Leiddu fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtæki saman Haraldur Guðmundsson skrifar 26. júní 2014 10:46 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Kauphöllin, Nasdaq OMX Iceland, hélt nýverið sitt fyrsta svokallaða Stefnumót við nýsköpunarfyrirtæki – lokaðan fund fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem komin eru nokkuð á legg. Á fundinum kynntu stjórnendur ellefu fyrirtækja starfsemi þeirra og sýndu jafnmörg kynningarmyndbönd um hvert og eitt fyrirtæki. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir markmið fundarins að brúa bilið á milli þessara fyrirtækja, sem geti orðið næstu Marel og Össur, og fagfjárfesta. „Það hefur sárlega vantað vettvang fyrir þessa aðila að mætast. Hér á Íslandi eigum við til gríðarlega mikið af öflugum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru komin vel á legg, starfa á alþjóðlegum vettvangi og líta björtum augum til framtíðar. Það eru þau og fleiri að sjálfsögðu sem koma til með að verða okkar grundvöllur fyrir vexti í efnahagslífinu, skapa ný störf og þannig auka hagvöxt,“ segir Páll. Hann segir nauðsynlegt að greiða leið þessara fyrirtækja þannig að þau geti búið við sem besta möguleika á framtíðarvexti. „Ekki síst þegar kemur að því að afla fjármagns á markaði. Við erum vongóð um að lífeyrissjóðsfrumvarpið verði samþykkt á haustþingi, þannig að lífeyrissjóðir geti litið á hluta- og skuldabréf á First North sem skráð í sínum bókum. Sú breyting myndi breyta landslagi og möguleikum smærri og meðalstórra fyrirtækja til vaxtar svo um munar og gæti orðið áþreifanleg umbreyting til batnaðar í atvinnu- og efnahagslífinu,“ segir Páll. Kynningarmyndböndin ellefu má finna hér að neðan.Með starfsstöðvar í fimm löndumMentor á rætur að rekja til ársins 1990. Mentor er heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir þá sem starfa með börnum, hvort sem er í skólum eða í tómstundastarfi. Fyrirtækið er með rúmlega 20 ára reynslu af rekstri og þróun upplýsingakerfa fyrir skóla og aðra. Félagið er með starfsstöðvar í fimm löndum. Auk höfuðstöðvanna á Íslandi er fyrirtækið með skrifstofur í Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og Bretlandi, þar sem vinna samtals um 50 manns. Með áherslu á Japansmarkað Cooori er íslenskt sprotafyrirtæki stofnað í lok árs 2010, sem sérhæfir sig í veflausnum til tungumálanáms sem eiga sér enga hliðstæðu. Fyrstu vörur félagsins hafa þegar verið settar á markað með áherslu á Japansmarkað. Cooori sækir inn á alþjóðlegan markað sem veltir nú um 60 milljörðum Bandaríkjadala á ári.Lausnir sem minnka kostnað við rekstur Kaptio, stofnað 2012, er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í opnum og tengjanlegum veflausnum sem keyrð eru á opna skýinu. Kaptio hjálpar fyrirtækjum að innleiða lausnir til að minnka kostnað við rekstur upplýsingatæknikerfa ásamt því að auka framleiðni starfsmanna með því að bjóða upp á tól sem virka óháð staðsetningu. Helsta vara Kaptio, „Kaptio Travel CRM“, er í notkun hjá ferðaskrifstofum á Íslandi og Bretlandi. Selur hugbúnaðinn QStack GreenQloud, stofnað 2010, er hugbúnaðar- og hýsingalausnafyrirtæki. Fyrirtækið framleiðir og selur hugbúnaðinn QStack sem gerir hverjum sem er kleift að búa til tölvuský á eigin búnaði og lækka mjög kostnað tölvukerfa. GreenQloud nýtir sjálft QStack til að bjóða upp á sjálfsafgreiðslu tölvuskýið GreenQloud.com sem keyrir í íslenskum og bandarískum gagnaverum og er fyrsta græna tölvuský í heimi. GreenQloud sækir inn á gríðarstóran markað sem veltir um 20 milljörðum dollara á ári hverju.