Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða jón hákon halldórsson skrifar 24. ágúst 2016 11:00 Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi er illa farið vegna myglusvepps. Fréttablaðið/Pjetur Íslandsbanki lækkaði virði á húsnæði sínu, sem hýsir höfuðstöðvarnar að Kirkjusandi, um 1,2 milljarða vegna skemmda á húsinu. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans. Eins og fram hefur komið er húsnæðið mikið skemmt af völdum myglu. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir þó ekki hafa verið gefið upp hvert bókfært virði höfuðstöðvanna er eða hvað það verður eftir niðurfærsluna. „Við tókum þessa lækkun á það núna af því að við vitum ekkert hvað verður um húsið,“ segir Birna og bætir við að það myndi kosta stórar fjárhæðir að gera við húsið. Þá sé möguleiki að húsið verði einfaldlega rifið. Þótt bankinn eigi lóðina sem húsnæðið stendur á leggur Birna mikla áherslu á það að Reykjavíkurborg fari með skipulagsvaldið og húsið yrði ekki rifið án samráðs við borgaryfirvöld.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ekki búið að ákveða hvað gert verður við húsnæðið á Kirkjusandi.Eins og fram hefur komið mun Íslandsbanki opna nýjar höfuðstöðvar í Norðurturninum í Kópavogi. Nú hefur verið ákveðið að fyrstu starfsmenn flytji um mánaðamótin október/nóvember. Eins og Markaðurinn hefur áður greint frá verða breytingar gerðar á vinnuumhverfi höfuðstöðva Íslandsbanka þegar þær flytjast. Þar verður tekið upp svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi í stað hefðbundins opins vinnuumhverfis. Hver starfsmaður mun ekki eiga fasta vinnuaðstöðu en velur sér þess í stað vinnuaðstöðu sem hentar þeim verkefnum sem unnin eru hverju sinni. Þetta er gert til að nýta betur rými, en einungis 55 prósent starfsmanna eru við sæti sín að meðaltali. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Íslandsbanki lækkaði virði á húsnæði sínu, sem hýsir höfuðstöðvarnar að Kirkjusandi, um 1,2 milljarða vegna skemmda á húsinu. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans. Eins og fram hefur komið er húsnæðið mikið skemmt af völdum myglu. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir þó ekki hafa verið gefið upp hvert bókfært virði höfuðstöðvanna er eða hvað það verður eftir niðurfærsluna. „Við tókum þessa lækkun á það núna af því að við vitum ekkert hvað verður um húsið,“ segir Birna og bætir við að það myndi kosta stórar fjárhæðir að gera við húsið. Þá sé möguleiki að húsið verði einfaldlega rifið. Þótt bankinn eigi lóðina sem húsnæðið stendur á leggur Birna mikla áherslu á það að Reykjavíkurborg fari með skipulagsvaldið og húsið yrði ekki rifið án samráðs við borgaryfirvöld.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ekki búið að ákveða hvað gert verður við húsnæðið á Kirkjusandi.Eins og fram hefur komið mun Íslandsbanki opna nýjar höfuðstöðvar í Norðurturninum í Kópavogi. Nú hefur verið ákveðið að fyrstu starfsmenn flytji um mánaðamótin október/nóvember. Eins og Markaðurinn hefur áður greint frá verða breytingar gerðar á vinnuumhverfi höfuðstöðva Íslandsbanka þegar þær flytjast. Þar verður tekið upp svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi í stað hefðbundins opins vinnuumhverfis. Hver starfsmaður mun ekki eiga fasta vinnuaðstöðu en velur sér þess í stað vinnuaðstöðu sem hentar þeim verkefnum sem unnin eru hverju sinni. Þetta er gert til að nýta betur rými, en einungis 55 prósent starfsmanna eru við sæti sín að meðaltali.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent