Breytingar á sýningum frá ensku úrvalsdeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júlí 2016 14:27 Að gefnu tilefni vil ég skýra frá því hvernig breytingar verða á sýningum frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stöð 2 Sport í vetur. Eins og áður hefur komið fram var sýningarréttur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar endurnýjaður fyrr á þessu ári og tekur gildi í upphafi nýrrar leiktíðar sem hefst í næsta mánuði. Eftir útboðið varð ljóst að enski boltinn yrði áfram á Stöð 2 Sport en í þetta sinn með nýjum skilmálum. Það er ekki lengur heimilt að sýna nema einn leik í beinni útsendingu á laugardögum klukkan 15.00 en allir rétthafar í Evrópu verða að lúta sömu reglum ensku úrvalsdeildarinnar hvað þetta varðar. Er það hluti af baráttu deildarinnar gegn ólöglegu streymi frá leikjum úr enska boltanum. Þetta er nýtt fyrir áskrifendur stöðvarinnar en fyrirkomulagið er þekkt víða um heim. Ísland hefur verið eitt fárra landa sem hefur fengið undanþágu frá þessari reglu síðustu ár en nú reyndist ekki mögulegt að halda henni. Var það einhliða ákvörðun þeirra sem eiga sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni. Það er val okkar hvaða leikur verður sýndur klukkan 15.00 hverju sinni. Verður miðað við að hafa úrvalið sem fjölbreyttast fyrir áskrifendur okkar en við munum reyna eftir fremsta megni að sýna leiki þeirra liða sem vinsælust eru hér á landi. Þá viljum við einnig sýna sem mest af leikjum svokölluðu Íslendingaliðanna sem eru í dag Swansea og Burnley. Hafa ber þó í huga að það verður meiri dreifing á leikjum í hverri umferð en áður. Nú er sú nýjung að fjöldi leikja verður á dagskrá á föstudagskvöldum og oft verða einnig leikir á mánudagskvöldum. Sem fyrr eru þrír leiktímar á laugardögum (12.30, 15.00 og 17.30) og tveir á sunnudögum (13.30 og 16.00). Enska úrvalsdeildin reynir að raða niður leikjum „stóru liðanna“ þannig að það gerist sjaldan að þau spili á sama tíma, semsagt á laugardögum klukkan 15.00. Við ættum því að geta sýnt flesta leiki þessara liða í beinum útsendingum í vetur. Þeir leikir sem ekki eru í beinni útsendingu verða engu að síður sýndir á stöðvum okkar um leið og þess verður kostur. Slík dagskrá verður auglýst nánar síðar. Þá verða leikir sem fyrr gerðir upp í Messunni á Stöð 2 Sport, sem verður með nýju sniði í ár. Hún hefst með upphitun fyrir fyrsta leik á sunnudegi og lýkur með uppgjöri eftir síðasta leik sunnudags. Sunnudagarnir verða því þétt skipaðir í vetur. Útsendingarréttur á íþróttaviðburðum er dýr og hefur orðið dýrari með árunum. Það hefur óneitanlega áhrif á áskriftarverðið en við teljum að á Stöð 2 Sport séu áskrifendur okkar með aðgang að einu mesta úrvali íþróttaefnis sem hægt er að fá á einni sjónvarpsstöð. Áskrifendur að Stöð 2 Sport fá þar að auki aðgang að margvíslegu efni en vegleg umfjöllun er á stöðvum okkar um efstu deildir karla og kvenna í fótbolta (Pepsi-deildir karla og kvenna) og körfubolta (Domino's-deildir karla og kvenna). Þá sýnum við einnig leiki úr Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, spænsku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, Formúlu 1, Demantamótaröðinni í frjálsum, UFC, NFL, NBA og margt fleira. Síðastliðinn vetur var byrjað að bjóða staka leiki í sölu í gegnum sjónvarpsþjónustur og myndlykla og er það markmið okkar að þróa þetta enn frekar, svo að hver og einn geti fengið áskrift að afmörkuðu efni í ákveðinn tíma eftir því sem hentar hverjum og einum best. Ég vona að þetta svari spurningum sem áskrifendur okkar og áhugafólk um enska boltann hafa vegna þeirra breytinga sem eru fram undan. Ég óska öllum góðrar skemmtunar í besta sætinu í vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni vil ég skýra frá því hvernig breytingar verða á sýningum frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stöð 2 Sport í vetur. Eins og áður hefur komið fram var sýningarréttur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar endurnýjaður fyrr á þessu ári og tekur gildi í upphafi nýrrar leiktíðar sem hefst í næsta mánuði. Eftir útboðið varð ljóst að enski boltinn yrði áfram á Stöð 2 Sport en í þetta sinn með nýjum skilmálum. Það er ekki lengur heimilt að sýna nema einn leik í beinni útsendingu á laugardögum klukkan 15.00 en allir rétthafar í Evrópu verða að lúta sömu reglum ensku úrvalsdeildarinnar hvað þetta varðar. Er það hluti af baráttu deildarinnar gegn ólöglegu streymi frá leikjum úr enska boltanum. Þetta er nýtt fyrir áskrifendur stöðvarinnar en fyrirkomulagið er þekkt víða um heim. Ísland hefur verið eitt fárra landa sem hefur fengið undanþágu frá þessari reglu síðustu ár en nú reyndist ekki mögulegt að halda henni. Var það einhliða ákvörðun þeirra sem eiga sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni. Það er val okkar hvaða leikur verður sýndur klukkan 15.00 hverju sinni. Verður miðað við að hafa úrvalið sem fjölbreyttast fyrir áskrifendur okkar en við munum reyna eftir fremsta megni að sýna leiki þeirra liða sem vinsælust eru hér á landi. Þá viljum við einnig sýna sem mest af leikjum svokölluðu Íslendingaliðanna sem eru í dag Swansea og Burnley. Hafa ber þó í huga að það verður meiri dreifing á leikjum í hverri umferð en áður. Nú er sú nýjung að fjöldi leikja verður á dagskrá á föstudagskvöldum og oft verða einnig leikir á mánudagskvöldum. Sem fyrr eru þrír leiktímar á laugardögum (12.30, 15.00 og 17.30) og tveir á sunnudögum (13.30 og 16.00). Enska úrvalsdeildin reynir að raða niður leikjum „stóru liðanna“ þannig að það gerist sjaldan að þau spili á sama tíma, semsagt á laugardögum klukkan 15.00. Við ættum því að geta sýnt flesta leiki þessara liða í beinum útsendingum í vetur. Þeir leikir sem ekki eru í beinni útsendingu verða engu að síður sýndir á stöðvum okkar um leið og þess verður kostur. Slík dagskrá verður auglýst nánar síðar. Þá verða leikir sem fyrr gerðir upp í Messunni á Stöð 2 Sport, sem verður með nýju sniði í ár. Hún hefst með upphitun fyrir fyrsta leik á sunnudegi og lýkur með uppgjöri eftir síðasta leik sunnudags. Sunnudagarnir verða því þétt skipaðir í vetur. Útsendingarréttur á íþróttaviðburðum er dýr og hefur orðið dýrari með árunum. Það hefur óneitanlega áhrif á áskriftarverðið en við teljum að á Stöð 2 Sport séu áskrifendur okkar með aðgang að einu mesta úrvali íþróttaefnis sem hægt er að fá á einni sjónvarpsstöð. Áskrifendur að Stöð 2 Sport fá þar að auki aðgang að margvíslegu efni en vegleg umfjöllun er á stöðvum okkar um efstu deildir karla og kvenna í fótbolta (Pepsi-deildir karla og kvenna) og körfubolta (Domino's-deildir karla og kvenna). Þá sýnum við einnig leiki úr Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, spænsku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, Formúlu 1, Demantamótaröðinni í frjálsum, UFC, NFL, NBA og margt fleira. Síðastliðinn vetur var byrjað að bjóða staka leiki í sölu í gegnum sjónvarpsþjónustur og myndlykla og er það markmið okkar að þróa þetta enn frekar, svo að hver og einn geti fengið áskrift að afmörkuðu efni í ákveðinn tíma eftir því sem hentar hverjum og einum best. Ég vona að þetta svari spurningum sem áskrifendur okkar og áhugafólk um enska boltann hafa vegna þeirra breytinga sem eru fram undan. Ég óska öllum góðrar skemmtunar í besta sætinu í vetur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun