Frumkvöðlar fengu 35 milljónir í fjármögnun en sögðu nei takk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2016 21:08 Frumkvöðlarnir sem standa að Study Cake stefna á nám frekar en útrás. Mynd/Vísir Framleiðendur og forsprakkar íslenska sprotafyrirtækisins Study Cake sem gefur út samnefnt smáforrit afþökkuðu nýlega 35 milljón króna fjármögnun sem ætluð var til þess að koma vörunni á markað í Bretlandi.Í bréfi sem stofnendur þrír, Kjartan Þórisson, Hörður Guðmundsson og Kristján Ingi Geirsson, birta á vefsíðu Study Cake þar sem farið er yfir ákvörðun þeirra segja þeir að uppgangur Study Cake hafi verið hraður. „Í júní 2015, rétt eftir ævintýralega útskriftarferð á Tyrklandi, fengum við símtal frá fulltrúum Startup Reykjavík. Þetta símtal markaði á sínum tíma ákveðin kaflaskil í lífi okkar stofnendanna. Við fengum inngöngu í frábæran viðskiptahraðal og tvær milljónir íslenskra króna til þess að setja á fót fyrirtæki,“ segir í bréfinu.Sjá einnig: Ráðast gegn ólæsi með nýju appiMarkmið þeirra var að gera heimavinnu skólabarna skemmtilegri en en fljótlega rákust þeir á vandamálið sem felst í minnkandi læsi barna og ungling. Því hafi kviknað hugmynd um að þróa smáforrit sem ætlað var að auka læsi barna og unglinga. „Varan, sem fékk nafnið Study Cake, var kynnt í höfuðstöðvum Arion Banka í ágúst 2015, en síðan settumst við að í Nýsköpunarmiðstöð Íslands til þess að undirbúa okkur fyrir janúarútgáfu appsins og mögulega fjármögnun,“ segir í bréfinu. Á innan við mánuði frá því að smáforritið var gefið út höfðu fimm þúsund manns sótt forritið og var m.a. fjallað um það á Alþingi. Þegar 7.500 notendur voru komnir í smáforritið fóru fjárfestar að sýna fyrirtækinu áhuga. Sjá einnig: Heimanámið ætti að verða leikur einn„Um þetta leyti hófust langar samningaviðræður, sem enduðu með samkomulagi: hópur fjárfesta myndi setja 35 milljónir króna inn í félagið yfir 18 mánaða tímabil. Þessi fjárfesting átti að ýta undir vöxt fyrirtækisins og var markmiðið sett á að gefa út vöru í Bretlandi,“ segir í bréfinu. „Það fylgir því hins vegar mikil ábyrgð að taka við fjármunum annara. Áður en tekið er við miklum fjármunum sem á að eyða í framleiðslu og kynningu verða frumkvöðlar að spyrja sig mikilvægra spurninga,“ segir í bréfinu. „Er hægt að tekjuvæða lausnina? Er varan vítamín eða meðal? Eru stofnendur tilbúnir til þess að vinna í þessu næstu 5 til 10 árin, og þar af leiðandi — í okkar tilfelli — er lokamarkmiðið þess virði að fresta háskólanámi um ókomna tíð?“ Komust þeir að þeirri niðurstöðu eftir mikla íhugun að setjast frekar á skólabekk í stað þess „að fórna næstu 10 árum í vinnu við framleiðsluna.“ Fjárfestarnir voru því boðaðir á fund og fjármögnunin afþökkuð. Leita þeir félagar nú að mögulegum arftökum til þess að taka við Study Cake hér á landi til þess að smáforritið geti nýst í íslenskum skólum og heimilum en nú hafa rúmlega níu þúsund manns sótt smáforritið.Lesa má bréfið í heild sinni hér. Tengdar fréttir Ráðast gegn ólæsi með nýju appi Á morgun verður kynnt nýtt app sem ætlað er krökkum á aldrinum 7 til 14 ára. 11. janúar 2016 16:51 Heimanámið ætti að verða leikur einn Þrír ungir menn hafa þróað smáforrit til þess að leikjavæða heimanám barna. Stefna á erlendan markað. 13. júlí 2015 11:30 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Framleiðendur og forsprakkar íslenska sprotafyrirtækisins Study Cake sem gefur út samnefnt smáforrit afþökkuðu nýlega 35 milljón króna fjármögnun sem ætluð var til þess að koma vörunni á markað í Bretlandi.Í bréfi sem stofnendur þrír, Kjartan Þórisson, Hörður Guðmundsson og Kristján Ingi Geirsson, birta á vefsíðu Study Cake þar sem farið er yfir ákvörðun þeirra segja þeir að uppgangur Study Cake hafi verið hraður. „Í júní 2015, rétt eftir ævintýralega útskriftarferð á Tyrklandi, fengum við símtal frá fulltrúum Startup Reykjavík. Þetta símtal markaði á sínum tíma ákveðin kaflaskil í lífi okkar stofnendanna. Við fengum inngöngu í frábæran viðskiptahraðal og tvær milljónir íslenskra króna til þess að setja á fót fyrirtæki,“ segir í bréfinu.Sjá einnig: Ráðast gegn ólæsi með nýju appiMarkmið þeirra var að gera heimavinnu skólabarna skemmtilegri en en fljótlega rákust þeir á vandamálið sem felst í minnkandi læsi barna og ungling. Því hafi kviknað hugmynd um að þróa smáforrit sem ætlað var að auka læsi barna og unglinga. „Varan, sem fékk nafnið Study Cake, var kynnt í höfuðstöðvum Arion Banka í ágúst 2015, en síðan settumst við að í Nýsköpunarmiðstöð Íslands til þess að undirbúa okkur fyrir janúarútgáfu appsins og mögulega fjármögnun,“ segir í bréfinu. Á innan við mánuði frá því að smáforritið var gefið út höfðu fimm þúsund manns sótt forritið og var m.a. fjallað um það á Alþingi. Þegar 7.500 notendur voru komnir í smáforritið fóru fjárfestar að sýna fyrirtækinu áhuga. Sjá einnig: Heimanámið ætti að verða leikur einn„Um þetta leyti hófust langar samningaviðræður, sem enduðu með samkomulagi: hópur fjárfesta myndi setja 35 milljónir króna inn í félagið yfir 18 mánaða tímabil. Þessi fjárfesting átti að ýta undir vöxt fyrirtækisins og var markmiðið sett á að gefa út vöru í Bretlandi,“ segir í bréfinu. „Það fylgir því hins vegar mikil ábyrgð að taka við fjármunum annara. Áður en tekið er við miklum fjármunum sem á að eyða í framleiðslu og kynningu verða frumkvöðlar að spyrja sig mikilvægra spurninga,“ segir í bréfinu. „Er hægt að tekjuvæða lausnina? Er varan vítamín eða meðal? Eru stofnendur tilbúnir til þess að vinna í þessu næstu 5 til 10 árin, og þar af leiðandi — í okkar tilfelli — er lokamarkmiðið þess virði að fresta háskólanámi um ókomna tíð?“ Komust þeir að þeirri niðurstöðu eftir mikla íhugun að setjast frekar á skólabekk í stað þess „að fórna næstu 10 árum í vinnu við framleiðsluna.“ Fjárfestarnir voru því boðaðir á fund og fjármögnunin afþökkuð. Leita þeir félagar nú að mögulegum arftökum til þess að taka við Study Cake hér á landi til þess að smáforritið geti nýst í íslenskum skólum og heimilum en nú hafa rúmlega níu þúsund manns sótt smáforritið.Lesa má bréfið í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Ráðast gegn ólæsi með nýju appi Á morgun verður kynnt nýtt app sem ætlað er krökkum á aldrinum 7 til 14 ára. 11. janúar 2016 16:51 Heimanámið ætti að verða leikur einn Þrír ungir menn hafa þróað smáforrit til þess að leikjavæða heimanám barna. Stefna á erlendan markað. 13. júlí 2015 11:30 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ráðast gegn ólæsi með nýju appi Á morgun verður kynnt nýtt app sem ætlað er krökkum á aldrinum 7 til 14 ára. 11. janúar 2016 16:51
Heimanámið ætti að verða leikur einn Þrír ungir menn hafa þróað smáforrit til þess að leikjavæða heimanám barna. Stefna á erlendan markað. 13. júlí 2015 11:30