Kaupþing svarar fyrir sig vegna bónusgreiðslna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2016 13:18 Höfuðstöðvar Kaupþings voru í Borgartúni. Vísir/GVA Eignarhaldsfélagið Kaupþing birti tilkynningu á vef sínum í morgun vegna bónusgreiðslna til starfsmanna sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins á þriðjudagskvöld. Í tilkynningunni kemur fram að bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins, sem eru fleiri en þrjátíu talsins og flestir íslenskir, geti numið allt að núll krónum til 1,5 milljarðra króna, eða 9,3 milljóna punda. Inni í þessu kaupaukakerfi eru ekki forstjóri og framkvæmdastjóri félagsins. Í tilkynningunni er það rakið hvað sé markmiðið með bónusgreiðslunum. Er það í fyrsta lagi til þess að hámarka virði eigna félagsins, í öðru lagi til að halda í gott starfsfólk og í þriðja lagi til þess hvetja starfsmenn til að vinna störf sín á skilvirkan hátt þar til félaginu er lokað.Greint var frá bónusgreiðslunum í DV í liðinni viku en þær eru vægast sagt mjög umdeildar og hafa þingmenn meðal annars lýst þeir skoðun að leggja eigi á þær nokkurs konar ofurskatta, allt að 98 prósent. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í gær að greiðslurnar væru taktlausar og jafnvel siðlausar. Í tilkynningu Kaupþings kemur fram að á aðalfundinum á þriðjudag hafi hluthafar eða fulltrúar hluthafa sem eiga 88,12 prósent í Kauþingi mætt. Mikill meirihluti þeirra, eða 91 prósent, samþykkti að greiða starfsmönnum kaupaukann. Þá segir jafnframt að Kaupþing sé eignarhaldsfélag sem starfi samkvæmt íslenskum lögum. Það sé ekki banki eða fyrirtæki sem veiti fjármálaþjónustu. Þá er það einnig rakið að Kaupþing sé ekki í slitameðferð eða til gjaldþrotaskipta þar sem því ferli hafi lokið með nauðasamningum við kröfuhafa í fyrra. Mikill meirihluti hluthafa Kaupþings, eða 93 prósent, eru erlendir. Meginmarkmið eignarhaldsfélagsins sé að hámarka eignir þessara hluthafa en að mestu leyti er um erlendar eignir að ræða; erlendan gjaldeyri, lán eða hlutabréf. Kaupþing á engin íslensk húsnæðislán að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að Kaupþing stjórni ekki Arion banka, en félagið á 87 prósent hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að í Arion banka starfi framkvæmdastjórn sem starfi undir stjórn bankans sem er óháð Kaupþingi, og það hafi verið svo allt frá árinu 2009 samkvæmt kröfum Fjármálaeftirlitsins. Tengdar fréttir Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Áfram var rætt um fyrirhugaðar bónusgreiðslur til starfsmanna eignarhaldsfélaga gömlu bankanna á þingi í dag. 31. ágúst 2016 18:58 Stjórnarmenn Kaupþings notuðust við bakdyr Mótmælendur og fjölmiðlamenn höfðu beðið þeirra við aðalinngang Hilton-hótelsins. 30. ágúst 2016 18:10 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Kaupþing birti tilkynningu á vef sínum í morgun vegna bónusgreiðslna til starfsmanna sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins á þriðjudagskvöld. Í tilkynningunni kemur fram að bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins, sem eru fleiri en þrjátíu talsins og flestir íslenskir, geti numið allt að núll krónum til 1,5 milljarðra króna, eða 9,3 milljóna punda. Inni í þessu kaupaukakerfi eru ekki forstjóri og framkvæmdastjóri félagsins. Í tilkynningunni er það rakið hvað sé markmiðið með bónusgreiðslunum. Er það í fyrsta lagi til þess að hámarka virði eigna félagsins, í öðru lagi til að halda í gott starfsfólk og í þriðja lagi til þess hvetja starfsmenn til að vinna störf sín á skilvirkan hátt þar til félaginu er lokað.Greint var frá bónusgreiðslunum í DV í liðinni viku en þær eru vægast sagt mjög umdeildar og hafa þingmenn meðal annars lýst þeir skoðun að leggja eigi á þær nokkurs konar ofurskatta, allt að 98 prósent. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í gær að greiðslurnar væru taktlausar og jafnvel siðlausar. Í tilkynningu Kaupþings kemur fram að á aðalfundinum á þriðjudag hafi hluthafar eða fulltrúar hluthafa sem eiga 88,12 prósent í Kauþingi mætt. Mikill meirihluti þeirra, eða 91 prósent, samþykkti að greiða starfsmönnum kaupaukann. Þá segir jafnframt að Kaupþing sé eignarhaldsfélag sem starfi samkvæmt íslenskum lögum. Það sé ekki banki eða fyrirtæki sem veiti fjármálaþjónustu. Þá er það einnig rakið að Kaupþing sé ekki í slitameðferð eða til gjaldþrotaskipta þar sem því ferli hafi lokið með nauðasamningum við kröfuhafa í fyrra. Mikill meirihluti hluthafa Kaupþings, eða 93 prósent, eru erlendir. Meginmarkmið eignarhaldsfélagsins sé að hámarka eignir þessara hluthafa en að mestu leyti er um erlendar eignir að ræða; erlendan gjaldeyri, lán eða hlutabréf. Kaupþing á engin íslensk húsnæðislán að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að Kaupþing stjórni ekki Arion banka, en félagið á 87 prósent hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að í Arion banka starfi framkvæmdastjórn sem starfi undir stjórn bankans sem er óháð Kaupþingi, og það hafi verið svo allt frá árinu 2009 samkvæmt kröfum Fjármálaeftirlitsins.
Tengdar fréttir Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00 Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Áfram var rætt um fyrirhugaðar bónusgreiðslur til starfsmanna eignarhaldsfélaga gömlu bankanna á þingi í dag. 31. ágúst 2016 18:58 Stjórnarmenn Kaupþings notuðust við bakdyr Mótmælendur og fjölmiðlamenn höfðu beðið þeirra við aðalinngang Hilton-hótelsins. 30. ágúst 2016 18:10 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær. 31. ágúst 2016 06:00
Þingmenn gagnrýna bónusgreiðslur: „Ég neita að búa í slíku samfélagi“ Áfram var rætt um fyrirhugaðar bónusgreiðslur til starfsmanna eignarhaldsfélaga gömlu bankanna á þingi í dag. 31. ágúst 2016 18:58
Stjórnarmenn Kaupþings notuðust við bakdyr Mótmælendur og fjölmiðlamenn höfðu beðið þeirra við aðalinngang Hilton-hótelsins. 30. ágúst 2016 18:10