Ætlar að byggja vatnsverksmiðjuskip Icelandic Water Line var stofnað árið 2009 um hugmynd að útflutningi á íslensku vatni í miklu magni. Hundrað þúsund tonna fullkomið vatnsverksmiðjuskip verður byggt; það tekur inn á sig vatn, framleiðir vatnsflöskur, tappar vatninu á og flytur vöruna tilbúna á markað. Aðferðin gæti lækkað framleiðslu- og flutningskostnað á vatni verulega. Fyrsta sjósetning á skipi Icelandic Water Line er áætluð 2017-18.Lausnir til meðhöndlunar vefjaskaða Þróunarverkefni Kerecis hófust árið 2009, en fyrirtækið þróar tækni og markaðssetur lausnir til meðhöndlunar á vefjaskaða. Fyrsta vara Kerecis, sem samþykkt er af FDA og evrópskum skráningaryfirvöldum, er meðhöndlunarefni fyrir þrálát sár og hefur gefið góða raun m.a. í baráttunni við sykursýkissár. Aðrar nýjar vörur snúa að uppbyggingu á sköðuðum líffærum. Tækni félagsins byggir á notkun á roði og hafa einkaleyfi þegar verið fengin til verndar tækninni á helstu mörkuðum félagsins. Greina svefnraskanir Nox Medical ehf. var stofnað árið 2006 á grunni Flögu hf. Nox Medical setur sína fyrstu vöru á markað í lok árs 2009, en fyrirtækið er nú leiðandi á heimsvísu á sviði hönnunar, framleiðslu, sölu og markaðssetningar á búnaði sem notaður er til greiningar á svefnröskunum. Vörur fyrirtækisins eru seldar um allan heim og á síðasta rekstrarári velti félagið rúmum milljarði íslenskra króna. Hjá Nox Medical starfa nú um 30 manns. Hugbúnaðurinn í 15 löndum Meniga, stofnað 2009, er ört vaxandi íslenskt fyrirtæki sem er markaðsleiðandi á heimsvísu í þróun og sölu heimilisfjármálahugbúnaðar og afleiddum gagnavörum til fjármálastofnana. Um 15 milljónir manna sem eru í viðskiptum við rúmlega 20 fjármálastofnanir í 15 löndum hafa aðgang að hugbúnaði Meniga. Hjá Meniga starfa nú rúmlega 80 manns á skrifstofum fyrirtækisins í Reykjavík, Stokkhólmi og London. Stofnað fyrir 22 árum Stiki er 22 ára ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki um allan heim við að efla rekstur sinn með skilvirkum gæða- og öryggisstjórnkerfum. Nýjasta vara Stika er Risk Management Studio (RM Studio), sem er hugbúnaður sem heldur utan um gæða- og öryggisstjórnkerfi fyrirtækja. Varan er notuð af um fimmta tug fyrirtækja í 18 löndum. Selur Bioeffect í 25 löndum ORF Líftækni hf. er nýsköpunarfyrirtæki á sviði líftækni sem framleiðir verðmæt, sérvirk prótein úr fræjum byggplöntu, sem eru notuð í húðvörur og til læknisfræðirannsókna víða um heim. Húðvörur félagsins eru seldar undir vörumerkinu BIOEFFECT í yfir 700 verslunum í 25 löndum. BIOEFFECT er á þremur árum orðið eitt þekktasta, íslenska vörumerkið á neytendamarkaði erlendis. ORF Líftækni er með höfuðstöðvar í Kópavogi og gróðurhús í Grindavík. Hjá ORF starfa um 40 manns. Lágmarka eldsneytisnotkun skipaflota Marorka var stofnað 2002 og er leiðandi í lausnum fyrir orkustjórnun í skipaiðnaðinum um allan heim. Með vörum Marorku er hægt að lágmarka eldsneytisnotkun skipaflota og hámarka orkunýtni, sem leiðir til minni skaðlegs útblásturs og kostnaðar. Höfuðstöðvar Marorku eru í Reykjavík, en skrifstofur og samstarfsaðilar eru út um allan heim. Mest lesið Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Kauphöllin, Nasdaq OMX Iceland, hélt nýverið sitt fyrsta svokallaða Stefnumót við nýsköpunarfyrirtæki – lokaðan fund fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem komin eru nokkuð á legg. Á fundinum kynntu stjórnendur ellefu fyrirtækja starfsemi þeirra og sýndu jafnmörg kynningarmyndbönd um hvert og eitt fyrirtæki. