Viðskipti innlent

Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene

Birgir Olgeirsson skrifar
Röðin við verslunina í Kringlunnni.
Röðin við verslunina í Kringlunnni. Vísir
Raðir mynduðust fyrir utan verslanir Söstrene Grene í Kringlunni og Smáralind í morgun þar sem væntanlegir viðskiptavinir vonuðust eftir að festa kaup á vegghillum úr járni, annað hvort í svörtum eða hvítum lit og á annað hvort tveimur eða þremur hæðum.

Vegghillan sem umræðir.
Í Smáralind náði röðin frá versluninni að Bæjarins bestu og var þar hleypt inn í hollum. 

Önnur saga var í Kringlunni þar sem ekki var hleypt inn í hollum og var kappið svo mikið  hjá sumum við að ná í hillu að lá við slagsmálum að sögn viðstaddra. 

Um 150 hillur voru til sölu í hvorri verslun. Segja kunnugir að einfaldleiki hillanna og verð þeirra dragi svo marga að. 

Hjá Söstrene Grene fengust þær upplýsingar að svona uppákoma sé orðin nánast að venju þar á bæ þegar annað hvort haust- eða vorlínurnar eru settar á sölu. 

Fyrir tveimur árum varð til dæmis allt vitlaust út af sófaborðum þar á bæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×