Frumkvöðlar fengu 35 milljónir í fjármögnun en sögðu nei takk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2016 21:08 Frumkvöðlarnir sem standa að Study Cake stefna á nám frekar en útrás. Mynd/Vísir Framleiðendur og forsprakkar íslenska sprotafyrirtækisins Study Cake sem gefur út samnefnt smáforrit afþökkuðu nýlega 35 milljón króna fjármögnun sem ætluð var til þess að koma vörunni á markað í Bretlandi.Í bréfi sem stofnendur þrír, Kjartan Þórisson, Hörður Guðmundsson og Kristján Ingi Geirsson, birta á vefsíðu Study Cake þar sem farið er yfir ákvörðun þeirra segja þeir að uppgangur Study Cake hafi verið hraður. „Í júní 2015, rétt eftir ævintýralega útskriftarferð á Tyrklandi, fengum við símtal frá fulltrúum Startup Reykjavík. Þetta símtal markaði á sínum tíma ákveðin kaflaskil í lífi okkar stofnendanna. Við fengum inngöngu í frábæran viðskiptahraðal og tvær milljónir íslenskra króna til þess að setja á fót fyrirtæki,“ segir í bréfinu.Sjá einnig: Ráðast gegn ólæsi með nýju appiMarkmið þeirra var að gera heimavinnu skólabarna skemmtilegri en en fljótlega rákust þeir á vandamálið sem felst í minnkandi læsi barna og ungling. Því hafi kviknað hugmynd um að þróa smáforrit sem ætlað var að auka læsi barna og unglinga. „Varan, sem fékk nafnið Study Cake, var kynnt í höfuðstöðvum Arion Banka í ágúst 2015, en síðan settumst við að í Nýsköpunarmiðstöð Íslands til þess að undirbúa okkur fyrir janúarútgáfu appsins og mögulega fjármögnun,“ segir í bréfinu. Á innan við mánuði frá því að smáforritið var gefið út höfðu fimm þúsund manns sótt forritið og var m.a. fjallað um það á Alþingi. Þegar 7.500 notendur voru komnir í smáforritið fóru fjárfestar að sýna fyrirtækinu áhuga. Sjá einnig: Heimanámið ætti að verða leikur einn„Um þetta leyti hófust langar samningaviðræður, sem enduðu með samkomulagi: hópur fjárfesta myndi setja 35 milljónir króna inn í félagið yfir 18 mánaða tímabil. Þessi fjárfesting átti að ýta undir vöxt fyrirtækisins og var markmiðið sett á að gefa út vöru í Bretlandi,“ segir í bréfinu. „Það fylgir því hins vegar mikil ábyrgð að taka við fjármunum annara. Áður en tekið er við miklum fjármunum sem á að eyða í framleiðslu og kynningu verða frumkvöðlar að spyrja sig mikilvægra spurninga,“ segir í bréfinu. „Er hægt að tekjuvæða lausnina? Er varan vítamín eða meðal? Eru stofnendur tilbúnir til þess að vinna í þessu næstu 5 til 10 árin, og þar af leiðandi — í okkar tilfelli — er lokamarkmiðið þess virði að fresta háskólanámi um ókomna tíð?“ Komust þeir að þeirri niðurstöðu eftir mikla íhugun að setjast frekar á skólabekk í stað þess „að fórna næstu 10 árum í vinnu við framleiðsluna.“ Fjárfestarnir voru því boðaðir á fund og fjármögnunin afþökkuð. Leita þeir félagar nú að mögulegum arftökum til þess að taka við Study Cake hér á landi til þess að smáforritið geti nýst í íslenskum skólum og heimilum en nú hafa rúmlega níu þúsund manns sótt smáforritið.Lesa má bréfið í heild sinni hér. Tengdar fréttir Ráðast gegn ólæsi með nýju appi Á morgun verður kynnt nýtt app sem ætlað er krökkum á aldrinum 7 til 14 ára. 11. janúar 2016 16:51 Heimanámið ætti að verða leikur einn Þrír ungir menn hafa þróað smáforrit til þess að leikjavæða heimanám barna. Stefna á erlendan markað. 13. júlí 2015 11:30 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Framleiðendur og forsprakkar íslenska sprotafyrirtækisins Study Cake sem gefur út samnefnt smáforrit afþökkuðu nýlega 35 milljón króna fjármögnun sem ætluð var til þess að koma vörunni á markað í Bretlandi.Í bréfi sem stofnendur þrír, Kjartan Þórisson, Hörður Guðmundsson og Kristján Ingi Geirsson, birta á vefsíðu Study Cake þar sem farið er yfir ákvörðun þeirra segja þeir að uppgangur Study Cake hafi verið hraður. „Í júní 2015, rétt eftir ævintýralega útskriftarferð á Tyrklandi, fengum við símtal frá fulltrúum Startup Reykjavík. Þetta símtal markaði á sínum tíma ákveðin kaflaskil í lífi okkar stofnendanna. Við fengum inngöngu í frábæran viðskiptahraðal og tvær milljónir íslenskra króna til þess að setja á fót fyrirtæki,“ segir í bréfinu.Sjá einnig: Ráðast gegn ólæsi með nýju appiMarkmið þeirra var að gera heimavinnu skólabarna skemmtilegri en en fljótlega rákust þeir á vandamálið sem felst í minnkandi læsi barna og ungling. Því hafi kviknað hugmynd um að þróa smáforrit sem ætlað var að auka læsi barna og unglinga. „Varan, sem fékk nafnið Study Cake, var kynnt í höfuðstöðvum Arion Banka í ágúst 2015, en síðan settumst við að í Nýsköpunarmiðstöð Íslands til þess að undirbúa okkur fyrir janúarútgáfu appsins og mögulega fjármögnun,“ segir í bréfinu. Á innan við mánuði frá því að smáforritið var gefið út höfðu fimm þúsund manns sótt forritið og var m.a. fjallað um það á Alþingi. Þegar 7.500 notendur voru komnir í smáforritið fóru fjárfestar að sýna fyrirtækinu áhuga. Sjá einnig: Heimanámið ætti að verða leikur einn„Um þetta leyti hófust langar samningaviðræður, sem enduðu með samkomulagi: hópur fjárfesta myndi setja 35 milljónir króna inn í félagið yfir 18 mánaða tímabil. Þessi fjárfesting átti að ýta undir vöxt fyrirtækisins og var markmiðið sett á að gefa út vöru í Bretlandi,“ segir í bréfinu. „Það fylgir því hins vegar mikil ábyrgð að taka við fjármunum annara. Áður en tekið er við miklum fjármunum sem á að eyða í framleiðslu og kynningu verða frumkvöðlar að spyrja sig mikilvægra spurninga,“ segir í bréfinu. „Er hægt að tekjuvæða lausnina? Er varan vítamín eða meðal? Eru stofnendur tilbúnir til þess að vinna í þessu næstu 5 til 10 árin, og þar af leiðandi — í okkar tilfelli — er lokamarkmiðið þess virði að fresta háskólanámi um ókomna tíð?“ Komust þeir að þeirri niðurstöðu eftir mikla íhugun að setjast frekar á skólabekk í stað þess „að fórna næstu 10 árum í vinnu við framleiðsluna.“ Fjárfestarnir voru því boðaðir á fund og fjármögnunin afþökkuð. Leita þeir félagar nú að mögulegum arftökum til þess að taka við Study Cake hér á landi til þess að smáforritið geti nýst í íslenskum skólum og heimilum en nú hafa rúmlega níu þúsund manns sótt smáforritið.Lesa má bréfið í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Ráðast gegn ólæsi með nýju appi Á morgun verður kynnt nýtt app sem ætlað er krökkum á aldrinum 7 til 14 ára. 11. janúar 2016 16:51 Heimanámið ætti að verða leikur einn Þrír ungir menn hafa þróað smáforrit til þess að leikjavæða heimanám barna. Stefna á erlendan markað. 13. júlí 2015 11:30 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Ráðast gegn ólæsi með nýju appi Á morgun verður kynnt nýtt app sem ætlað er krökkum á aldrinum 7 til 14 ára. 11. janúar 2016 16:51
Heimanámið ætti að verða leikur einn Þrír ungir menn hafa þróað smáforrit til þess að leikjavæða heimanám barna. Stefna á erlendan markað. 13. júlí 2015 11:30