Bolvíkingar tíndu tvö tonn af bláberjum Sæunn Gísladóttir skrifar 3. september 2016 07:00 Bláberin verða notuð í haustjógúrt Örnu sem er grískt jógúrt og verður selt í takmörkuðu magni. Fréttablaðið/NordicPhotos Mjólkurframleiðslufyrirtækið Arna hefur fest kaup á tveimur tonnum af íslenskum aðalbláberjum sem íbúar Bolungarvíkur tíndu í sumar til þess að hefja framleiðslu á nýju grísku jógúrti. „Sumir voru ansi drjúgir, menn voru að tína upp í nokkur hundruð kíló,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Hann segist ekki vita nákvæman fjölda þeirra sem tíndu en segir hann hafa verið töluverðan. Í lok júlí auglýstu forsvarsmenn Örnu að þeir vildu kaupa bláber af duglegu fólki sem hefði gaman af því að veltast um fjallshlíðarnar með berjabláma í lófunum. Keypt voru ber af duglegu tínslufólki fram í lok ágúst, en Arna hyggst framleið haustjógúrt, grískt jógúrt með aðalbláberjum, sem verður pakkað í glerkrukkur. „Þetta er árstíðarvara sem við stefnum á að hafa á haustin og verður hún seld í takmörkuðu magni á meðan bláberin endast,“ segir Hálfdán. „Þetta kemur vonandi á markað upp úr miðjum september og fer í allar búðir sem vilja taka þetta inn."Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík. Mynd/SiffaUm er að ræða fyrsta skiptið sem Arna efnir til bláberjatínslu og framleiðslu bláberjajógúrts en stefnt er að gera þetta aftur að ári. Fyrir síðustu jól var fyrsta árstíðabundna vara Örnu kynnt sem var grískt jólajógúrt með eplum og kanil. „Við stefnum að því að vera með meira af árstíðabundnum vörum, þeim hefur verið vel tekið," segir Hálfdán. Í sumar voru þrjú ár frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu í Bolungarvík. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var gríðarleg aukning í eftirspurn eftir vörum frá Örnu í sumar þegar umræðan um Mjólkursamsöluna og samkeppnismál stóð sem hæst. Hálfdán segir enn mikið að gera hjá fyrirtækinu. „Það er mikil aukning hjá okkur núna. Það er stöðug aukning," segir hann. Hálfdán sagðist í samtali við Markaðinn í ágúst búast við fimm til sex hundruð milljóna króna veltu á árinu sem er rúmlega tvöföldun frá því í fyrra. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Mjólkurframleiðslufyrirtækið Arna hefur fest kaup á tveimur tonnum af íslenskum aðalbláberjum sem íbúar Bolungarvíkur tíndu í sumar til þess að hefja framleiðslu á nýju grísku jógúrti. „Sumir voru ansi drjúgir, menn voru að tína upp í nokkur hundruð kíló,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Hann segist ekki vita nákvæman fjölda þeirra sem tíndu en segir hann hafa verið töluverðan. Í lok júlí auglýstu forsvarsmenn Örnu að þeir vildu kaupa bláber af duglegu fólki sem hefði gaman af því að veltast um fjallshlíðarnar með berjabláma í lófunum. Keypt voru ber af duglegu tínslufólki fram í lok ágúst, en Arna hyggst framleið haustjógúrt, grískt jógúrt með aðalbláberjum, sem verður pakkað í glerkrukkur. „Þetta er árstíðarvara sem við stefnum á að hafa á haustin og verður hún seld í takmörkuðu magni á meðan bláberin endast,“ segir Hálfdán. „Þetta kemur vonandi á markað upp úr miðjum september og fer í allar búðir sem vilja taka þetta inn."Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík. Mynd/SiffaUm er að ræða fyrsta skiptið sem Arna efnir til bláberjatínslu og framleiðslu bláberjajógúrts en stefnt er að gera þetta aftur að ári. Fyrir síðustu jól var fyrsta árstíðabundna vara Örnu kynnt sem var grískt jólajógúrt með eplum og kanil. „Við stefnum að því að vera með meira af árstíðabundnum vörum, þeim hefur verið vel tekið," segir Hálfdán. Í sumar voru þrjú ár frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu í Bolungarvík. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var gríðarleg aukning í eftirspurn eftir vörum frá Örnu í sumar þegar umræðan um Mjólkursamsöluna og samkeppnismál stóð sem hæst. Hálfdán segir enn mikið að gera hjá fyrirtækinu. „Það er mikil aukning hjá okkur núna. Það er stöðug aukning," segir hann. Hálfdán sagðist í samtali við Markaðinn í ágúst búast við fimm til sex hundruð milljóna króna veltu á árinu sem er rúmlega tvöföldun frá því í fyrra.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent