Kaupþing svarar fyrir sig vegna bónusgreiðslna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2016 13:18 Höfuðstöðvar Kaupþings voru í Borgartúni. Vísir/GVA Eignarhaldsfélagið Kaupþing birti tilkynningu á vef sínum í morgun vegna bónusgreiðslna til starfsmanna sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins á þriðjudagskvöld. Í tilkynningunni kemur fram að bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins, sem eru fleiri en þrjátíu talsins og flestir íslenskir, geti numið allt að núll krónum til 1,5 milljarðra króna, eða 9,3 milljóna punda. Inni í þessu kaupaukakerfi eru ekki forstjóri og framkvæmdastjóri félagsins. Í tilkynningunni er það rakið hvað sé markmiðið með bónusgreiðslunum. Er það í fyrsta lagi til þess að hámarka virði eigna félagsins, í öðru lagi til að halda í gott starfsfólk og í þriðja lagi til þess hvetja starfsmenn til að vinna störf sín á skilvirkan hátt þar til félaginu er lokað.Greint var frá bónusgreiðslunum í DV í liðinni viku en þær eru vægast sagt mjög umdeildar og hafa þingmenn meðal annars lýst þeir skoðun að leggja eigi á þær nokkurs konar ofurskatta, allt að 98 prósent. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í gær að greiðslurnar væru taktlausar og jafnvel siðlausar. Í tilkynningu Kaupþings kemur fram að á aðalfundinum á þriðjudag hafi hluthafar eða fulltrúar hluthafa sem eiga 88,12 prósent í Kauþingi mætt. Mikill meirihluti þeirra, eða 91 prósent, samþykkti að greiða starfsmönnum kaupaukann. Þá segir jafnframt að Kaupþing sé eignarhaldsfélag sem starfi samkvæmt íslenskum lögum. Það sé ekki banki eða fyrirtæki sem veiti fjármálaþjónustu. Þá er það einnig rakið að Kaupþing sé ekki í slitameðferð eða til gjaldþrotaskipta þar sem því ferli hafi lokið með nauðasamningum við kröfuhafa í fyrra. Mikill meirihluti hluthafa Kaupþings, eða 93 prósent, eru erlendir. Meginmarkmið eignarhaldsfélagsins sé að hámarka eignir þessara hluthafa en að mestu leyti er um erlendar eignir að ræða; erlendan gjaldeyri, lán eða hlutabréf. Kaupþing á engin íslensk húsnæðislán að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að Kaupþing stjórni ekki Arion banka, en félagið á 87 prósent hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að í Arion banka starfi framkvæmdastjórn sem starfi undir stjórn bankans sem er óháð Kaupþingi, og það hafi verið svo allt frá árinu 2009 samkvæmt kröfum Fjármálaeftirlitsins. Tengdar fréttir Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Áfram var rætt um fyrirhugaðar bónusgreiðslur til starfsmanna eignarhaldsfélaga gömlu bankanna á þingi í dag. 31. ágúst 2016 18:58 Stjórnarmenn Kaupþings notuðust við bakdyr Mótmælendur og fjölmiðlamenn höfðu beðið þeirra við aðalinngang Hilton-hótelsins. 30. ágúst 2016 18:10 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Kaupþing birti tilkynningu á vef sínum í morgun vegna bónusgreiðslna til starfsmanna sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins á þriðjudagskvöld. Í tilkynningunni kemur fram að bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins, sem eru fleiri en þrjátíu talsins og flestir íslenskir, geti numið allt að núll krónum til 1,5 milljarðra króna, eða 9,3 milljóna punda. Inni í þessu kaupaukakerfi eru ekki forstjóri og framkvæmdastjóri félagsins. Í tilkynningunni er það rakið hvað sé markmiðið með bónusgreiðslunum. Er það í fyrsta lagi til þess að hámarka virði eigna félagsins, í öðru lagi til að halda í gott starfsfólk og í þriðja lagi til þess hvetja starfsmenn til að vinna störf sín á skilvirkan hátt þar til félaginu er lokað.Greint var frá bónusgreiðslunum í DV í liðinni viku en þær eru vægast sagt mjög umdeildar og hafa þingmenn meðal annars lýst þeir skoðun að leggja eigi á þær nokkurs konar ofurskatta, allt að 98 prósent. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í gær að greiðslurnar væru taktlausar og jafnvel siðlausar. Í tilkynningu Kaupþings kemur fram að á aðalfundinum á þriðjudag hafi hluthafar eða fulltrúar hluthafa sem eiga 88,12 prósent í Kauþingi mætt. Mikill meirihluti þeirra, eða 91 prósent, samþykkti að greiða starfsmönnum kaupaukann. Þá segir jafnframt að Kaupþing sé eignarhaldsfélag sem starfi samkvæmt íslenskum lögum. Það sé ekki banki eða fyrirtæki sem veiti fjármálaþjónustu. Þá er það einnig rakið að Kaupþing sé ekki í slitameðferð eða til gjaldþrotaskipta þar sem því ferli hafi lokið með nauðasamningum við kröfuhafa í fyrra. Mikill meirihluti hluthafa Kaupþings, eða 93 prósent, eru erlendir. Meginmarkmið eignarhaldsfélagsins sé að hámarka eignir þessara hluthafa en að mestu leyti er um erlendar eignir að ræða; erlendan gjaldeyri, lán eða hlutabréf. Kaupþing á engin íslensk húsnæðislán að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að Kaupþing stjórni ekki Arion banka, en félagið á 87 prósent hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að í Arion banka starfi framkvæmdastjórn sem starfi undir stjórn bankans sem er óháð Kaupþingi, og það hafi verið svo allt frá árinu 2009 samkvæmt kröfum Fjármálaeftirlitsins.
Tengdar fréttir Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Áfram var rætt um fyrirhugaðar bónusgreiðslur til starfsmanna eignarhaldsfélaga gömlu bankanna á þingi í dag. 31. ágúst 2016 18:58 Stjórnarmenn Kaupþings notuðust við bakdyr Mótmælendur og fjölmiðlamenn höfðu beðið þeirra við aðalinngang Hilton-hótelsins. 30. ágúst 2016 18:10 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00
Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Áfram var rætt um fyrirhugaðar bónusgreiðslur til starfsmanna eignarhaldsfélaga gömlu bankanna á þingi í dag. 31. ágúst 2016 18:58
Stjórnarmenn Kaupþings notuðust við bakdyr Mótmælendur og fjölmiðlamenn höfðu beðið þeirra við aðalinngang Hilton-hótelsins. 30. ágúst 2016 18:10