Forstjóri Haga gefur lítið fyrir „vangaveltur“ um sölu innherja á hlutabréfum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 12:20 Finnur Árnason, forstjóri Haga Finnur Árnason forstjóri Haga hefur sent frá sér tilkynningu vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag en þar var greint frá því að lykilstjórnendur og tengdir aðilar hafi á undanförnum vikum selt hlutabréf sín í félaginu. Í tilkynningunni segir að rekstur Haga gangi vel og hafi gengið vel og að „vangaveltur um sölu lykilstarfsmanna á hlutabréfum, þar sem salan er tengd aukinni samkeppni er fyrst og fremst tilgáta og er hún órökstudd.“ Á meðal þeirra sem seldu hlut sinn í Högum var eiginkona Finns en í júlí seldi hún rúmlega milljón hluti í genginu 47,8. Eftir viðskiptin á hún enn hlut í félaginu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir titrings á smásölumarkaði vegna komu Costco til landsins en verslunin mun opna í mars á næsta ári. Hlutabréf í Högum hafa lækkað um 2,8 prósent í morgun og nema viðskipti með bréf félagsins 150 milljónum króna. Tilkynningu Finns má sjá í heild hér að neðan: „Rekstur Haga gengur vel og hefur gengið vel undanfarin ár. Félagið hefur unnið markvisst að því að styrkja efnahag sinn og minnka langtímaskuldir til þess að geta sinnt viðskiptavinum sínum enn betur. Á sama tíma hefur félagið verið undirbúið undir aukna samkeppni. Félagið hefur m.a. notið faglegrar ráðgjafar frá erlendum sérfræðingum sem hafa styrkt stefnumörkun félagsins. Vangaveltur um sölu lykilstarfsmanna á hlutabréfum, þar sem salan er tengd aukinni samkeppni er fyrst og fremst tilgáta og er hún órökstudd. Það er mikilvægt að árétta að öll viðskipti innherja, hvort sem er með hlutabréf Haga eða önnur í Kauphöllinni eru opinber og tilkynnt um leið og þau eiga sér stað.“ Tengdar fréttir Mikil viðskipti með bréf í VÍS en almenn lækkun á markaði Forstjóraskipti urðu hjá VÍS í morgun. Koma Costco til landsins virðist fara öfugt ofan í stjórnendur Haga. 29. ágúst 2016 11:45 Stjórnendur og innherjar selja bréf í Högum Innherjar og lykilstjórnendur Haga hafa upp á síðkastið losað sig við milljónir hluta í fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir titrings á markaði vegna komu Costco til landsins. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Finnur Árnason forstjóri Haga hefur sent frá sér tilkynningu vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag en þar var greint frá því að lykilstjórnendur og tengdir aðilar hafi á undanförnum vikum selt hlutabréf sín í félaginu. Í tilkynningunni segir að rekstur Haga gangi vel og hafi gengið vel og að „vangaveltur um sölu lykilstarfsmanna á hlutabréfum, þar sem salan er tengd aukinni samkeppni er fyrst og fremst tilgáta og er hún órökstudd.“ Á meðal þeirra sem seldu hlut sinn í Högum var eiginkona Finns en í júlí seldi hún rúmlega milljón hluti í genginu 47,8. Eftir viðskiptin á hún enn hlut í félaginu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir titrings á smásölumarkaði vegna komu Costco til landsins en verslunin mun opna í mars á næsta ári. Hlutabréf í Högum hafa lækkað um 2,8 prósent í morgun og nema viðskipti með bréf félagsins 150 milljónum króna. Tilkynningu Finns má sjá í heild hér að neðan: „Rekstur Haga gengur vel og hefur gengið vel undanfarin ár. Félagið hefur unnið markvisst að því að styrkja efnahag sinn og minnka langtímaskuldir til þess að geta sinnt viðskiptavinum sínum enn betur. Á sama tíma hefur félagið verið undirbúið undir aukna samkeppni. Félagið hefur m.a. notið faglegrar ráðgjafar frá erlendum sérfræðingum sem hafa styrkt stefnumörkun félagsins. Vangaveltur um sölu lykilstarfsmanna á hlutabréfum, þar sem salan er tengd aukinni samkeppni er fyrst og fremst tilgáta og er hún órökstudd. Það er mikilvægt að árétta að öll viðskipti innherja, hvort sem er með hlutabréf Haga eða önnur í Kauphöllinni eru opinber og tilkynnt um leið og þau eiga sér stað.“
Tengdar fréttir Mikil viðskipti með bréf í VÍS en almenn lækkun á markaði Forstjóraskipti urðu hjá VÍS í morgun. Koma Costco til landsins virðist fara öfugt ofan í stjórnendur Haga. 29. ágúst 2016 11:45 Stjórnendur og innherjar selja bréf í Högum Innherjar og lykilstjórnendur Haga hafa upp á síðkastið losað sig við milljónir hluta í fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir titrings á markaði vegna komu Costco til landsins. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Mikil viðskipti með bréf í VÍS en almenn lækkun á markaði Forstjóraskipti urðu hjá VÍS í morgun. Koma Costco til landsins virðist fara öfugt ofan í stjórnendur Haga. 29. ágúst 2016 11:45
Stjórnendur og innherjar selja bréf í Högum Innherjar og lykilstjórnendur Haga hafa upp á síðkastið losað sig við milljónir hluta í fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir titrings á markaði vegna komu Costco til landsins. 29. ágúst 2016 07:00