótt um tilskilin leyfi til breska fjármálaeftirlitsins vegna þess. Gert er ráð fyrir að skrifstofan taki formlega til starfa á síðasta ársfjórðungi þessa árs og hafi starfsheimildir til fyrirtækja- og fjárfestingaráðgjafar, auk móttöku og miðlunar viðskiptafyrirmæla, segir í tilkynningu. „Starfsemi Virðingar hefur vaxið mjög undanfarin misseri og opnun skrifstofu í Lundúnum er liður í að styrkja stöðu okkar í að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur sem og greiða frekar fyrir fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Hérlendis hefur orðið jákvæð efnahagsleg þróun, fjárhagsleg styrking ríkisins og bætt áhættuflokkun þess á erlendum mörkuðum og í framhaldi af þeirri þróun og áframhaldandi losun fjármagnshafta teljum við að tímasetningin sé hárrétt til að taka þetta skref og nýta það viðamikla tengslanet sem félagið og starfsmenn þess búa yfir,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar. Skrifstofa Virðingar í Lundúnum verður í Marylebone og hefur Gunnar Sigurðsson, sem hefur undanfarin misseri starfað sem sérfræðingur á framtakssjóðasviði Virðingar, verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í Bretlandi. Gunnar hefur undanfarið setið í stjórnum Securitas, Íslenska gámafélagsins og varastjórn Ölgerðarinnar. Hann hefur starfað á fjármálamarkaði í yfir 20 ár og stærstan hluta þess tíma hefur hann verið búsettur í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Á árunum 2004-2015 starfaði Gunnar í Bretlandi, fyrst hjá Baugi Group sem framkvæmdastjóri smásölufjárfestinga og síðar sem forstjóri. Síðar vann hann m.a. sem ráðgjafi skilanefndar Landsbankans varðandi eignir bankans í Bretlandi, m.a. Iceland Foods, House of Fraser og Hamleys. Gunnar er ekki eini starfsmaður Virðingar sem hefur reynslu af störfum í fjármálageiranum í Englandi. Ármann Þorvaldsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Virðingu, hefur starfað í London í lengri tíma. Þar á meðal sem framkvæmdastjóri Kaupþings Friedlanger og Singer frá 2005-2008. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Hjá Virðingu starfa 34 sérfræðingar og hefur félagið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME. Virðing er með um 105 milljarða króna í eignastýringu.
Tengdar fréttir Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00 GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Verðbréfasjóðir vilja sitja við sama borð og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir hafa heimild til fjárfestinga erlendis en ekki verðbréfasjóðir. 22. júlí 2016 07:00
GAMMA fengið starfsleyfi í London GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. 8. ágúst 2016 09:21
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent