Bandarísk athafnakona fjárfestir í Greenqloud Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2016 11:35 Jón Þorgrímur Stefánsson, framkvæmdastjóri Greenqloud. Vísir Bandaríska athafnakonan Kelly Ireland hefur fjárfest í fyrirtækinu Greenqloud fyrir fjóra milljónir dollara, um 470 milljónir íslenskra króna. Mun hún taka sæti í stjórn félagsins. Í tilkynningu frá Greenqloud segir að fyrirtækið hafi verið í örum vexti síðan félagið hætti rekstri hýsingarþjónustu og færði allan fókus á þróun hugbúnaðarins Qstack. Hefur Greenqloud átt í samstarfi við leiðandi fyrirtæki í hátækniiðnaðinum á borð við Microsoft, VMware, Hewlett Packard Enterprise, Netapp og Hitachi. „Ég kynntist Greenqloud fyrir um 18 mánuðum síðan og hef fylgst vel með þróun félagsins síðan þá,” er haft eftir Ireland í tilkynningu. „Greenqloud hefur sýnt að það er leiðandi fyrirtæki í hugbúnaðarþróun á þessum markaði.“ Kelly Ireland er stofnandi og framkvæmdastjóri CB Technologies. Kelly hefur starfað í upplýsingatæknigeiranum síðan 1976 og starfað sem endursöluaðili síðan 1984. Hefur hún leiðbeint og talað á fjölda atburða fyrir konur í atvinnulífinu og hlaut viðurkenningu sem „WBE’s Who Rock“ sem MBE Tímaritið veitti á WBENC ráðstefnunni og var nefnd sem ein af 100 áhrifamestu stjórnendunum í nýsköpun af CRN árið 2015. „Kelly Ireland hefur gríðarlega mikla reynslu úr tæknigeiranum eftir að hafa rekið tæknifyrirtækið CB technologies í Bandaríkjunum með virkilega góðum árangri. Að fá hana í hóp fjárfesta félagsins og í stjórnina, fellur mjög vel að markmiðum okkar um að fá virðisaukandi aðila að félaginu. Kelly er mikill fengur fyrir Greenqloud á þessum tímapunkti og ég efast ekki um að hún mun hjálpa okkur að fullnýta þá aukningu á eftirspurn sem hefur orðið á okkar lausn á heimsvísu.“ segir Jón Þorgrímur Stefánsson, framkvæmdastjóri Greenqloud. Tengdar fréttir GreenQloud opnar í gagnaveri í Bandaríkjunum Fyrirtækið vekur athygli fyrir að vera umhverfisvænt. 3. apríl 2014 15:58 Leiddu fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtæki saman Kauphöllin hélt nýverið sitt fyrsta svokallaða Stefnumót við nýsköpunarfyrirtæki – lokaðan fund fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem komin eru nokkuð á legg. Á fundinum kynntu ellefu stjórnendur ellefu fyrirtækja starfsemi þeirra. 26. júní 2014 10:46 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Bandaríska athafnakonan Kelly Ireland hefur fjárfest í fyrirtækinu Greenqloud fyrir fjóra milljónir dollara, um 470 milljónir íslenskra króna. Mun hún taka sæti í stjórn félagsins. Í tilkynningu frá Greenqloud segir að fyrirtækið hafi verið í örum vexti síðan félagið hætti rekstri hýsingarþjónustu og færði allan fókus á þróun hugbúnaðarins Qstack. Hefur Greenqloud átt í samstarfi við leiðandi fyrirtæki í hátækniiðnaðinum á borð við Microsoft, VMware, Hewlett Packard Enterprise, Netapp og Hitachi. „Ég kynntist Greenqloud fyrir um 18 mánuðum síðan og hef fylgst vel með þróun félagsins síðan þá,” er haft eftir Ireland í tilkynningu. „Greenqloud hefur sýnt að það er leiðandi fyrirtæki í hugbúnaðarþróun á þessum markaði.“ Kelly Ireland er stofnandi og framkvæmdastjóri CB Technologies. Kelly hefur starfað í upplýsingatæknigeiranum síðan 1976 og starfað sem endursöluaðili síðan 1984. Hefur hún leiðbeint og talað á fjölda atburða fyrir konur í atvinnulífinu og hlaut viðurkenningu sem „WBE’s Who Rock“ sem MBE Tímaritið veitti á WBENC ráðstefnunni og var nefnd sem ein af 100 áhrifamestu stjórnendunum í nýsköpun af CRN árið 2015. „Kelly Ireland hefur gríðarlega mikla reynslu úr tæknigeiranum eftir að hafa rekið tæknifyrirtækið CB technologies í Bandaríkjunum með virkilega góðum árangri. Að fá hana í hóp fjárfesta félagsins og í stjórnina, fellur mjög vel að markmiðum okkar um að fá virðisaukandi aðila að félaginu. Kelly er mikill fengur fyrir Greenqloud á þessum tímapunkti og ég efast ekki um að hún mun hjálpa okkur að fullnýta þá aukningu á eftirspurn sem hefur orðið á okkar lausn á heimsvísu.“ segir Jón Þorgrímur Stefánsson, framkvæmdastjóri Greenqloud.
Tengdar fréttir GreenQloud opnar í gagnaveri í Bandaríkjunum Fyrirtækið vekur athygli fyrir að vera umhverfisvænt. 3. apríl 2014 15:58 Leiddu fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtæki saman Kauphöllin hélt nýverið sitt fyrsta svokallaða Stefnumót við nýsköpunarfyrirtæki – lokaðan fund fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem komin eru nokkuð á legg. Á fundinum kynntu ellefu stjórnendur ellefu fyrirtækja starfsemi þeirra. 26. júní 2014 10:46 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
GreenQloud opnar í gagnaveri í Bandaríkjunum Fyrirtækið vekur athygli fyrir að vera umhverfisvænt. 3. apríl 2014 15:58
Leiddu fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtæki saman Kauphöllin hélt nýverið sitt fyrsta svokallaða Stefnumót við nýsköpunarfyrirtæki – lokaðan fund fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem komin eru nokkuð á legg. Á fundinum kynntu ellefu stjórnendur ellefu fyrirtækja starfsemi þeirra. 26. júní 2014 10:46