Bolvíkingar tíndu tvö tonn af bláberjum Sæunn Gísladóttir skrifar 3. september 2016 07:00 Bláberin verða notuð í haustjógúrt Örnu sem er grískt jógúrt og verður selt í takmörkuðu magni. Fréttablaðið/NordicPhotos Mjólkurframleiðslufyrirtækið Arna hefur fest kaup á tveimur tonnum af íslenskum aðalbláberjum sem íbúar Bolungarvíkur tíndu í sumar til þess að hefja framleiðslu á nýju grísku jógúrti. „Sumir voru ansi drjúgir, menn voru að tína upp í nokkur hundruð kíló,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Hann segist ekki vita nákvæman fjölda þeirra sem tíndu en segir hann hafa verið töluverðan. Í lok júlí auglýstu forsvarsmenn Örnu að þeir vildu kaupa bláber af duglegu fólki sem hefði gaman af því að veltast um fjallshlíðarnar með berjabláma í lófunum. Keypt voru ber af duglegu tínslufólki fram í lok ágúst, en Arna hyggst framleið haustjógúrt, grískt jógúrt með aðalbláberjum, sem verður pakkað í glerkrukkur. „Þetta er árstíðarvara sem við stefnum á að hafa á haustin og verður hún seld í takmörkuðu magni á meðan bláberin endast,“ segir Hálfdán. „Þetta kemur vonandi á markað upp úr miðjum september og fer í allar búðir sem vilja taka þetta inn."Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík. Mynd/SiffaUm er að ræða fyrsta skiptið sem Arna efnir til bláberjatínslu og framleiðslu bláberjajógúrts en stefnt er að gera þetta aftur að ári. Fyrir síðustu jól var fyrsta árstíðabundna vara Örnu kynnt sem var grískt jólajógúrt með eplum og kanil. „Við stefnum að því að vera með meira af árstíðabundnum vörum, þeim hefur verið vel tekið," segir Hálfdán. Í sumar voru þrjú ár frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu í Bolungarvík. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var gríðarleg aukning í eftirspurn eftir vörum frá Örnu í sumar þegar umræðan um Mjólkursamsöluna og samkeppnismál stóð sem hæst. Hálfdán segir enn mikið að gera hjá fyrirtækinu. „Það er mikil aukning hjá okkur núna. Það er stöðug aukning," segir hann. Hálfdán sagðist í samtali við Markaðinn í ágúst búast við fimm til sex hundruð milljóna króna veltu á árinu sem er rúmlega tvöföldun frá því í fyrra. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Mjólkurframleiðslufyrirtækið Arna hefur fest kaup á tveimur tonnum af íslenskum aðalbláberjum sem íbúar Bolungarvíkur tíndu í sumar til þess að hefja framleiðslu á nýju grísku jógúrti. „Sumir voru ansi drjúgir, menn voru að tína upp í nokkur hundruð kíló,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Hann segist ekki vita nákvæman fjölda þeirra sem tíndu en segir hann hafa verið töluverðan. Í lok júlí auglýstu forsvarsmenn Örnu að þeir vildu kaupa bláber af duglegu fólki sem hefði gaman af því að veltast um fjallshlíðarnar með berjabláma í lófunum. Keypt voru ber af duglegu tínslufólki fram í lok ágúst, en Arna hyggst framleið haustjógúrt, grískt jógúrt með aðalbláberjum, sem verður pakkað í glerkrukkur. „Þetta er árstíðarvara sem við stefnum á að hafa á haustin og verður hún seld í takmörkuðu magni á meðan bláberin endast,“ segir Hálfdán. „Þetta kemur vonandi á markað upp úr miðjum september og fer í allar búðir sem vilja taka þetta inn."Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík. Mynd/SiffaUm er að ræða fyrsta skiptið sem Arna efnir til bláberjatínslu og framleiðslu bláberjajógúrts en stefnt er að gera þetta aftur að ári. Fyrir síðustu jól var fyrsta árstíðabundna vara Örnu kynnt sem var grískt jólajógúrt með eplum og kanil. „Við stefnum að því að vera með meira af árstíðabundnum vörum, þeim hefur verið vel tekið," segir Hálfdán. Í sumar voru þrjú ár frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu í Bolungarvík. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var gríðarleg aukning í eftirspurn eftir vörum frá Örnu í sumar þegar umræðan um Mjólkursamsöluna og samkeppnismál stóð sem hæst. Hálfdán segir enn mikið að gera hjá fyrirtækinu. „Það er mikil aukning hjá okkur núna. Það er stöðug aukning," segir hann. Hálfdán sagðist í samtali við Markaðinn í ágúst búast við fimm til sex hundruð milljóna króna veltu á árinu sem er rúmlega tvöföldun frá því í fyrra.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira