Viðskipti erlent

Facebook innleiðir skilaboð í anda Snapchat

Sæunn Gísladóttir skrifar
Facebook býður nú notendum að senda skilaboð sem eyðast innan klukkutíma frá sendingu.
Facebook býður nú notendum að senda skilaboð sem eyðast innan klukkutíma frá sendingu. Vísir/AP
Facebook er að prufukeyra skilaboð sem eyðast sjálfkrafa innan klukkutíma eftir sendingu. Skilaboðin væru þá svipuð Snapchat, sem er einn helsti keppinautur Facebook.

Facebook reyndi að kaupa Snapchat árið 2013 en tókst það ekki. Í kjölfarið hefur það þróað skilaboð sem hægt verður að senda í gegnum hefðbundna Messenger smáforritið, en eyðast eftir klukkutíma. Franskir Facebook notendur verða fyrstir til að prófa þennan möguleika, sem verður væntanlega innleiddur í fleiri löndum seinna.

Fyrirtækið skilaði nýverið mesta hagnaði sínum hingað til og virðist allt vera á uppleið hjá Zuckerberg og félögum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×