Stjórnendur og innherjar selja bréf í Högum sveinn arnarsson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Costco gæti haft mikil áhrif á smásölumarkaðinn á Íslandi. Velta fyrirtækisins er rúmlega þrítugföld veltan á öllum íslenskum smásölumarkaði. Vísir/AFP Lykilstjórnendur Haga og tengdir aðilar hafa á síðustu vikum selt hluti sína í Högum. Titrings gætir á smásölumarkaði með komu Costco til landsins. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, seldu allt sitt hlutafé í félaginu síðastliðinn mánudag á genginu 49,2. Fengu þau um 100 milljónir í sinn hlut fyrir viðskiptin.Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, vill ekki tjá sig um hvort sala hlutabréfanna í Högum sé tilkomin vegna komu Costco til landsins.vísir/stefánEiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, losaði sig við rúmlega milljón hluti í félaginu í júlí á genginu 47,8 og eftir viðskiptin á hún enn hlut í fyrirtækinu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Einnig seldi Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfyrirtækis Haga, allan hlut sinn í fyrirtækinu í júlí. Greiningarfyrirtækið Zenter gerði skýrslu um komu Costco til landsins og hvaða áhrif hún muni hafa á þau fyrirtæki sem fyrir eru á smásölumarkaði. Voru niðurstöður fyrirtækisins þær að þarna væri á ferðinni risi sem að öllum líkindum myndi hafa mikil áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja, mismikil þó. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, neitaði að svara því hvort sala hluta hans í Högum væri til komin vegna hugsanlegrar komu Costco til landsins. Að sama skapi sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, sölu fjölskyldunnar á hlutum í Högum vera persónuleg fjármál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum.Eiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, seldi hluti í félaginu fyrir um 50 milljónir króna í júní.Costco áformar að opna verslun í Garðabæ innan skamms og mun hafa mikil áhrif á smásölu á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í glærukynningu Zenter að fyrirtækið sé annar stærsti smásali í heiminum. Veltan á íslenskum smásölumarkaði sé um 400 milljarðar króna og í samanburði er velta Costco rúmir fjórtán þúsund milljarðar króna á ári. Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, sagðist hvorki geta staðfest eða neitað því að Hagar hefðu fengið í hendur skýrslu fyrirtækisins um komu Costco til Íslands. Þar lægi trúnaður sem þyrfti að virða. Fyrirtækið vinnur fyrir um 120 fyrirtæki og stofnanir vítt og breitt um landið. Tengdar fréttir Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15 Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Lykilstjórnendur Haga og tengdir aðilar hafa á síðustu vikum selt hluti sína í Högum. Titrings gætir á smásölumarkaði með komu Costco til landsins. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, seldu allt sitt hlutafé í félaginu síðastliðinn mánudag á genginu 49,2. Fengu þau um 100 milljónir í sinn hlut fyrir viðskiptin.Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, vill ekki tjá sig um hvort sala hlutabréfanna í Högum sé tilkomin vegna komu Costco til landsins.vísir/stefánEiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, losaði sig við rúmlega milljón hluti í félaginu í júlí á genginu 47,8 og eftir viðskiptin á hún enn hlut í fyrirtækinu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Einnig seldi Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfyrirtækis Haga, allan hlut sinn í fyrirtækinu í júlí. Greiningarfyrirtækið Zenter gerði skýrslu um komu Costco til landsins og hvaða áhrif hún muni hafa á þau fyrirtæki sem fyrir eru á smásölumarkaði. Voru niðurstöður fyrirtækisins þær að þarna væri á ferðinni risi sem að öllum líkindum myndi hafa mikil áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja, mismikil þó. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, neitaði að svara því hvort sala hluta hans í Högum væri til komin vegna hugsanlegrar komu Costco til landsins. Að sama skapi sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, sölu fjölskyldunnar á hlutum í Högum vera persónuleg fjármál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum.Eiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, seldi hluti í félaginu fyrir um 50 milljónir króna í júní.Costco áformar að opna verslun í Garðabæ innan skamms og mun hafa mikil áhrif á smásölu á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í glærukynningu Zenter að fyrirtækið sé annar stærsti smásali í heiminum. Veltan á íslenskum smásölumarkaði sé um 400 milljarðar króna og í samanburði er velta Costco rúmir fjórtán þúsund milljarðar króna á ári. Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, sagðist hvorki geta staðfest eða neitað því að Hagar hefðu fengið í hendur skýrslu fyrirtækisins um komu Costco til Íslands. Þar lægi trúnaður sem þyrfti að virða. Fyrirtækið vinnur fyrir um 120 fyrirtæki og stofnanir vítt og breitt um landið.
Tengdar fréttir Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15 Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15
Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00