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir markmið fundarins að brúa bilið á milli þessara fyrirtækja, sem geti orðið næstu Marel og Össur, og fagfjárfesta. „Það hefur sárlega vantað vettvang fyrir þessa aðila að mætast. Hér á Íslandi eigum við til gríðarlega mikið af öflugum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru komin vel á legg, starfa á alþjóðlegum vettvangi og líta björtum augum til framtíðar. Það eru þau og fleiri að sjálfsögðu sem koma til með að verða okkar grundvöllur fyrir vexti í efnahagslífinu, skapa ný störf og þannig auka hagvöxt,“ segir Páll. Hann segir nauðsynlegt að greiða leið þessara fyrirtækja þannig að þau geti búið við sem besta möguleika á framtíðarvexti. „Ekki síst þegar kemur að því að afla fjármagns á markaði. Við erum vongóð um að lífeyrissjóðsfrumvarpið verði samþykkt á haustþingi, þannig að lífeyrissjóðir geti litið á hluta- og skuldabréf á First North sem skráð í sínum bókum. Sú breyting myndi breyta landslagi og möguleikum smærri og meðalstórra fyrirtækja til vaxtar svo um munar og gæti orðið áþreifanleg umbreyting til batnaðar í atvinnu- og efnahagslífinu,“ segir Páll. Kynningarmyndböndin ellefu má finna hér að neðan.Með starfsstöðvar í fimm löndumMentor á rætur að rekja til ársins 1990. Mentor er heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir þá sem starfa með börnum, hvort sem er í skólum eða í tómstundastarfi. Fyrirtækið er með rúmlega 20 ára reynslu af rekstri og þróun upplýsingakerfa fyrir skóla og aðra. Félagið er með starfsstöðvar í fimm löndum. Auk höfuðstöðvanna á Íslandi er fyrirtækið með skrifstofur í Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og Bretlandi, þar sem vinna samtals um 50 manns. Með áherslu á Japansmarkað Cooori er íslenskt sprotafyrirtæki stofnað í lok árs 2010, sem sérhæfir sig í veflausnum til tungumálanáms sem eiga sér enga hliðstæðu. Fyrstu vörur félagsins hafa þegar verið settar á markað með áherslu á Japansmarkað. Cooori sækir inn á alþjóðlegan markað sem veltir nú um 60 milljörðum Bandaríkjadala á ári.Lausnir sem minnka kostnað við rekstur Kaptio, stofnað 2012, er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í opnum og tengjanlegum veflausnum sem keyrð eru á opna skýinu. Kaptio hjálpar fyrirtækjum að innleiða lausnir til að minnka kostnað við rekstur upplýsingatæknikerfa ásamt því að auka framleiðni starfsmanna með því að bjóða upp á tól sem virka óháð staðsetningu. Helsta vara Kaptio, „Kaptio Travel CRM“, er í notkun hjá ferðaskrifstofum á Íslandi og Bretlandi. Selur hugbúnaðinn QStack GreenQloud, stofnað 2010, er hugbúnaðar- og hýsingalausnafyrirtæki. Fyrirtækið framleiðir og selur hugbúnaðinn QStack sem gerir hverjum sem er kleift að búa til tölvuský á eigin búnaði og lækka mjög kostnað tölvukerfa. GreenQloud nýtir sjálft QStack til að bjóða upp á sjálfsafgreiðslu tölvuskýið GreenQloud.com sem keyrir í íslenskum og bandarískum gagnaverum og er fyrsta græna tölvuský í heimi. GreenQloud sækir inn á gríðarstóran markað sem veltir um 20 milljörðum dollara á ári hverju.