Kaupþing svarar fyrir sig vegna bónusgreiðslna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2016 13:18 Höfuðstöðvar Kaupþings voru í Borgartúni. Vísir/GVA Eignarhaldsfélagið Kaupþing birti tilkynningu á vef sínum í morgun vegna bónusgreiðslna til starfsmanna sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins á þriðjudagskvöld. Í tilkynningunni kemur fram að bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins, sem eru fleiri en þrjátíu talsins og flestir íslenskir, geti numið allt að núll krónum til 1,5 milljarðra króna, eða 9,3 milljóna punda. Inni í þessu kaupaukakerfi eru ekki forstjóri og framkvæmdastjóri félagsins. Í tilkynningunni er það rakið hvað sé markmiðið með bónusgreiðslunum. Er það í fyrsta lagi til þess að hámarka virði eigna félagsins, í öðru lagi til að halda í gott starfsfólk og í þriðja lagi til þess hvetja starfsmenn til að vinna störf sín á skilvirkan hátt þar til félaginu er lokað.Greint var frá bónusgreiðslunum í DV í liðinni viku en þær eru vægast sagt mjög umdeildar og hafa þingmenn meðal annars lýst þeir skoðun að leggja eigi á þær nokkurs konar ofurskatta, allt að 98 prósent. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í gær að greiðslurnar væru taktlausar og jafnvel siðlausar. Í tilkynningu Kaupþings kemur fram að á aðalfundinum á þriðjudag hafi hluthafar eða fulltrúar hluthafa sem eiga 88,12 prósent í Kauþingi mætt. Mikill meirihluti þeirra, eða 91 prósent, samþykkti að greiða starfsmönnum kaupaukann. Þá segir jafnframt að Kaupþing sé eignarhaldsfélag sem starfi samkvæmt íslenskum lögum. Það sé ekki banki eða fyrirtæki sem veiti fjármálaþjónustu. Þá er það einnig rakið að Kaupþing sé ekki í slitameðferð eða til gjaldþrotaskipta þar sem því ferli hafi lokið með nauðasamningum við kröfuhafa í fyrra. Mikill meirihluti hluthafa Kaupþings, eða 93 prósent, eru erlendir. Meginmarkmið eignarhaldsfélagsins sé að hámarka eignir þessara hluthafa en að mestu leyti er um erlendar eignir að ræða; erlendan gjaldeyri, lán eða hlutabréf. Kaupþing á engin íslensk húsnæðislán að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að Kaupþing stjórni ekki Arion banka, en félagið á 87 prósent hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að í Arion banka starfi framkvæmdastjórn sem starfi undir stjórn bankans sem er óháð Kaupþingi, og það hafi verið svo allt frá árinu 2009 samkvæmt kröfum Fjármálaeftirlitsins. Tengdar fréttir Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Áfram var rætt um fyrirhugaðar bónusgreiðslur til starfsmanna eignarhaldsfélaga gömlu bankanna á þingi í dag. 31. ágúst 2016 18:58 Stjórnarmenn Kaupþings notuðust við bakdyr Mótmælendur og fjölmiðlamenn höfðu beðið þeirra við aðalinngang Hilton-hótelsins. 30. ágúst 2016 18:10 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Kaupþing birti tilkynningu á vef sínum í morgun vegna bónusgreiðslna til starfsmanna sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins á þriðjudagskvöld. Í tilkynningunni kemur fram að bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins, sem eru fleiri en þrjátíu talsins og flestir íslenskir, geti numið allt að núll krónum til 1,5 milljarðra króna, eða 9,3 milljóna punda. Inni í þessu kaupaukakerfi eru ekki forstjóri og framkvæmdastjóri félagsins. Í tilkynningunni er það rakið hvað sé markmiðið með bónusgreiðslunum. Er það í fyrsta lagi til þess að hámarka virði eigna félagsins, í öðru lagi til að halda í gott starfsfólk og í þriðja lagi til þess hvetja starfsmenn til að vinna störf sín á skilvirkan hátt þar til félaginu er lokað.Greint var frá bónusgreiðslunum í DV í liðinni viku en þær eru vægast sagt mjög umdeildar og hafa þingmenn meðal annars lýst þeir skoðun að leggja eigi á þær nokkurs konar ofurskatta, allt að 98 prósent. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í gær að greiðslurnar væru taktlausar og jafnvel siðlausar. Í tilkynningu Kaupþings kemur fram að á aðalfundinum á þriðjudag hafi hluthafar eða fulltrúar hluthafa sem eiga 88,12 prósent í Kauþingi mætt. Mikill meirihluti þeirra, eða 91 prósent, samþykkti að greiða starfsmönnum kaupaukann. Þá segir jafnframt að Kaupþing sé eignarhaldsfélag sem starfi samkvæmt íslenskum lögum. Það sé ekki banki eða fyrirtæki sem veiti fjármálaþjónustu. Þá er það einnig rakið að Kaupþing sé ekki í slitameðferð eða til gjaldþrotaskipta þar sem því ferli hafi lokið með nauðasamningum við kröfuhafa í fyrra. Mikill meirihluti hluthafa Kaupþings, eða 93 prósent, eru erlendir. Meginmarkmið eignarhaldsfélagsins sé að hámarka eignir þessara hluthafa en að mestu leyti er um erlendar eignir að ræða; erlendan gjaldeyri, lán eða hlutabréf. Kaupþing á engin íslensk húsnæðislán að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að Kaupþing stjórni ekki Arion banka, en félagið á 87 prósent hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að í Arion banka starfi framkvæmdastjórn sem starfi undir stjórn bankans sem er óháð Kaupþingi, og það hafi verið svo allt frá árinu 2009 samkvæmt kröfum Fjármálaeftirlitsins.
Tengdar fréttir Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Áfram var rætt um fyrirhugaðar bónusgreiðslur til starfsmanna eignarhaldsfélaga gömlu bankanna á þingi í dag. 31. ágúst 2016 18:58 Stjórnarmenn Kaupþings notuðust við bakdyr Mótmælendur og fjölmiðlamenn höfðu beðið þeirra við aðalinngang Hilton-hótelsins. 30. ágúst 2016 18:10 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00
Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Áfram var rætt um fyrirhugaðar bónusgreiðslur til starfsmanna eignarhaldsfélaga gömlu bankanna á þingi í dag. 31. ágúst 2016 18:58
Stjórnarmenn Kaupþings notuðust við bakdyr Mótmælendur og fjölmiðlamenn höfðu beðið þeirra við aðalinngang Hilton-hótelsins. 30. ágúst 2016 18:10