Viðskipti erlent

Instagram veður inn á yfirráðasvæði Snapchat

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Instagram Stories er glæný viðbót frá Instagram sem þykir þó svipa ansi mikið til Snapchat.
Instagram Stories er glæný viðbót frá Instagram sem þykir þó svipa ansi mikið til Snapchat. Vísir/Instagram
Samfélagsmiðilinn Instagram kynnti til leiks í dag Instagram Stories, glænýja þjónustu sem þykir svipa ansi mikið til Snapchat.

Instagram Stories er nú þegar orðið aðgengilegt notendum Instagram sem geta nú tekið myndir og myndbönd. Hægt er að skreyta myndirnar með texta, teikningum og öðru. Eru skilaboðin svo aðgengileg í 24 tíma.

Svipar þetta mjög mikið til Stories á Snapchat en Facebook, sem á Instagram, hefur lengi reynt að koma sér inn á sama markað og Snapchat án árangurs. Reyndi Facebook meðal annars að kaupa Snapchat á þrjá milljarða dollara árið 2013 en eigendur Snapchat höfnuðu tilboðinu.

Notendur Instagram munu sjá Instagram Stories í sérstakri stiku fyrir ofan aðalskjámyndina en nánar má sjá hvernig þetta virkar allt saman í myndbandinu hér fyrir neðan.

Netnotendur voru fljótir að benda á að líkindin á milli Snapchat og Instagram Stories og sökuðu margir Facebook um að stela hugmyndum frá Snapchat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×