Ætlar að byggja vatnsverksmiðjuskip Icelandic Water Line var stofnað árið 2009 um hugmynd að útflutningi á íslensku vatni í miklu magni. Hundrað þúsund tonna fullkomið vatnsverksmiðjuskip verður byggt; það tekur inn á sig vatn, framleiðir vatnsflöskur, tappar vatninu á og flytur vöruna tilbúna á markað. Aðferðin gæti lækkað framleiðslu- og flutningskostnað á vatni verulega. Fyrsta sjósetning á skipi Icelandic Water Line er áætluð 2017-18.Lausnir til meðhöndlunar vefjaskaða Þróunarverkefni Kerecis hófust árið 2009, en fyrirtækið þróar tækni og markaðssetur lausnir til meðhöndlunar á vefjaskaða. Fyrsta vara Kerecis, sem samþykkt er af FDA og evrópskum skráningaryfirvöldum, er meðhöndlunarefni fyrir þrálát sár og hefur gefið góða raun m.a. í baráttunni við sykursýkissár. Aðrar nýjar vörur snúa að uppbyggingu á sköðuðum líffærum. Tækni félagsins byggir á notkun á roði og hafa einkaleyfi þegar verið fengin til verndar tækninni á helstu mörkuðum félagsins. Greina svefnraskanir Nox Medical ehf. var stofnað árið 2006 á grunni Flögu hf. Nox Medical setur sína fyrstu vöru á markað í lok árs 2009, en fyrirtækið er nú leiðandi á heimsvísu á sviði hönnunar, framleiðslu, sölu og markaðssetningar á búnaði sem notaður er til greiningar á svefnröskunum. Vörur fyrirtækisins eru seldar um allan heim og á síðasta rekstrarári velti félagið rúmum milljarði íslenskra króna. Hjá Nox Medical starfa nú um 30 manns. Hugbúnaðurinn í 15 löndum Meniga, stofnað 2009, er ört vaxandi íslenskt fyrirtæki sem er markaðsleiðandi á heimsvísu í þróun og sölu heimilisfjármálahugbúnaðar og afleiddum gagnavörum til fjármálastofnana. Um 15 milljónir manna sem eru í viðskiptum við rúmlega 20 fjármálastofnanir í 15 löndum hafa aðgang að hugbúnaði Meniga. Hjá Meniga starfa nú rúmlega 80 manns á skrifstofum fyrirtækisins í Reykjavík, Stokkhólmi og London. Stofnað fyrir 22 árum Stiki er 22 ára ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki um allan heim við að efla rekstur sinn með skilvirkum gæða- og öryggisstjórnkerfum. Nýjasta vara Stika er Risk Management Studio (RM Studio), sem er hugbúnaður sem heldur utan um gæða- og öryggisstjórnkerfi fyrirtækja. Varan er notuð af um fimmta tug fyrirtækja í 18 löndum. Selur Bioeffect í 25 löndum ORF Líftækni hf. er nýsköpunarfyrirtæki á sviði líftækni sem framleiðir verðmæt, sérvirk prótein úr fræjum byggplöntu, sem eru notuð í húðvörur og til læknisfræðirannsókna víða um heim. Húðvörur félagsins eru seldar undir vörumerkinu BIOEFFECT í yfir 700 verslunum í 25 löndum. BIOEFFECT er á þremur árum orðið eitt þekktasta, íslenska vörumerkið á neytendamarkaði erlendis. ORF Líftækni er með höfuðstöðvar í Kópavogi og gróðurhús í Grindavík. Hjá ORF starfa um 40 manns. Lágmarka eldsneytisnotkun skipaflota Marorka var stofnað 2002 og er leiðandi í lausnum fyrir orkustjórnun í skipaiðnaðinum um allan heim. Með vörum Marorku er hægt að lágmarka eldsneytisnotkun skipaflota og hámarka orkunýtni, sem leiðir til minni skaðlegs útblásturs og kostnaðar. Höfuðstöðvar Marorku eru í Reykjavík, en skrifstofur og samstarfsaðilar eru út um allan heim.
Mest lesið Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira