Viðskipti innlent

Aurláki þarf að greiða Milestone tæpan milljarð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Karl Wernersson.
Karl Wernersson. vísir/gva

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Aurláka ehf. til þess að greiða þrotabúi Milestone tæpan milljarð króna. Aurláki er félag í eigu Karls Wernerssonar en Milestone var á sínum tíma í eigu hans og bróður hans Steingríms Wernerssonar.

Málið snýst um sölu á fyrirtækinu Lyf og heilsa út úr Milestone árið 2008 til Aurláka. Milestone var gjaldþrota ári síðar en þrotabúið taldi að ekki hefði fengist full greiðsla fyrir Lyfjum og heilsu og stefndi því Aurláka vegna kaupanna. Upphæðin nam 970 milljónum króna.

Upphaflega var dæmt í málinu í héraði í apríl í fyrra og var þá, líkt og nú, fallist á kröfu þrotabúsins. Dómnum var hins vegar áfrýjað til Hæstaréttar sem sendi málið heim í hérað á ný og hefur sá dómur nú verið kveðinn upp.

Karl Wernersson er aðaleigandi Lyfja og heilsu í gegnum Aurláka. Hann situr nú í fangelsi vegna Milestone-málsins en í apríl síðastliðnum var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og bókhaldsbrot.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×